Inkassodeildin er að fara af stað með nýjan þátt, Starka á völlunum, þar sem Starkaður Pétursson mun fylgjast vel með leikjum í Inkassodeildinni í sumar.
Hann fór af stað 6. júní þegar hann mætti á Ásvelli til að fylgjast með leik Hauka og Þórs. Það gekk ekki betur en svo að hann missti af leiknum.
Þá kíkti hann í Mosfellsbæ þar sem Afturelding tók á móti Magna. Þar var Gunnar hins vegar mættur og reyndi að kenna Starkarði hvernig ætti að gera þetta.
Þennan stórskemmtilega þátt má sjá hér að neðan.