Lagt til að ævintýrakonan Ída Jónasdóttir fái ríkisborgararétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2019 11:33 Reikna má með 32 nýjum íslenskum ríkisborgurum innan tíðar. vísir/vilhelm Allsherja- og menntamálanefnd hefur lagt til að 32 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp til laga svo hljóðandi hefur verið lagt fyrir Alþingi. Má gera ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt. Meðal þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt er Ída Jónasdóttir Herman sem er á 94. aldursári. Ída fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Hún trúlofaðist honum eftir 48 klukkustunda kynni. Ída var til umfjöllunar í heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í ríkissjónvarpinu um páskana. Hún lætur aldurinn ekki stöðva sig í að láta drauma verða að veruleika. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining. „Ég er næstum hundrað ára. En frænka mín varð eldri en hundrað ára, þannig að ég á mörg ár framundan,“ sagði Ída. „Þannig að ég verð að skipuleggja alls konar skemmtilega hluti til að sjá og upplifa, vegna þess að kannski á ég tíu ár eftir ólifuð. Ef ekki, þá það, en ef ég á tíu ár eftir þá ætla ég ekki að sóa þeim.“ Þá er að finna fólk á listanum frá Argentínu, Bandaríkjunu, Kanada, Rússlandi og Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er til að eftirfarandi fólki verði veittur ríkisborgararéttur: 1. Agnieszka Józefina Hudzik, f. 1984 í Póllandi. 2. Alexander Kolesnyk, f. 1981 í Úkraínu. 3. Anu Junburom, f. 1955 í Taílandi. 4. Birgir Hannes Rypkema, f. 1988 á Íslandi. 5. Claudia Dahan Pétursson, f. 1960 í Bandaríkjunum. 6. Cloé Lacasse, f. 1993 í Kanada. 7. Elena Nesterova, f. 1977 í Rússlandi. 8. Elias Gastao Cumaio, f. 1998 í Mósambík. 9. Ilhan Erkek, f. 1965 í Tyrklandi. 10. Irene Anne Stringer-Maas, f. 1957 í Bandaríkjunum. 11. Ivan Nesterov, f. 1977 í Rússlandi. 12. Ída Jónasdóttir Herman, f. 1925 á Íslandi. 13. Jesse John Van Hove, f. 1987 í Kanada. 14. John J. Frantz, f. 1930 í Bandaríkjunum. 15. Jón Arthur Ferrier, f. 1958 á Íslandi. 16. Julian Mariano Burgos, f. 1970 í Argentínu. 17. Lucimara Aparecida Da Silva, f. 1977 í Brasilíu. 18. Margrét Ann Thors, f. 1987 í Bandaríkjunum. 19. Marin Duangmadan, f. 1984 í Taílandi. 20. Maxim Leonidovich Petrov, f. 1979 í Rússlandi. 21. Michael David Kowalewski, f. 1965 í Bandaríkjunum. 22. Miodrag Stankovic, f. 1967 í Serbíu. 23. Olivia Marie Harper, f. 1988 í Bandaríkjunum. 24. Patricia Da Silva Araujo, f. 1984 í Brasilíu. 25. Patrycja Natalia Urbanska, f. 1995 í Póllandi. 26. Petur Sigfusson Williams, f. 1948 á Íslandi. 27. Rafaela M. Santos Gomes Teixeira, f. 1986 í Brasilíu. 28. Regina Vaiciuniené, f. 1975 í Litháen. 29. Regína Franziska Heincke, f. 1963 í Svíþjóð. 30. Sebastian Marcin Górka, f. 1976 í Póllandi. 31. Soukaina Nigrou, f. 1990 í Marokkó. 32. Tanit Amandine Karolys Rodriguez, f. 1988 í Ekvador. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Allsherja- og menntamálanefnd hefur lagt til að 32 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp til laga svo hljóðandi hefur verið lagt fyrir Alþingi. Má gera ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt. Meðal þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt er Ída Jónasdóttir Herman sem er á 94. aldursári. Ída fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Hún trúlofaðist honum eftir 48 klukkustunda kynni. Ída var til umfjöllunar í heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í ríkissjónvarpinu um páskana. Hún lætur aldurinn ekki stöðva sig í að láta drauma verða að veruleika. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining. „Ég er næstum hundrað ára. En frænka mín varð eldri en hundrað ára, þannig að ég á mörg ár framundan,“ sagði Ída. „Þannig að ég verð að skipuleggja alls konar skemmtilega hluti til að sjá og upplifa, vegna þess að kannski á ég tíu ár eftir ólifuð. Ef ekki, þá það, en ef ég á tíu ár eftir þá ætla ég ekki að sóa þeim.“ Þá er að finna fólk á listanum frá Argentínu, Bandaríkjunu, Kanada, Rússlandi og Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er til að eftirfarandi fólki verði veittur ríkisborgararéttur: 1. Agnieszka Józefina Hudzik, f. 1984 í Póllandi. 2. Alexander Kolesnyk, f. 1981 í Úkraínu. 3. Anu Junburom, f. 1955 í Taílandi. 4. Birgir Hannes Rypkema, f. 1988 á Íslandi. 5. Claudia Dahan Pétursson, f. 1960 í Bandaríkjunum. 6. Cloé Lacasse, f. 1993 í Kanada. 7. Elena Nesterova, f. 1977 í Rússlandi. 8. Elias Gastao Cumaio, f. 1998 í Mósambík. 9. Ilhan Erkek, f. 1965 í Tyrklandi. 10. Irene Anne Stringer-Maas, f. 1957 í Bandaríkjunum. 11. Ivan Nesterov, f. 1977 í Rússlandi. 12. Ída Jónasdóttir Herman, f. 1925 á Íslandi. 13. Jesse John Van Hove, f. 1987 í Kanada. 14. John J. Frantz, f. 1930 í Bandaríkjunum. 15. Jón Arthur Ferrier, f. 1958 á Íslandi. 16. Julian Mariano Burgos, f. 1970 í Argentínu. 17. Lucimara Aparecida Da Silva, f. 1977 í Brasilíu. 18. Margrét Ann Thors, f. 1987 í Bandaríkjunum. 19. Marin Duangmadan, f. 1984 í Taílandi. 20. Maxim Leonidovich Petrov, f. 1979 í Rússlandi. 21. Michael David Kowalewski, f. 1965 í Bandaríkjunum. 22. Miodrag Stankovic, f. 1967 í Serbíu. 23. Olivia Marie Harper, f. 1988 í Bandaríkjunum. 24. Patricia Da Silva Araujo, f. 1984 í Brasilíu. 25. Patrycja Natalia Urbanska, f. 1995 í Póllandi. 26. Petur Sigfusson Williams, f. 1948 á Íslandi. 27. Rafaela M. Santos Gomes Teixeira, f. 1986 í Brasilíu. 28. Regina Vaiciuniené, f. 1975 í Litháen. 29. Regína Franziska Heincke, f. 1963 í Svíþjóð. 30. Sebastian Marcin Górka, f. 1976 í Póllandi. 31. Soukaina Nigrou, f. 1990 í Marokkó. 32. Tanit Amandine Karolys Rodriguez, f. 1988 í Ekvador.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira