Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Sighvatur Jónsson skrifar 18. júní 2019 12:15 Kvenfluga lúsmýs. Mynd/Scott Bauer Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. Lúsmý hefur herjað á Sunnlendinga. Nú berast fréttir af því að fólk verði fyrir bitum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Borgarnesi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lyf, krem og fuglafælur hafi klárast mjög hratt á föstudag og laugardag. After Bite krem sem dregur úr ofnæmisviðbrögðum eftir flugnabit seldist upp ásamt sterakreminu Mildison og ofnæmistöflum. Von er á nýrri sendingu hjá Lyfju í Borgarnesi á morgun en apótekið er það sem er næst sumarhúsabyggðinni í Skorradal.Vörur vegna flugnabits seldus upp hjá Lyfju í Borgarnesi um helgina. Lúsmý virðist herja á íbúa í sumarhúsabyggðum í Skorradal.Vísir/BjarniMikil sala víða vegna lúsmýs Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en ný sending var væntanleg í morgun. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í Apótekaranum á Selfossi hafi fólk ekki kynnst öðru eins ástandi en lúsmý hefur herjað á fólk í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi. Fyrirtækið Artasan flytur inn vörur vegna flugnabita. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, var að panta meira af vörum þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegið. Hún sagði After Bite kremið uppselt en nóg væri til af áburði sem fælir flugur frá.Lyfsali hjá Lyfju á Granda telur vítamín ekki koma í veg fyrir flugnabit.getty/Towfiqu PhotographyLyfsali segir B-vítamín ekki virka Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju á Granda, segir að vörur vegna bits eftir lúsmý hafi klárast í apótekum víða um helgina. „Það hreinsuðust upp eins til tveggja vikna birgðir um helgina. Fólk kaupir ofnæmistöflur, sterasmyrsl, ýmsar kælandi vörur, After Bite, flugnafælur og fleira.“ Aðalsteinn segist hafa pantað nýjar vörur. Hann býst ekki við að B-vítamín klárist, Aðalsteinn slær á sögur um að það virki gegn flugnabitum. „Það er gjörsamlega gagnslaust. Ég er búinn að prófa að taka svona sjálfur en það hefur ekki nein áhrif, ég hef verið bitinn alveg eins og áður.“ Hann segir að ýmsar olíu og sérstakur skordýrafæluáburður að nafni Deet virki best. „Maður spreyjar þessu á sig og nuddar þessu á sig og klæðir sig svo í fötin. Þetta gefur svona sex til átta tíma vörn að minnsta kosti.“ Aðalsteinn Loftsson lyfjafræðingur segir að fólk þurfi að bera áburðinn á sig tvisvar á dag ef það er þar sem mikið er um lúsmý. Hann bendir fólki á að lúsmý sæki frekar í dökka liti en ljósa. Árborg Borgarbyggð Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Lyf Reykjavík Skorradalshreppur Tengdar fréttir Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. Lúsmý hefur herjað á Sunnlendinga. Nú berast fréttir af því að fólk verði fyrir bitum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Borgarnesi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lyf, krem og fuglafælur hafi klárast mjög hratt á föstudag og laugardag. After Bite krem sem dregur úr ofnæmisviðbrögðum eftir flugnabit seldist upp ásamt sterakreminu Mildison og ofnæmistöflum. Von er á nýrri sendingu hjá Lyfju í Borgarnesi á morgun en apótekið er það sem er næst sumarhúsabyggðinni í Skorradal.Vörur vegna flugnabits seldus upp hjá Lyfju í Borgarnesi um helgina. Lúsmý virðist herja á íbúa í sumarhúsabyggðum í Skorradal.Vísir/BjarniMikil sala víða vegna lúsmýs Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en ný sending var væntanleg í morgun. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í Apótekaranum á Selfossi hafi fólk ekki kynnst öðru eins ástandi en lúsmý hefur herjað á fólk í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi. Fyrirtækið Artasan flytur inn vörur vegna flugnabita. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, var að panta meira af vörum þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegið. Hún sagði After Bite kremið uppselt en nóg væri til af áburði sem fælir flugur frá.Lyfsali hjá Lyfju á Granda telur vítamín ekki koma í veg fyrir flugnabit.getty/Towfiqu PhotographyLyfsali segir B-vítamín ekki virka Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju á Granda, segir að vörur vegna bits eftir lúsmý hafi klárast í apótekum víða um helgina. „Það hreinsuðust upp eins til tveggja vikna birgðir um helgina. Fólk kaupir ofnæmistöflur, sterasmyrsl, ýmsar kælandi vörur, After Bite, flugnafælur og fleira.“ Aðalsteinn segist hafa pantað nýjar vörur. Hann býst ekki við að B-vítamín klárist, Aðalsteinn slær á sögur um að það virki gegn flugnabitum. „Það er gjörsamlega gagnslaust. Ég er búinn að prófa að taka svona sjálfur en það hefur ekki nein áhrif, ég hef verið bitinn alveg eins og áður.“ Hann segir að ýmsar olíu og sérstakur skordýrafæluáburður að nafni Deet virki best. „Maður spreyjar þessu á sig og nuddar þessu á sig og klæðir sig svo í fötin. Þetta gefur svona sex til átta tíma vörn að minnsta kosti.“ Aðalsteinn Loftsson lyfjafræðingur segir að fólk þurfi að bera áburðinn á sig tvisvar á dag ef það er þar sem mikið er um lúsmý. Hann bendir fólki á að lúsmý sæki frekar í dökka liti en ljósa.
Árborg Borgarbyggð Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Lyf Reykjavík Skorradalshreppur Tengdar fréttir Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03