Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, sakar Carolu Rackete, skipstjóra björgunarskips sem kom ólöglega í land í Lampedusa á föstudag, um að hafa reynt að sökkva skipum lögreglu. BBC segir frá.
Björgunarskipið, Sea-Watch 3, sem ferjaði flóttafólk til hafnar í Miðjarðarhafinu hafði flotið fyrir utan höfnina í Lampedusa í tvær vikur áður en ákvörðun var tekin og lagt að.
Salvini segir Rackete seka um stríðsaðgerðir. „Hún reyndi að sökkva fullmönnuðum lögreglubát að næturlagið. Þau segjast vera að bjarga lífum en þau lögðu líf lögreglumannanna í hættu, það er ljóst.“ sagði Salvini og bætti við, „Hundrað tonna bátur reyndi að rekast á lítinn lögreglubát en lögreglumennirnir komust undan. Þetta er glæpsamlegt athæfi, stríðsaðgerðir.“
Rackete sem var handtekin í höfn í Lampedusa bíður mögulega 10 ára fangelsisdómur verði hún sakfelld. Rackete hafði bjargað 53 flóttamönnum af fleka þeirra út af ströndum Líbíu.
Segir skipstjóra björgunarskipsins hafa reynt að sökkva lögreglubátum

Tengdar fréttir

Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda
Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur.

Skipstjóri björgunarskipsins segir Evrópuþjóðir hafa engan áhuga á að leysa vandann
Skipstjórinn segist hafa reynt árangurslaust að koma á samstarfi við yfirvöld víða um álfuna.