Framtakssjóðurinn fékk tvö hundruð milljóna eingreiðslu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2019 06:30 Framtakssjóðurinn seldi hlut í Advania 2014 og 2015. Fréttablaðið/Ernir Meirihlutaeigendur Advania, sem keyptu hlut Framtakssjóðs Íslands í upplýsingatæknifélaginu á árunum 2014 og 2015, greiddu sjóðnum 200 milljónir króna í byrjun ársins. Upplýst er um eingreiðsluna í nýjum ársreikningi Framtakssjóðsins en þar kemur fram að við kaupin hafi kaupendurnir skuldbundið sig til þess að standa skil á greiðslunni ef hlutabréf í félaginu yrðu ekki skráð á verðbréfamarkað fyrir lok árs 2018. Finnski fjárfestingasjóðurinn Nordic Mezzanine, sænskir fjárfestar og lykilstjórnendur Advania keyptu sem kunnugt er 71 prósents hlut Framtakssjóðsins í upplýsingatæknifélaginu á árunum 2014 og 2015 en við það tilefni var jafnframt tilkynnt um að stefnt yrði að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi. Þau áform hafa enn ekki gengið eftir og sagði Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið í fyrra að með tilkomu fjárfestingarsjóðsins VIA equity og danska lífeyrissjóðsins PFA í hluthafahóp félagsins – en sjóðirnir keyptu 30 prósenta hlut í Advania síðasta haust og lögðu félaginu auk þess til aukið hlutafé – hefði dregið úr líkunum á að af skráningu yrði á næstu misserum. Á aðalfundi Framtakssjóðsins í lok síðasta mánaðar var samþykkt að greiða út 2,4 milljarða króna arð til hluthafa, sem eru fjórtán lífeyrissjóðir, Landsbankinn og VÍS, í tvennu lagi. 500 milljónir króna verða greiddar í þessum mánuði og 1.900 milljónir króna í nóvember. Eftir umræddar útgreiðslur, sem skýrast aðallega af sölu á dótturfélagi Icelandic Group auk ávöxtunar bundinna fjármuna, hefur Framtakssjóðurinn alls greitt út 88,6 milljarða króna til hluthafa en kallað inn 43,3 milljarða króna. Vænt innri ávöxtun sjóðsins frá upphafi er 22,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Meirihlutaeigendur Advania, sem keyptu hlut Framtakssjóðs Íslands í upplýsingatæknifélaginu á árunum 2014 og 2015, greiddu sjóðnum 200 milljónir króna í byrjun ársins. Upplýst er um eingreiðsluna í nýjum ársreikningi Framtakssjóðsins en þar kemur fram að við kaupin hafi kaupendurnir skuldbundið sig til þess að standa skil á greiðslunni ef hlutabréf í félaginu yrðu ekki skráð á verðbréfamarkað fyrir lok árs 2018. Finnski fjárfestingasjóðurinn Nordic Mezzanine, sænskir fjárfestar og lykilstjórnendur Advania keyptu sem kunnugt er 71 prósents hlut Framtakssjóðsins í upplýsingatæknifélaginu á árunum 2014 og 2015 en við það tilefni var jafnframt tilkynnt um að stefnt yrði að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi. Þau áform hafa enn ekki gengið eftir og sagði Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið í fyrra að með tilkomu fjárfestingarsjóðsins VIA equity og danska lífeyrissjóðsins PFA í hluthafahóp félagsins – en sjóðirnir keyptu 30 prósenta hlut í Advania síðasta haust og lögðu félaginu auk þess til aukið hlutafé – hefði dregið úr líkunum á að af skráningu yrði á næstu misserum. Á aðalfundi Framtakssjóðsins í lok síðasta mánaðar var samþykkt að greiða út 2,4 milljarða króna arð til hluthafa, sem eru fjórtán lífeyrissjóðir, Landsbankinn og VÍS, í tvennu lagi. 500 milljónir króna verða greiddar í þessum mánuði og 1.900 milljónir króna í nóvember. Eftir umræddar útgreiðslur, sem skýrast aðallega af sölu á dótturfélagi Icelandic Group auk ávöxtunar bundinna fjármuna, hefur Framtakssjóðurinn alls greitt út 88,6 milljarða króna til hluthafa en kallað inn 43,3 milljarða króna. Vænt innri ávöxtun sjóðsins frá upphafi er 22,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira