Arnór: „Svöruðum síðasta leik vel“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. júní 2019 18:19 Arnór Þór Gunnarsson vísir/andri marinó Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. „Ég er mjög ánægður. Við svöruðum síðasta leik vel. Við komum einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik. Við hefðum getað tapað leiknum með 10 mörkum en samt komist á EM. Við hugsuðum samt bara um að vinna leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,” sagði Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins eftir leik dagsins. Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum. En þeir töpuðu einungis einum leik sem var heimaleikurinn gegn Norður-Makedóníu. Ísland gerði síðan jafntefli gegn Grikkjum og Norður-Makedóníu á útivelli. „Við töpum bara einum leik í allri undankeppnininni. Ég er auðvitað bara sáttur með það. Það er kannski bara heimaleikurinn hérna á móti Norður-Makedóníu sem svíður aðeins. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið efstir í riðlinum. Við verðum bara að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og læra af mistökunum.” Einungis þrjú mörk skildu liðin að í hálfleik en síðan setti Ísland í fluggírinn í seinni hálfleik. Arnór var þó ekkert óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik enda gerast góðir hlutir oft hægt. „Nútímahandbolti er bara orðinn þannig að það tekur tíma að brjóta upp varnir andstæðingsins. Það tók okkur 30 mínútur og svo gengum við bara á lagið í síðari hálfleik. “ Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik, hann skoraði 11 mörk úr 13 skotum þrátt fyrir að spila bara þessar 30 mínútur. Flest mörk Bjarka komu úr hraðaupphlaupum eins og Arnór orðar síðan skemmtilega. „Við spiluðum frábæra vörn eiginlega allan leikinn og svo komu þessi hraðaupphlaup. Bjarki var á sníkjunni og skoraði sín 11 mörk þarna í seinni hálfleik. Sem er bara frábært hjá honum en svona er að vera á sníkjunni.” EM 2020 í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. „Ég er mjög ánægður. Við svöruðum síðasta leik vel. Við komum einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik. Við hefðum getað tapað leiknum með 10 mörkum en samt komist á EM. Við hugsuðum samt bara um að vinna leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,” sagði Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins eftir leik dagsins. Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum. En þeir töpuðu einungis einum leik sem var heimaleikurinn gegn Norður-Makedóníu. Ísland gerði síðan jafntefli gegn Grikkjum og Norður-Makedóníu á útivelli. „Við töpum bara einum leik í allri undankeppnininni. Ég er auðvitað bara sáttur með það. Það er kannski bara heimaleikurinn hérna á móti Norður-Makedóníu sem svíður aðeins. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið efstir í riðlinum. Við verðum bara að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og læra af mistökunum.” Einungis þrjú mörk skildu liðin að í hálfleik en síðan setti Ísland í fluggírinn í seinni hálfleik. Arnór var þó ekkert óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik enda gerast góðir hlutir oft hægt. „Nútímahandbolti er bara orðinn þannig að það tekur tíma að brjóta upp varnir andstæðingsins. Það tók okkur 30 mínútur og svo gengum við bara á lagið í síðari hálfleik. “ Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik, hann skoraði 11 mörk úr 13 skotum þrátt fyrir að spila bara þessar 30 mínútur. Flest mörk Bjarka komu úr hraðaupphlaupum eins og Arnór orðar síðan skemmtilega. „Við spiluðum frábæra vörn eiginlega allan leikinn og svo komu þessi hraðaupphlaup. Bjarki var á sníkjunni og skoraði sín 11 mörk þarna í seinni hálfleik. Sem er bara frábært hjá honum en svona er að vera á sníkjunni.”
EM 2020 í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira