Miðflokksmenn sátu hjá við afgreiðslu frumvarps um loftslagsmál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 11:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni og sagði aðgerðirnar vera of hefðbundnar. FBL/Anton Brink Þingflokkur Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp um loftslagsmál. Frumvarpið var samþykkt á þingfundi í dag með 45 atkvæðum og gengur það nú til þriðju umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Lagt er til að ákvæði laganna um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði uppfært með það að markmiði að styrkja áætlunina sem stjórntæki til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 og til að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Að auki er lagt til ákvæði sem kveður á um aðlögun að loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að loftslagsráð verði lögfest og að kveðið verði á um hlutverk og verkefni þess í lögum og sérstaklega tekið fram að ráðið verði sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Kveðið er á um reglulega skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverks Umhverfisstofnunar í tengslum við gerð loftslagsstefnu stofnana ríkisins nemi 14. milljónum kr. árlega. Þingmenn Miðflokksins Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson sátu sem fyrr segir öll hjá við afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að nálgun, á borð við þá sem boðuð er í stjórnarfrumvarpinu, skili oft engum árangri. Nálgunin geti jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga.Fbl/EyþórOf hefðbundnar aðgerðir að mati Sigmundar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni en hann sagði að með stjórnarfrumvarpinu sé verið að fást við mikilvægt viðfangsefni með allt of hefðbundnum aðferðum. „Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri,“ segir Sigmundur. Hann er þeirrar skoðunar að með frumvarpinu sé verið að búa til „meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina,“ án þess að búið sé að sýna fram á að það muni skila árangri að mati Sigmundar. „Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmála.“Stjórnarfrumvarp um loftslagsmál var samþykkt með 45 atkvæðum en þingflokkur Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.Alþingi Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp um loftslagsmál. Frumvarpið var samþykkt á þingfundi í dag með 45 atkvæðum og gengur það nú til þriðju umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Lagt er til að ákvæði laganna um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði uppfært með það að markmiði að styrkja áætlunina sem stjórntæki til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 og til að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Að auki er lagt til ákvæði sem kveður á um aðlögun að loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að loftslagsráð verði lögfest og að kveðið verði á um hlutverk og verkefni þess í lögum og sérstaklega tekið fram að ráðið verði sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Kveðið er á um reglulega skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverks Umhverfisstofnunar í tengslum við gerð loftslagsstefnu stofnana ríkisins nemi 14. milljónum kr. árlega. Þingmenn Miðflokksins Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson sátu sem fyrr segir öll hjá við afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að nálgun, á borð við þá sem boðuð er í stjórnarfrumvarpinu, skili oft engum árangri. Nálgunin geti jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga.Fbl/EyþórOf hefðbundnar aðgerðir að mati Sigmundar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni en hann sagði að með stjórnarfrumvarpinu sé verið að fást við mikilvægt viðfangsefni með allt of hefðbundnum aðferðum. „Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri,“ segir Sigmundur. Hann er þeirrar skoðunar að með frumvarpinu sé verið að búa til „meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina,“ án þess að búið sé að sýna fram á að það muni skila árangri að mati Sigmundar. „Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmála.“Stjórnarfrumvarp um loftslagsmál var samþykkt með 45 atkvæðum en þingflokkur Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.Alþingi
Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira