Borgari nefndur eftir Stefáni Karli kynntur á Hamborgarafabrikkunni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júní 2019 07:15 Jóhannes Ásbjörnsson, eigandi Fabrikkunnar, ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu Stefáns Karls. Hamborgarafabrikkan ásamt Stefáni Karli og snjallbýli hans, Sprettu, hófu vinnslu á skemmtilegu og áhugaverðu verkefni fyrir tæplega ári. Stefán kvaddi allt of ungur, en nú hefur hamborgari nefndur eftir honum loksins verið opinberaður og er fáanlegur á öllum stöðum Hamborgarafabrikkunnar. Kokkateymi veitingastaðarins, undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófst handa með þeim Steinunni Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur hjá Sprettu við að þróa borgarann. Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til Fabrikkunnar og vildu klára verkefnið að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eiganda Hamborgarafabrikkunnar. „Fegurðin í þessu kvöldi var sú að þetta voru fyrst og fremst fjölskylda og vinir Steinunnar og Stefáns,“ segir Jóhannes. „Steinunn sá alfarið um að bjóða á viðburðinn. Um 60-70 manns mættu á svæðið og voru allir gestir einróma um að þarna væri um einn allra besta borgarann á matseðli staðarins að ræða,“ bætir hann við. „Jakob Frímann hélt ræðu við tilefnið líkt og hans er von og vísa. Það gladdi mig svo mikið í dag að hann hafði samband og sagði að það mætti hafa eftir honum að sér þætti borgarinn afar glaður í bragði, rétt eins og sá sem hann er kenndur við. Mér fannst það alveg frábær lýsing á borgaranum.“ Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Hann er með ferskum sprettum, döðlu-lauk-chutney sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er svo borinn fram í nýrri tegund af Fabrikkubrauði og með stökkum frönskum. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann Síðustu kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ sagði Steinunn Ólína við tilefnið. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Hamborgarafabrikkan ásamt Stefáni Karli og snjallbýli hans, Sprettu, hófu vinnslu á skemmtilegu og áhugaverðu verkefni fyrir tæplega ári. Stefán kvaddi allt of ungur, en nú hefur hamborgari nefndur eftir honum loksins verið opinberaður og er fáanlegur á öllum stöðum Hamborgarafabrikkunnar. Kokkateymi veitingastaðarins, undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófst handa með þeim Steinunni Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur hjá Sprettu við að þróa borgarann. Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til Fabrikkunnar og vildu klára verkefnið að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eiganda Hamborgarafabrikkunnar. „Fegurðin í þessu kvöldi var sú að þetta voru fyrst og fremst fjölskylda og vinir Steinunnar og Stefáns,“ segir Jóhannes. „Steinunn sá alfarið um að bjóða á viðburðinn. Um 60-70 manns mættu á svæðið og voru allir gestir einróma um að þarna væri um einn allra besta borgarann á matseðli staðarins að ræða,“ bætir hann við. „Jakob Frímann hélt ræðu við tilefnið líkt og hans er von og vísa. Það gladdi mig svo mikið í dag að hann hafði samband og sagði að það mætti hafa eftir honum að sér þætti borgarinn afar glaður í bragði, rétt eins og sá sem hann er kenndur við. Mér fannst það alveg frábær lýsing á borgaranum.“ Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Hann er með ferskum sprettum, döðlu-lauk-chutney sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er svo borinn fram í nýrri tegund af Fabrikkubrauði og með stökkum frönskum. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann Síðustu kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ sagði Steinunn Ólína við tilefnið.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira