Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2019 08:59 Áður en Trump lenti í morgun var hann búinn að kalla borgarstjóra London aula, hertogayngju ótuktarlega og skipt sér af leiðtogavali Íhaldsflokksins. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti sér yfir borgarstjóra London á Twitter og kallaði hann meðal annars „ískaldan aula“ við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í morgun. Tístin sendi Trump frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Heimsókn Trump til Bretlands var þegar umdeild en búist er við tugum þúsundum mótmælenda á götum London í dag. Bandaríski forsetinn er óvinsæll á Bretlandi og jók vinsældir sínar líklega ekki með röð óheppilegra ummæla í aðdraganda ferðarinnar. Þegar hlutaðist hann til um leiðtogaval Íhaldsflokksins þegar hann lýsti stuðningi við Boris Johnson, sagði að Nigel Farage ætti að leiða viðræður Bretlands við Evrópusambandið og kallaði hertogaynjuna af Sussex „ótuktarlega“ og þrætti fyrir það þrátt fyrir hljóðupptökur af ummælunum. Rétt fyrir lendingu í morgun bætti Trump um betur og beindi spjótum sínum að Sadiq Khan, borgarstjóra London. Sagði hann Khan hafa staðið sig hræðilega sem borgarstjóri og hafi verið „ótuktarlegur“ í garð forseta Bandaríkjanna sem Trump sem sagði langmikilvægasta bandamanna Breta. „Hann er ískaldur auli sem ætti að einbeita sér að glæpum í London, ekki mér…“ tísti Trump..@SadiqKhan, who by all accounts has done a terrible job as Mayor of London, has been foolishly “nasty” to the visiting President of the United States, by far the most important ally of the United Kingdom. He is a stone cold loser who should focus on crime in London, not me......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 3, 2019 Líkti forsetinn Khan ennfremur við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, sem hann sagði „heimskan og vanhæfan“. „Hvað sem öðru líður hlakka ég til að vera mikill vinur Bretlands og ég hlakka mjög til heimsóknar minnar. Er að lenda núna!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump hefur látið Khan heyra það. Bandaríski forsetinn hefur meðal annars gagnrýnt Khan í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Londonbrúnni fyrir tveimur árum. Kallaði Trump viðbrögð Khan þá „aumkunarverð“. Ekki er skýrt hver tilefni tísta Trump um Khan var í morgun. Khan var þó í viðtali í gær þar sem hann sagði Trump „smánarlegasta dæmið“ um vaxandi hættu á heimsvísu og líkti orðræðu Bandaríkjaforseta við þá sem „fasistar 20. aldarinnar“ viðhöfðu. Trump á meðal annars að hitta bresku konungsfjölskylduna í dag. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, tók á móti honum á Stansted-flugvelli í morgun. Hunt er á meðal frambjóðenda í leiðtogavali Íhaldsflokksins og einn helsti andstæðingur Johnson sem Trump lýsti stuðningi við. The Guardian segir að í viðtölum fyrir heimsóknina hafi Hunt ekki reynt að hafna ummælum sem voru borin undir hann um að Trump ræki stefnu sem væri „eitruð og hættuleg“. „Fólk hefur sínar eigin skoðanir um pólitík Trump forseta. Hann er mjög umdeildur,“ svaraði Hunt. Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti sér yfir borgarstjóra London á Twitter og kallaði hann meðal annars „ískaldan aula“ við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í morgun. Tístin sendi Trump frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Heimsókn Trump til Bretlands var þegar umdeild en búist er við tugum þúsundum mótmælenda á götum London í dag. Bandaríski forsetinn er óvinsæll á Bretlandi og jók vinsældir sínar líklega ekki með röð óheppilegra ummæla í aðdraganda ferðarinnar. Þegar hlutaðist hann til um leiðtogaval Íhaldsflokksins þegar hann lýsti stuðningi við Boris Johnson, sagði að Nigel Farage ætti að leiða viðræður Bretlands við Evrópusambandið og kallaði hertogaynjuna af Sussex „ótuktarlega“ og þrætti fyrir það þrátt fyrir hljóðupptökur af ummælunum. Rétt fyrir lendingu í morgun bætti Trump um betur og beindi spjótum sínum að Sadiq Khan, borgarstjóra London. Sagði hann Khan hafa staðið sig hræðilega sem borgarstjóri og hafi verið „ótuktarlegur“ í garð forseta Bandaríkjanna sem Trump sem sagði langmikilvægasta bandamanna Breta. „Hann er ískaldur auli sem ætti að einbeita sér að glæpum í London, ekki mér…“ tísti Trump..@SadiqKhan, who by all accounts has done a terrible job as Mayor of London, has been foolishly “nasty” to the visiting President of the United States, by far the most important ally of the United Kingdom. He is a stone cold loser who should focus on crime in London, not me......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 3, 2019 Líkti forsetinn Khan ennfremur við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, sem hann sagði „heimskan og vanhæfan“. „Hvað sem öðru líður hlakka ég til að vera mikill vinur Bretlands og ég hlakka mjög til heimsóknar minnar. Er að lenda núna!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump hefur látið Khan heyra það. Bandaríski forsetinn hefur meðal annars gagnrýnt Khan í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Londonbrúnni fyrir tveimur árum. Kallaði Trump viðbrögð Khan þá „aumkunarverð“. Ekki er skýrt hver tilefni tísta Trump um Khan var í morgun. Khan var þó í viðtali í gær þar sem hann sagði Trump „smánarlegasta dæmið“ um vaxandi hættu á heimsvísu og líkti orðræðu Bandaríkjaforseta við þá sem „fasistar 20. aldarinnar“ viðhöfðu. Trump á meðal annars að hitta bresku konungsfjölskylduna í dag. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, tók á móti honum á Stansted-flugvelli í morgun. Hunt er á meðal frambjóðenda í leiðtogavali Íhaldsflokksins og einn helsti andstæðingur Johnson sem Trump lýsti stuðningi við. The Guardian segir að í viðtölum fyrir heimsóknina hafi Hunt ekki reynt að hafna ummælum sem voru borin undir hann um að Trump ræki stefnu sem væri „eitruð og hættuleg“. „Fólk hefur sínar eigin skoðanir um pólitík Trump forseta. Hann er mjög umdeildur,“ svaraði Hunt.
Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47