Barist fyrir norskum hagsmunum Jón Kaldal skrifar 13. júní 2019 09:45 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar. Í þessari hagsmunabaráttu gengur SFS erinda moldríkra norskra laxeldisrisafyrirtækja sem eiga sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi að langstærstu leyti. Ólíkt því sem gildir um íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru engar takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila á fiskeldisfyrirtækjum. Þegar losað var um þær takmarkanir í atvinnurekstri fyrir nokkrum árum komu fram ábendingar um mikilvægi þess að verja íslenska hagsmuni með því að festa í lög ramma um nýtingu auðlinda. Benti meðal annars Viðskiptaráð Íslands á þetta grundvallarmál í aðdraganda þess að lögunum var breytt. Mikilvægt er að átta sig á því að málið snýst um sanngjarnt gjald fyrir notkun á afmörkuðum hafsvæðum sem tilheyra sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta eru takmörkuð og mjög eftirsótt gæði sem hafa fyrir vikið ákveðið verðgildi. Tillaga SFS um að útdeila þessum verðmætum án þess að eigendur þeirra, íslenska þjóðin, fái endurgjald nær engri átt. Af hverju á að gefa norskum risafyrirtækjum þessi afnot hér? Norðmenn hafa ekki innheimt auðlindagjald en þar fær þjóðin hins vegar greiddar háar upphæðir fyrir ný leyfi. Á uppboði norskra stjórnvalda í fyrrasumar var lágmarksverð 1,7 milljónir íslenskra króna fyrir hvert tonn í sjókvíaeldi og fór hæst í rúmlega þrjár milljónir króna. Hér kosta ný leyfi ekki neitt. Ef norsku fyrirtækin hefðu þurft að kaupa þessi leyfi á heimamarkaði hefðu þau þurft að greiða 100 til 180 milljarða íslenskra króna fyrir sambærilegt magn og stjórnvöld hafa deilt út frítt hér. Eignarhlutar í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækum ganga nú þegar kaupum og sölum fyrir feikilega háar upphæðir. Söluvaran er fyrst og fremst afnot af sameign þjóðarinnar, sem fær hins vegar ekkert fyrir sinn snúð, ef farið verður að vilja SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Jón Kaldal Sjávarútvegur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar. Í þessari hagsmunabaráttu gengur SFS erinda moldríkra norskra laxeldisrisafyrirtækja sem eiga sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi að langstærstu leyti. Ólíkt því sem gildir um íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru engar takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila á fiskeldisfyrirtækjum. Þegar losað var um þær takmarkanir í atvinnurekstri fyrir nokkrum árum komu fram ábendingar um mikilvægi þess að verja íslenska hagsmuni með því að festa í lög ramma um nýtingu auðlinda. Benti meðal annars Viðskiptaráð Íslands á þetta grundvallarmál í aðdraganda þess að lögunum var breytt. Mikilvægt er að átta sig á því að málið snýst um sanngjarnt gjald fyrir notkun á afmörkuðum hafsvæðum sem tilheyra sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta eru takmörkuð og mjög eftirsótt gæði sem hafa fyrir vikið ákveðið verðgildi. Tillaga SFS um að útdeila þessum verðmætum án þess að eigendur þeirra, íslenska þjóðin, fái endurgjald nær engri átt. Af hverju á að gefa norskum risafyrirtækjum þessi afnot hér? Norðmenn hafa ekki innheimt auðlindagjald en þar fær þjóðin hins vegar greiddar háar upphæðir fyrir ný leyfi. Á uppboði norskra stjórnvalda í fyrrasumar var lágmarksverð 1,7 milljónir íslenskra króna fyrir hvert tonn í sjókvíaeldi og fór hæst í rúmlega þrjár milljónir króna. Hér kosta ný leyfi ekki neitt. Ef norsku fyrirtækin hefðu þurft að kaupa þessi leyfi á heimamarkaði hefðu þau þurft að greiða 100 til 180 milljarða íslenskra króna fyrir sambærilegt magn og stjórnvöld hafa deilt út frítt hér. Eignarhlutar í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækum ganga nú þegar kaupum og sölum fyrir feikilega háar upphæðir. Söluvaran er fyrst og fremst afnot af sameign þjóðarinnar, sem fær hins vegar ekkert fyrir sinn snúð, ef farið verður að vilja SFS.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun