Tískudrottningin Gloria Vanderbilt látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 15:46 Gloria Vanderbilt var glæsileg kona. getty/Paul Schutzer Gloria Vanderbilt, bandaríska listakonan og tískudrottningin, er látin, 95 ára að aldri. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hún lést á heimili sínu umkringd ættingjum sagði Anderson Cooper, sonur hennar og fréttamaður á CNN, eftir að hafa háð stríð við magakrabbamein. Gloria var þekkt sem „aumingja ríka stelpan“ (e. Poor little rich girl) og var barnabarnabarn 19. aldar viðskiptajöfursins Cornelius Vanderbilt. Gloria varð þekkt á sjötta og sjöunda áratugnum þegar hún byrjaði að hanna og framleiða hágæða gallabuxur. „Gloria Vanderbilt var mögnuð kona sem elskaði lífið og lifði því á eigin forsendum,“ sagði Cooper í tilkynningu. „Hún var málari, rithöfundur og hönnuður en líka mögnuð móðir, eiginkona og vinur.“ „Hún var 95 ára gömul en ef þú spyrð einhvern sem var náinn henni mun þér vera sagt að hún hafi verið yngsta manneskjan sem þau þekktu, sú svalasta og nútímalegasta,“ bætti hann við. Andlát Bandaríkin Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Gloria Vanderbilt, bandaríska listakonan og tískudrottningin, er látin, 95 ára að aldri. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hún lést á heimili sínu umkringd ættingjum sagði Anderson Cooper, sonur hennar og fréttamaður á CNN, eftir að hafa háð stríð við magakrabbamein. Gloria var þekkt sem „aumingja ríka stelpan“ (e. Poor little rich girl) og var barnabarnabarn 19. aldar viðskiptajöfursins Cornelius Vanderbilt. Gloria varð þekkt á sjötta og sjöunda áratugnum þegar hún byrjaði að hanna og framleiða hágæða gallabuxur. „Gloria Vanderbilt var mögnuð kona sem elskaði lífið og lifði því á eigin forsendum,“ sagði Cooper í tilkynningu. „Hún var málari, rithöfundur og hönnuður en líka mögnuð móðir, eiginkona og vinur.“ „Hún var 95 ára gömul en ef þú spyrð einhvern sem var náinn henni mun þér vera sagt að hún hafi verið yngsta manneskjan sem þau þekktu, sú svalasta og nútímalegasta,“ bætti hann við.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira