Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2019 11:23 Frá fréttamannafundi rannsakenda og saksóknara í Nieuwegein í Hollandi í morgun. EPA Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu fyrir fimm árum. Greint var frá ákærunum í morgun og sagt að réttarhöld muni hefjast í Hollandi í mars á næsta ári. Alls voru 298 manns um borð í vélinni þegar henni var grandað þann 17. júlí 2014 og komst enginn lífs af. 196 hinna látnu voru hollenskir ríkisborgarar og 38 ástralskir, en skotið var á vélina á landsvæði sem var undir stjórn aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Fyrir rúmu ári síðan greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. Olena Zerkal, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, segir að í hópi fjórmenninganna eru háttsettir menn innan rússneska hersins. Í frétt Moscow Times segir að mennirnir sem um ræðir séu þeir Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov, allt rússneskir ríkisborgarar, auk Úkraínumannsins Leonid Kharchenk.Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað.APStjórnvöld í Hollandi og Ástralíu hafa sakað rússnesk stjórnvöld um aðild að tilræðinu, en Rússar hafa hins vegar hafnað ásökunum. BBC hefur eftir Dmitri Peskov, talsmanni Rússlandsstjórnar, að Rússum hafi ekki verið gefið færi á að taka þátt í rannsókninni. Aðspurður um hvort að Rússar myndu framselja einhverja hinna grunuðu, sagði Peskov að „afstaða Rússa væri vel þekkt“ þó að hann hafi ekki viljað útskýra málið nánar. Talsmaður hollenskra yfirvalda segir að líklegt sé að réttað verði yfir mönnunum í fjarveru þeirra (in absentia). Ástralía Holland Malasía MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu fyrir fimm árum. Greint var frá ákærunum í morgun og sagt að réttarhöld muni hefjast í Hollandi í mars á næsta ári. Alls voru 298 manns um borð í vélinni þegar henni var grandað þann 17. júlí 2014 og komst enginn lífs af. 196 hinna látnu voru hollenskir ríkisborgarar og 38 ástralskir, en skotið var á vélina á landsvæði sem var undir stjórn aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Fyrir rúmu ári síðan greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. Olena Zerkal, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, segir að í hópi fjórmenninganna eru háttsettir menn innan rússneska hersins. Í frétt Moscow Times segir að mennirnir sem um ræðir séu þeir Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov, allt rússneskir ríkisborgarar, auk Úkraínumannsins Leonid Kharchenk.Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað.APStjórnvöld í Hollandi og Ástralíu hafa sakað rússnesk stjórnvöld um aðild að tilræðinu, en Rússar hafa hins vegar hafnað ásökunum. BBC hefur eftir Dmitri Peskov, talsmanni Rússlandsstjórnar, að Rússum hafi ekki verið gefið færi á að taka þátt í rannsókninni. Aðspurður um hvort að Rússar myndu framselja einhverja hinna grunuðu, sagði Peskov að „afstaða Rússa væri vel þekkt“ þó að hann hafi ekki viljað útskýra málið nánar. Talsmaður hollenskra yfirvalda segir að líklegt sé að réttað verði yfir mönnunum í fjarveru þeirra (in absentia).
Ástralía Holland Malasía MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10