Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2019 06:15 Forsvarsmenn Á móti straumnum vilja fara varlega í uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Fréttablaðið/Pjetur Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndarsamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heimila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldarfjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veitingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxalús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og tilvik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvörpunum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrrnefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samningurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðsmanna. Aðstandendur landsliðsins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndarsamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heimila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldarfjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veitingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxalús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og tilvik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvörpunum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrrnefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samningurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðsmanna. Aðstandendur landsliðsins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira