Heiðruðu Rúnar fyrir framlag til Helgafellsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 12:09 Frá toppi Helgarfells í gær. Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins að því er segir í tilkynningu frá bænum. Rúnar Pálsson hlaut nýju nafnbótina og viðurkenninguna Hafnfirðingur til fyrirmyndar á toppi Helgafellsins. Rúnar fer nær daglega á fjallið og þá ýmist gangandi, hjólandi eða hlaupandi. Hann hefur til 22 ára séð um gestabókina á Helgafelli og á í dag dágott safn af gestabókum í bílskúrnum hjá sér. Gróflega má áætla að Rúnar eigi í dag um 150 bækur með alls konar skemmtilegum kveðjum frá gestum og gangandi víðs vegar að úr heiminum. Hugmyndin að gestabók á svæðinu og framkvæmdin í heild var upphaflega hans og hefur verkefnið fylgt honum öll þessi ár. Yfir sumartímann hefur Rúnar farið með eina eða fleiri gestabækur á fjallið enda þær fljótar að fyllast þegar umferðin er mikil. Bækurnar fyllast hægar yfir vetrartímann en umferðin samt orðin ótrúlega mikil um fjallið allt árið um kring þar sem „líkamsræktarstöðin“ Helgafell hentar fólki á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum og þjóðernum. „Heilsubærinn Hafnarfjörður vill með þessari viðurkenningu til Rúnars þakka honum innilega fyrir óeigingjarnt framlag sem er til mikillar fyrirmyndar. Einstaklingsframtak sem nær til alls samfélagsins og fleiri fá að njóta góðs af. Það eitt að setja upp geymslu fyrir gestabók og setja upp fyrsta eintakið er ekki sjálfgefið en að fylgja verkefni sínu og framkvæmd eftir í 22 ár er hvatningar- og lofsvert.“ Með þessu framlagi og þessari hvatningu vill Hafnarfjarðarbær leggja sitt af mörkum til verkefnisins. „Við viljum á þessum fallega degi og við þetta frábæra tilefni þakka Rúnari fyrir óeigingjarnt framlag sitt í þágu samfélagsins og á sama tíma þakka Rótarý klúbb Hafnarfjarðar og öllum þeim sem komu að uppsetningu á þessari stórglæsilegu útsýnisskífu fyrir þeirra framlag og framtak. Það eru einstaklingarnir, félögin og fyrirtækin sem bæinn byggja sem gera bæinn einstakan. Við í Hafnarfirði erum rík af fólki sem láta sig samfélagið og umhverfið varða og fyrir það erum við afar þakklát“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir eftir vígsluna á toppi Helgafellsins í gær. Hafnarfjörður Heilsa Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins að því er segir í tilkynningu frá bænum. Rúnar Pálsson hlaut nýju nafnbótina og viðurkenninguna Hafnfirðingur til fyrirmyndar á toppi Helgafellsins. Rúnar fer nær daglega á fjallið og þá ýmist gangandi, hjólandi eða hlaupandi. Hann hefur til 22 ára séð um gestabókina á Helgafelli og á í dag dágott safn af gestabókum í bílskúrnum hjá sér. Gróflega má áætla að Rúnar eigi í dag um 150 bækur með alls konar skemmtilegum kveðjum frá gestum og gangandi víðs vegar að úr heiminum. Hugmyndin að gestabók á svæðinu og framkvæmdin í heild var upphaflega hans og hefur verkefnið fylgt honum öll þessi ár. Yfir sumartímann hefur Rúnar farið með eina eða fleiri gestabækur á fjallið enda þær fljótar að fyllast þegar umferðin er mikil. Bækurnar fyllast hægar yfir vetrartímann en umferðin samt orðin ótrúlega mikil um fjallið allt árið um kring þar sem „líkamsræktarstöðin“ Helgafell hentar fólki á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum og þjóðernum. „Heilsubærinn Hafnarfjörður vill með þessari viðurkenningu til Rúnars þakka honum innilega fyrir óeigingjarnt framlag sem er til mikillar fyrirmyndar. Einstaklingsframtak sem nær til alls samfélagsins og fleiri fá að njóta góðs af. Það eitt að setja upp geymslu fyrir gestabók og setja upp fyrsta eintakið er ekki sjálfgefið en að fylgja verkefni sínu og framkvæmd eftir í 22 ár er hvatningar- og lofsvert.“ Með þessu framlagi og þessari hvatningu vill Hafnarfjarðarbær leggja sitt af mörkum til verkefnisins. „Við viljum á þessum fallega degi og við þetta frábæra tilefni þakka Rúnari fyrir óeigingjarnt framlag sitt í þágu samfélagsins og á sama tíma þakka Rótarý klúbb Hafnarfjarðar og öllum þeim sem komu að uppsetningu á þessari stórglæsilegu útsýnisskífu fyrir þeirra framlag og framtak. Það eru einstaklingarnir, félögin og fyrirtækin sem bæinn byggja sem gera bæinn einstakan. Við í Hafnarfirði erum rík af fólki sem láta sig samfélagið og umhverfið varða og fyrir það erum við afar þakklát“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir eftir vígsluna á toppi Helgafellsins í gær.
Hafnarfjörður Heilsa Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira