Tilbúinn að taka við upplýsingum um mótframbjóðanda þó þær komi frá erlendum ríkisstjórnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2019 11:26 Bandaríkjaforseti hefur aldrei hringt í alríkislögregluna. WH/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mögulega vera reiðubúinn að taka við upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum Bandaríkjanna á næsta ári. Ekki sé víst að hann myndi láta bandarísku alríkislögregluna, FBI, vita ef hann fengi tilboð um að nálgast slíkar upplýsingar, þrátt fyrir það mikla fár í kringum samskipti framboðs hans við Rússa í aðdraganda kosninganna 2016. Í viðtali við bandaríska miðilinn ABC sagðist Trump vera opinn fyrir því að taka við upplýsingum sem gætu komið höggi á andstæðing hans í kosningunum, þrátt fyrir að þær kæmu frá ríkisstjórnum erlendra ríkja. Hann sagði ólíklegt að hann kynni að hafa samband við FBI vegna slíks máls, en honum gæti þó hugnast að gera bæði. Það er, taka við upplýsingunum og láta alríkislögregluna vita af afskiptum erlendra aðila af kosningunum.EXCLUSIVE: Pres. Trump tells @GStephanopoulos he wouldn't necessarily alert the FBI if approached by foreign figures with information on his 2020 opponent: "It’s not an interference. They have information. I think I’d take it." https://t.co/yWRxMOaFqWpic.twitter.com/qwLw53s5yc — ABC News (@ABC) June 12, 2019 „Ég held að maður gæti viljað hlusta, það er ekkert að því að hlusta. Ef einhver hringdi frá öðru landi, til dæmis Noregi, [og segði] „ég er með upplýsingar um andstæðing þinn,“ þá held ég að ég myndi vilja heyra meira,“ sagði Trump í viðtalinu þar sem hann hafnaði því að hægt væri að líta á upplýsingar um mótframbjóðanda sinn, sem komnar væru frá erlendri ríkisstjórn, sem afskipti erlendra aðila af kosningunum. „Það eru ekki afskipti, þeir [erlendir aðilar] eru með upplýsingar. Ég held að ég myndi taka þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi mögulega hafa samband við alríkislögregluna ef hann teldi „eitthvað vera að,“ en fór þó ekki nánar út í hvað það merkti í hans huga að eitthvað væri í slíkum tilfellum. Hann sagði einnig að allir þingmenn Bandaríkjanna léku svipaðan leik í kosningabaráttu sinni. „Þegar þú talar hreinskilnislega við þingmenn kemstu að því að þeir gera þetta allir, og hafa alltaf gert. Þannig er það bara. Þetta kallast að rannsaka andstæðinginn.“ Trump beindi athyglinni að syni sínum, Donald Trump yngri, sem eins og frægt er orðið fundaði með fulltrúa rússneskra yfirvalda í því skyni að verða framboði föður síns mögulega úti um upplýsingar sem gætu komið höggi á Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016.Donald Trump Jr.Leigh Vogel/Getty„Einhver kemur til þín og segist vera með upplýsingar um andstæðing þinn, hringir þú þá í alríkislögregluna?“ spurði Trump í því samhengi. „Ég skal segja þér það, ég hef séð margt í gegn um ævina. Ég hef aldrei hringt í alríkislögregluna í lífi mínu. Maður hringir ekkert í alríkislögregluna. Þú rekur einhvern út af skrifstofunni þinni, þú gerir það sem þú gerir. Góði besti, lífið virkar ekki þannig,“ sagði Trump við blaðamanninn George Stephanopoulos. Stephanopoulos benti Trump á að forstjóri alríkislögreglunnar, Christopher Wray, hefði í síðasta mánuði sagt í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi að alríkislögreglan myndi vilja vita um hvers kyns tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Forstjóri alríkislögreglunnar hefur rangt fyrir sér,“ sagði Trump þá. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mögulega vera reiðubúinn að taka við upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum Bandaríkjanna á næsta ári. Ekki sé víst að hann myndi láta bandarísku alríkislögregluna, FBI, vita ef hann fengi tilboð um að nálgast slíkar upplýsingar, þrátt fyrir það mikla fár í kringum samskipti framboðs hans við Rússa í aðdraganda kosninganna 2016. Í viðtali við bandaríska miðilinn ABC sagðist Trump vera opinn fyrir því að taka við upplýsingum sem gætu komið höggi á andstæðing hans í kosningunum, þrátt fyrir að þær kæmu frá ríkisstjórnum erlendra ríkja. Hann sagði ólíklegt að hann kynni að hafa samband við FBI vegna slíks máls, en honum gæti þó hugnast að gera bæði. Það er, taka við upplýsingunum og láta alríkislögregluna vita af afskiptum erlendra aðila af kosningunum.EXCLUSIVE: Pres. Trump tells @GStephanopoulos he wouldn't necessarily alert the FBI if approached by foreign figures with information on his 2020 opponent: "It’s not an interference. They have information. I think I’d take it." https://t.co/yWRxMOaFqWpic.twitter.com/qwLw53s5yc — ABC News (@ABC) June 12, 2019 „Ég held að maður gæti viljað hlusta, það er ekkert að því að hlusta. Ef einhver hringdi frá öðru landi, til dæmis Noregi, [og segði] „ég er með upplýsingar um andstæðing þinn,“ þá held ég að ég myndi vilja heyra meira,“ sagði Trump í viðtalinu þar sem hann hafnaði því að hægt væri að líta á upplýsingar um mótframbjóðanda sinn, sem komnar væru frá erlendri ríkisstjórn, sem afskipti erlendra aðila af kosningunum. „Það eru ekki afskipti, þeir [erlendir aðilar] eru með upplýsingar. Ég held að ég myndi taka þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi mögulega hafa samband við alríkislögregluna ef hann teldi „eitthvað vera að,“ en fór þó ekki nánar út í hvað það merkti í hans huga að eitthvað væri í slíkum tilfellum. Hann sagði einnig að allir þingmenn Bandaríkjanna léku svipaðan leik í kosningabaráttu sinni. „Þegar þú talar hreinskilnislega við þingmenn kemstu að því að þeir gera þetta allir, og hafa alltaf gert. Þannig er það bara. Þetta kallast að rannsaka andstæðinginn.“ Trump beindi athyglinni að syni sínum, Donald Trump yngri, sem eins og frægt er orðið fundaði með fulltrúa rússneskra yfirvalda í því skyni að verða framboði föður síns mögulega úti um upplýsingar sem gætu komið höggi á Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016.Donald Trump Jr.Leigh Vogel/Getty„Einhver kemur til þín og segist vera með upplýsingar um andstæðing þinn, hringir þú þá í alríkislögregluna?“ spurði Trump í því samhengi. „Ég skal segja þér það, ég hef séð margt í gegn um ævina. Ég hef aldrei hringt í alríkislögregluna í lífi mínu. Maður hringir ekkert í alríkislögregluna. Þú rekur einhvern út af skrifstofunni þinni, þú gerir það sem þú gerir. Góði besti, lífið virkar ekki þannig,“ sagði Trump við blaðamanninn George Stephanopoulos. Stephanopoulos benti Trump á að forstjóri alríkislögreglunnar, Christopher Wray, hefði í síðasta mánuði sagt í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi að alríkislögreglan myndi vilja vita um hvers kyns tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Forstjóri alríkislögreglunnar hefur rangt fyrir sér,“ sagði Trump þá.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira