Býst við að færa mig um set Hjörvar Ólafsson skrifar 29. júní 2019 10:30 Árni Vilhjálmsson fann sig vel þegar hann lék með Chornomorets Odesa í Úkraínu. Hann leitar nú að nýrri áskorun fréttablaðið Framherjinn Árni Vilhjálmsson átti góðu gengi að fagna með úkraínska liðinu Chornomorets Odesa á meðan hann lék þar undanfarna mánuði. Árni lék þar sem lánsmaður frá pólska félaginu Bruk-Bet Termalica Nieciecza þar sem hann er samningsbundinn næstu tvö árin. Bruk-Bet Termalica Nieciecza leikur í pólsku B-deildinni en frammistaða Árna með Chornomorets Odesa vakti athygli bæði hjá öðrum félögum í Úkraínu sem og á meginlandi Evrópu. Árni býst því frekar við því en ekki að hann yfirgefi herbúðir Bruk-Bet Termalica Nieciecza. „Fótboltinn sem spilaður er í Úkraínu hentar mér mjög vel og að mörgu leyti betur en hérna í B-deildinni í Póllandi og það sem ég kynntist allavega í Noregi og Svíþjóð. Úkraínska deildin er sterk og er meðal annars talin níunda besta deild Evrópu af UEFA þannig að það segir sitt. Liðin spila frekar taktískt en eru tæknilega góð og vilja spila boltanum með jörðinni. Mér líkar sá leikstíll og eiginleikar mínir sem knattspyrnumanns eru þannig að ég spila betur í þannig umhverfi,“ segir Árni í samtali við Fréttablaðið um tíma sinn í Úkraínu en þar skoraði hann sjö mörk í 12 leikjum.Þjálfarar kunna vel við Íslendinga Töluverður fjöldi íslenskra leikmanna hefur farið til Póllands og annarra landa í Austur-Evrópu síðustu ár og Árni segist finna fyrir því að talað sé vel um íslenska leikmenn á þessum slóðum. „Ég held að ástæðan fyrir því að pólsk lið og lið frá öðrum löndum í Austur-Evrópu hafa verið að sækjast í það að fá til sín íslenska leikmenn sé bæði að við erum góðir í fótbolta og þá fer það orðspor af okkur að við vælum ekki yfir erfiðum æfingum eða því hvar við erum látnir spila á vellinum.“ „Þeir þjálfarar sem ég hef haft hérna og hafa verið með íslenska leikmenn í sínum liðum tala um það að það sé mjög gott að vinna með okkur. Þjálfarinn sem ég var með í Odesa sagði til dæmis að hann hefði áður unnið með Eggerti Gunnþóri Jónssyni og það hefði verið mjög þægilegt,“ segir hann um mögulega ástæðu þess að austur-evrópsk lið séu áhugasöm um að vera með íslenska leikmenn á sínum snærum.Odesa algjör paradís á jörð „Mér leið mjög vel í Úkraínu og Odesa er algerlega frábær borg. Ég get alveg viðurkennt það að ég var svolítið smeykur við að fara þangað þar sem það er stríð í gangi þarna. Eftir að hafa kynnt mér málið og rætt við liðsfélaga minn hjá BrukBet Termalica Nieciecza sem er frá Úkraínu ákvað ég að kýla á þetta. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því.“ „Odesa er algjör paradís og hún er víst kölluð Ibiza norðursins. Kærastan mín var eiginlega frekar ósátt við að við værum að fara þannig að það er töluverð pressa á mér að finna mér lið í huggulegri borg,“ segir hann léttur. „Eftir að ég kom til baka til Póllands til þess að taka þátt í undirbúningstímabilinu settist ég niður með forráðamönnum Bruk-Bet Term alica Nieciecza og þeir hafa látið mig vita að það sé áhugi á mér bæði frá Úkraínu og Mið-Evrópu og nú er bara planið að finna tilboð sem hentar félaginu og mér vel.”Hefur metnað til þess að taka næsta skref „Mig langar að spila í sterkari deild en B-deildinni í Póllandi. Bæði fyrir mig sjálfan til þess að þróa minn feril og til þess að vera sýnilegri og eiga meiri möguleika á að vinna mér sæti í landsliðinu,“ segir markaskorarinn úr Kópavogi um framhaldið. Árni hefur meðal annars verið orðaður við Dynamo Kiev sem hefur verið ansi sigursælt í Úkraínu síðustu tvo áratugi en liðið hefur níu sinnum orðið Úkraínumeistari frá aldamótum og til viðbótar orðið sjö sinnum bikarmeistari. Þá eru úkraínsku liðin Desna, Karpaty, Lvov, Vorska og Oleksandr iya sögð áhugasöm, ásamt FC Ufa í Rússlandi, Craiova í Rúmeníu og nokkrum félögum í pólsku úrvalsdeildinni. „Næstu vikur fara þá bara í það að koma mér í gott stand í hörku undirbúningstímabili hér í Póllandi og funda um næstu skref. Æfingarnar hérna eru svolítið af gamla skólanum í þeim skilningi að það er mikið hlaupið og frekar mikil áhersla á líkamlegan styrk. Ég hef alveg kynnst því að ganga í gegnum skógarhlaup í tíu stiga frosti þannig að ég er ýmsu vanur,“ segir Árni um komandi vikur. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Framherjinn Árni Vilhjálmsson átti góðu gengi að fagna með úkraínska liðinu Chornomorets Odesa á meðan hann lék þar undanfarna mánuði. Árni lék þar sem lánsmaður frá pólska félaginu Bruk-Bet Termalica Nieciecza þar sem hann er samningsbundinn næstu tvö árin. Bruk-Bet Termalica Nieciecza leikur í pólsku B-deildinni en frammistaða Árna með Chornomorets Odesa vakti athygli bæði hjá öðrum félögum í Úkraínu sem og á meginlandi Evrópu. Árni býst því frekar við því en ekki að hann yfirgefi herbúðir Bruk-Bet Termalica Nieciecza. „Fótboltinn sem spilaður er í Úkraínu hentar mér mjög vel og að mörgu leyti betur en hérna í B-deildinni í Póllandi og það sem ég kynntist allavega í Noregi og Svíþjóð. Úkraínska deildin er sterk og er meðal annars talin níunda besta deild Evrópu af UEFA þannig að það segir sitt. Liðin spila frekar taktískt en eru tæknilega góð og vilja spila boltanum með jörðinni. Mér líkar sá leikstíll og eiginleikar mínir sem knattspyrnumanns eru þannig að ég spila betur í þannig umhverfi,“ segir Árni í samtali við Fréttablaðið um tíma sinn í Úkraínu en þar skoraði hann sjö mörk í 12 leikjum.Þjálfarar kunna vel við Íslendinga Töluverður fjöldi íslenskra leikmanna hefur farið til Póllands og annarra landa í Austur-Evrópu síðustu ár og Árni segist finna fyrir því að talað sé vel um íslenska leikmenn á þessum slóðum. „Ég held að ástæðan fyrir því að pólsk lið og lið frá öðrum löndum í Austur-Evrópu hafa verið að sækjast í það að fá til sín íslenska leikmenn sé bæði að við erum góðir í fótbolta og þá fer það orðspor af okkur að við vælum ekki yfir erfiðum æfingum eða því hvar við erum látnir spila á vellinum.“ „Þeir þjálfarar sem ég hef haft hérna og hafa verið með íslenska leikmenn í sínum liðum tala um það að það sé mjög gott að vinna með okkur. Þjálfarinn sem ég var með í Odesa sagði til dæmis að hann hefði áður unnið með Eggerti Gunnþóri Jónssyni og það hefði verið mjög þægilegt,“ segir hann um mögulega ástæðu þess að austur-evrópsk lið séu áhugasöm um að vera með íslenska leikmenn á sínum snærum.Odesa algjör paradís á jörð „Mér leið mjög vel í Úkraínu og Odesa er algerlega frábær borg. Ég get alveg viðurkennt það að ég var svolítið smeykur við að fara þangað þar sem það er stríð í gangi þarna. Eftir að hafa kynnt mér málið og rætt við liðsfélaga minn hjá BrukBet Termalica Nieciecza sem er frá Úkraínu ákvað ég að kýla á þetta. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því.“ „Odesa er algjör paradís og hún er víst kölluð Ibiza norðursins. Kærastan mín var eiginlega frekar ósátt við að við værum að fara þannig að það er töluverð pressa á mér að finna mér lið í huggulegri borg,“ segir hann léttur. „Eftir að ég kom til baka til Póllands til þess að taka þátt í undirbúningstímabilinu settist ég niður með forráðamönnum Bruk-Bet Term alica Nieciecza og þeir hafa látið mig vita að það sé áhugi á mér bæði frá Úkraínu og Mið-Evrópu og nú er bara planið að finna tilboð sem hentar félaginu og mér vel.”Hefur metnað til þess að taka næsta skref „Mig langar að spila í sterkari deild en B-deildinni í Póllandi. Bæði fyrir mig sjálfan til þess að þróa minn feril og til þess að vera sýnilegri og eiga meiri möguleika á að vinna mér sæti í landsliðinu,“ segir markaskorarinn úr Kópavogi um framhaldið. Árni hefur meðal annars verið orðaður við Dynamo Kiev sem hefur verið ansi sigursælt í Úkraínu síðustu tvo áratugi en liðið hefur níu sinnum orðið Úkraínumeistari frá aldamótum og til viðbótar orðið sjö sinnum bikarmeistari. Þá eru úkraínsku liðin Desna, Karpaty, Lvov, Vorska og Oleksandr iya sögð áhugasöm, ásamt FC Ufa í Rússlandi, Craiova í Rúmeníu og nokkrum félögum í pólsku úrvalsdeildinni. „Næstu vikur fara þá bara í það að koma mér í gott stand í hörku undirbúningstímabili hér í Póllandi og funda um næstu skref. Æfingarnar hérna eru svolítið af gamla skólanum í þeim skilningi að það er mikið hlaupið og frekar mikil áhersla á líkamlegan styrk. Ég hef alveg kynnst því að ganga í gegnum skógarhlaup í tíu stiga frosti þannig að ég er ýmsu vanur,“ segir Árni um komandi vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira