Arnór: „Svöruðum síðasta leik vel“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. júní 2019 18:19 Arnór Þór Gunnarsson vísir/andri marinó Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. „Ég er mjög ánægður. Við svöruðum síðasta leik vel. Við komum einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik. Við hefðum getað tapað leiknum með 10 mörkum en samt komist á EM. Við hugsuðum samt bara um að vinna leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,” sagði Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins eftir leik dagsins. Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum. En þeir töpuðu einungis einum leik sem var heimaleikurinn gegn Norður-Makedóníu. Ísland gerði síðan jafntefli gegn Grikkjum og Norður-Makedóníu á útivelli. „Við töpum bara einum leik í allri undankeppnininni. Ég er auðvitað bara sáttur með það. Það er kannski bara heimaleikurinn hérna á móti Norður-Makedóníu sem svíður aðeins. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið efstir í riðlinum. Við verðum bara að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og læra af mistökunum.” Einungis þrjú mörk skildu liðin að í hálfleik en síðan setti Ísland í fluggírinn í seinni hálfleik. Arnór var þó ekkert óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik enda gerast góðir hlutir oft hægt. „Nútímahandbolti er bara orðinn þannig að það tekur tíma að brjóta upp varnir andstæðingsins. Það tók okkur 30 mínútur og svo gengum við bara á lagið í síðari hálfleik. “ Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik, hann skoraði 11 mörk úr 13 skotum þrátt fyrir að spila bara þessar 30 mínútur. Flest mörk Bjarka komu úr hraðaupphlaupum eins og Arnór orðar síðan skemmtilega. „Við spiluðum frábæra vörn eiginlega allan leikinn og svo komu þessi hraðaupphlaup. Bjarki var á sníkjunni og skoraði sín 11 mörk þarna í seinni hálfleik. Sem er bara frábært hjá honum en svona er að vera á sníkjunni.” EM 2020 í handbolta Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. „Ég er mjög ánægður. Við svöruðum síðasta leik vel. Við komum einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik. Við hefðum getað tapað leiknum með 10 mörkum en samt komist á EM. Við hugsuðum samt bara um að vinna leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,” sagði Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins eftir leik dagsins. Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum. En þeir töpuðu einungis einum leik sem var heimaleikurinn gegn Norður-Makedóníu. Ísland gerði síðan jafntefli gegn Grikkjum og Norður-Makedóníu á útivelli. „Við töpum bara einum leik í allri undankeppnininni. Ég er auðvitað bara sáttur með það. Það er kannski bara heimaleikurinn hérna á móti Norður-Makedóníu sem svíður aðeins. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið efstir í riðlinum. Við verðum bara að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og læra af mistökunum.” Einungis þrjú mörk skildu liðin að í hálfleik en síðan setti Ísland í fluggírinn í seinni hálfleik. Arnór var þó ekkert óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik enda gerast góðir hlutir oft hægt. „Nútímahandbolti er bara orðinn þannig að það tekur tíma að brjóta upp varnir andstæðingsins. Það tók okkur 30 mínútur og svo gengum við bara á lagið í síðari hálfleik. “ Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik, hann skoraði 11 mörk úr 13 skotum þrátt fyrir að spila bara þessar 30 mínútur. Flest mörk Bjarka komu úr hraðaupphlaupum eins og Arnór orðar síðan skemmtilega. „Við spiluðum frábæra vörn eiginlega allan leikinn og svo komu þessi hraðaupphlaup. Bjarki var á sníkjunni og skoraði sín 11 mörk þarna í seinni hálfleik. Sem er bara frábært hjá honum en svona er að vera á sníkjunni.”
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita