Hundar valda slysum á hestamönnum norðan heiða Sveinn Arnarsson skrifar 18. júní 2019 06:00 Hestamenn á Akureyri kvarta undan lausagöngu hunda. Fréttablaðið/Stefán Hestamaður á Akureyri slasaðist fyrir skömmu þegar laus hundur fældi hest undan honum. Nokkur viðlíka slys hafa orðið á fólki á undanförnum árum í hesthúsahverfum og á reiðleiðum við Akureyri en lausaganga hunda er bönnuð í bæjarlandinu. Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir sorglegt að slys verði af þessu tagi. Hann staðfestir að kona hafi slasast við tamningar inni í svokölluðu tamningagerði í hesthúsahverfinu sunnan Glerár fyrir skömmu. Ástæða þess var að inn í gerðið kom laus hundur. Tamningahrossinu hafði þá orðið bylt við og stokkið til hliðar með þeim afleiðingum að tamningamaðurinn datt af baki. Sigfús staðfestir einnig að þetta slys sé ekki það eina á síðustu árum þar sem lausir hundar hræða hross. „Það er sorglegt að menn virði ekki þessa einföldu lögreglusamþykkt, að lausaganga hunda sé bönnuð í bæjarlandinu,“ segir Sigfús. „Það er líka afar leiðinlegt að hestamenn sjálfir brjóti þessa reglu. Við höfum auðvitað ekkert á móti hundum en við verðum bara að virða þessar reglur sem okkur og öllum bæjarbúum eru settar.“ Ljóst þykir að hundar sem ganga lausir í hesthúsahverfinu séu í eigu annarra hestamanna í hverfinu. Því eru það hestamennirnir sjálfir sem valda því að slysahætta er meiri á reiðleiðunum vegna þessa. Töluvert hefur verið kvartað undan þessu undanfarin ár með litlum árangri. „Þetta er sorglegt, ég á bara eitt orð yfir þetta. Það er búið að ræða þetta á fundum margsinnis og gefa út tilkynningar um að lausaganga sem þessi sé bönnuð,“ segir Sigfús. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Hestamaður á Akureyri slasaðist fyrir skömmu þegar laus hundur fældi hest undan honum. Nokkur viðlíka slys hafa orðið á fólki á undanförnum árum í hesthúsahverfum og á reiðleiðum við Akureyri en lausaganga hunda er bönnuð í bæjarlandinu. Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir sorglegt að slys verði af þessu tagi. Hann staðfestir að kona hafi slasast við tamningar inni í svokölluðu tamningagerði í hesthúsahverfinu sunnan Glerár fyrir skömmu. Ástæða þess var að inn í gerðið kom laus hundur. Tamningahrossinu hafði þá orðið bylt við og stokkið til hliðar með þeim afleiðingum að tamningamaðurinn datt af baki. Sigfús staðfestir einnig að þetta slys sé ekki það eina á síðustu árum þar sem lausir hundar hræða hross. „Það er sorglegt að menn virði ekki þessa einföldu lögreglusamþykkt, að lausaganga hunda sé bönnuð í bæjarlandinu,“ segir Sigfús. „Það er líka afar leiðinlegt að hestamenn sjálfir brjóti þessa reglu. Við höfum auðvitað ekkert á móti hundum en við verðum bara að virða þessar reglur sem okkur og öllum bæjarbúum eru settar.“ Ljóst þykir að hundar sem ganga lausir í hesthúsahverfinu séu í eigu annarra hestamanna í hverfinu. Því eru það hestamennirnir sjálfir sem valda því að slysahætta er meiri á reiðleiðunum vegna þessa. Töluvert hefur verið kvartað undan þessu undanfarin ár með litlum árangri. „Þetta er sorglegt, ég á bara eitt orð yfir þetta. Það er búið að ræða þetta á fundum margsinnis og gefa út tilkynningar um að lausaganga sem þessi sé bönnuð,“ segir Sigfús.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira