Háværir ökufantar gera íbúum Akureyrar lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2019 10:43 Þorvaldur Bjarni segir hljóðkútslausar druslur halda vöku fyrir íbúum á Akureyri. Honum er ekki skemmt. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður er búinn að fá nóg. Hann tjáir gremju sína á Facebook og biðlar til lögreglunnar á Akureyri. „Það er þekkt hér í bæ að örfáar mannvitsbrekkur hafa ánægju af því að þenja hljóðkútslausar druslur á nóttunni þegar börn sem þurfa hvíld til þess að vaxa og dafna eiga rétt á því að geta sofið,“ segir Þorvaldur.Erlendir gestir með bauga undir augum Bíladagar verða haldnir á Akureyri nú um helgina og víst er að það fellur misvel í kramið. Veisla hjá bílaáhugafólki en öðrum er ekki skemmt. Tónlistarmaðurinn segist sjálfur oftast vinna fram eftir og taki því eftir því og geti borið vitni um að þetta sé stöðug í gangi. „Þetta er til skammar og verður ekki til þess að ferðamenn beri bænum góða söguna. Ég er oft með erlenda gesti sem ég hitti á morgnana með bauguð augu sem minna á stór spurningamerki eftir þessar kyrru sumarnætur á Akureyri.“ Erfitt að standa þessa gaura að verki Vísir ræddi við Sigurð Sigurðsson aðalvarðstjóra á Akureyri og hann segir þetta laukrétt hjá Þorvaldi Bjarna, lögreglunni hefur borist kvartanir og svo fari þetta ekki fram hjá þeim sjálfum. Stillt veður hefur verið í þessum höfuðstað Norðurlands og því hljóðbært. Hávaðinn fari ekkert á milli mála. En það er ekki gott við að eiga.Mikið var um hraðakstur á Akureyri í kringum Bíladaga og hávaðinn fer ekki á milli mála drunur í hljóðkútslausum drossíum og ýlfur í dekkjum er að gera íbúa á Akureyri gráhærða.fbl/Auðunn„Það er ekki gott að ná í þessa ökumenn. Erfitt er að standa þá að verki þessa gaura. En, við reynum, þvælumst hér um allan bæ en það er ýmsu öðru að sinna. En, já, það er rétt. Það er ónæði út af þessu.“ Sigurður bendir á að auðvelt sé að spóla með tilheyrandi hávaða og látum í nokkrar sekúndur og komast upp með það því erfitt getur reynst að standa menn að verki. „Við höfum reynt ýmislegt. En, erum ekki með óteljandi fjölda af mannskap til að eltast við menn. Bílaklúbburinn hefur líka verið að reyna að koma skikki á þetta. Ef það hafa verið einhverjir sem eiga að keppa sem eru með einhverja stæla niður í bæ.“ Þannig að, flest bendir til þess að fólk verði að lifa við þetta. Trúlega verður aldrei friður meðan á bíladögum á Akureyri stendur. „En, ég skil vel gremju manna ef þeir geta ekki sofið. Skil að menn séu ekki hrifnir af því en við náum þeim aldrei alveg, að þagga niður í öllu bílabrölti þessa helgi. En, við berjumst.“Á vef Akureyrarbæjar er fjallað um Bíladaga og siðareglur hátíðarinnar, sem sjá má að neðan.Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamennVirðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum útiVið spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs AkureyrarGestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegirVið berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæraGestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt Akureyri Bílar Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður er búinn að fá nóg. Hann tjáir gremju sína á Facebook og biðlar til lögreglunnar á Akureyri. „Það er þekkt hér í bæ að örfáar mannvitsbrekkur hafa ánægju af því að þenja hljóðkútslausar druslur á nóttunni þegar börn sem þurfa hvíld til þess að vaxa og dafna eiga rétt á því að geta sofið,“ segir Þorvaldur.Erlendir gestir með bauga undir augum Bíladagar verða haldnir á Akureyri nú um helgina og víst er að það fellur misvel í kramið. Veisla hjá bílaáhugafólki en öðrum er ekki skemmt. Tónlistarmaðurinn segist sjálfur oftast vinna fram eftir og taki því eftir því og geti borið vitni um að þetta sé stöðug í gangi. „Þetta er til skammar og verður ekki til þess að ferðamenn beri bænum góða söguna. Ég er oft með erlenda gesti sem ég hitti á morgnana með bauguð augu sem minna á stór spurningamerki eftir þessar kyrru sumarnætur á Akureyri.“ Erfitt að standa þessa gaura að verki Vísir ræddi við Sigurð Sigurðsson aðalvarðstjóra á Akureyri og hann segir þetta laukrétt hjá Þorvaldi Bjarna, lögreglunni hefur borist kvartanir og svo fari þetta ekki fram hjá þeim sjálfum. Stillt veður hefur verið í þessum höfuðstað Norðurlands og því hljóðbært. Hávaðinn fari ekkert á milli mála. En það er ekki gott við að eiga.Mikið var um hraðakstur á Akureyri í kringum Bíladaga og hávaðinn fer ekki á milli mála drunur í hljóðkútslausum drossíum og ýlfur í dekkjum er að gera íbúa á Akureyri gráhærða.fbl/Auðunn„Það er ekki gott að ná í þessa ökumenn. Erfitt er að standa þá að verki þessa gaura. En, við reynum, þvælumst hér um allan bæ en það er ýmsu öðru að sinna. En, já, það er rétt. Það er ónæði út af þessu.“ Sigurður bendir á að auðvelt sé að spóla með tilheyrandi hávaða og látum í nokkrar sekúndur og komast upp með það því erfitt getur reynst að standa menn að verki. „Við höfum reynt ýmislegt. En, erum ekki með óteljandi fjölda af mannskap til að eltast við menn. Bílaklúbburinn hefur líka verið að reyna að koma skikki á þetta. Ef það hafa verið einhverjir sem eiga að keppa sem eru með einhverja stæla niður í bæ.“ Þannig að, flest bendir til þess að fólk verði að lifa við þetta. Trúlega verður aldrei friður meðan á bíladögum á Akureyri stendur. „En, ég skil vel gremju manna ef þeir geta ekki sofið. Skil að menn séu ekki hrifnir af því en við náum þeim aldrei alveg, að þagga niður í öllu bílabrölti þessa helgi. En, við berjumst.“Á vef Akureyrarbæjar er fjallað um Bíladaga og siðareglur hátíðarinnar, sem sjá má að neðan.Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamennVirðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum útiVið spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs AkureyrarGestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegirVið berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæraGestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt
Akureyri Bílar Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira