Vöktu athygli á mannréttindabrotum í veislu bandaríska sendiráðsins: „Þetta er gleðskapur, ekki pólitískur viðburður“ Sylvía Hall skrifar 27. júní 2019 23:15 Óskar Steinn gat ekki hugsað sér að mæta í veisluna án þess að vekja athygli á ástandinu í Bandaríkjunum og fékk Ingu Björk með sér. ÓSkar Steinn Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir voru gestir í 4. júlí veislu bandaríska sendiráðsins á Hilton í dag. Þau nýttu þann vettvang til þess að dreifa upplýsingum um ofbeldi gegn transkonum þar í landi sem og ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í samtali við Vísi segist Óskar Steinn hafa fengið boð í veisluna en gat ekki hugsað sér að mæta í slíka veislu án þess að reyna að vekja athygli á því ástandi sem ríkir á landamærunum. Hann hafi því spurt Ingu Björk hvort hún vildi koma með sem hún þáði. „Ég krotaði skilaboð á hvítan stuttermabol og prentaði út nokkur blöð þar sem var búið að taka saman nokkrar upplýsingar um aðstæðurnar í þsesum landamærabúðum. Hún prentaði út blöð með upplýsingum um transkonur sem hafa verið myrtar í Bandaríkjunum á þessu ári, sem eru rosalega margar,“ segir Óskar Steinn. Hann segir umræðuna vera nátengdri þeirri þróun sem á sér stað út um allan heim, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem er verið að þrengja að réttindum transfólks. Þau hafi því ákveðið að nýta tækifærið og vekja fólk til umhugsunar.Skilaboðin voru skýr og kallaði Óskar Steinn eftir því að ástandið á landamærunum yrði bætt.Óskar SteinnEin og hálf mínúta þar til starfsmaður stöðvaði þau Óskar Steinn segir veislugesti hafa verið að mestu leyti áhrifafólk í stjórnmálum og í viðskiptalífinu. Þar hafi verið ráðherrar, sendiherrar og alþingismenn – fólk sem gæti haft áhrif á umræðuna hér heima. Aðspurður segir hann veislugesti almennt hafa verið áhugasama um skilaboð þeirra og flestir hafi tekið vel í þau. Það leið þó ekki langur tími þar til starfsmaður hafi nálgast þau og beðið þau um að annaðhvort hætta að bera út skilaboðin eða yfirgefa svæðið. „Það leið svona ein og hálf mínúta kannski, þá var einhver starfsmaður mættur og sagði mér að ég gæti annað hvort farið aftur í skyrtuna eða yfirgefið partýið,“ segir Óskar Steinn en hann hafði upphaflega mætt í skyrtu yfir bolinn svo skilaboðin sáust ekki við komuna. Í færslu sem Óskar Steinn birti á Facebook-síðu sinni kallar hann eftir því að íslensk stjórnvöld séu vakandi fyrir stöðu mannréttinda í Bandaríkjunum og láti í sér heyra. Hann segist ekki hafa orðið var við nein viðbrögð hingað til. „Ég hef ekki heyrt af neinum að beita sér. Ef að einhver er eitthvað að beita sér að þá er það allavega einhvers staðar fyrir luktum dyrum,“ segir Óskar Steinn sem gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við sitjum í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna og þar var forsætisráðherra að halda ræðu í dag. Hún var að tala um mikilvægt mál, réttindi kvenna, en það er hægt að nota svona glugga. Það að við sitjum í Mannréttindaráði SÞ hlýtur að gefa okkur ákveðið vægi en líka ákveðna ábyrgð að taka upp svona mál.“ Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30 Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir voru gestir í 4. júlí veislu bandaríska sendiráðsins á Hilton í dag. Þau nýttu þann vettvang til þess að dreifa upplýsingum um ofbeldi gegn transkonum þar í landi sem og ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í samtali við Vísi segist Óskar Steinn hafa fengið boð í veisluna en gat ekki hugsað sér að mæta í slíka veislu án þess að reyna að vekja athygli á því ástandi sem ríkir á landamærunum. Hann hafi því spurt Ingu Björk hvort hún vildi koma með sem hún þáði. „Ég krotaði skilaboð á hvítan stuttermabol og prentaði út nokkur blöð þar sem var búið að taka saman nokkrar upplýsingar um aðstæðurnar í þsesum landamærabúðum. Hún prentaði út blöð með upplýsingum um transkonur sem hafa verið myrtar í Bandaríkjunum á þessu ári, sem eru rosalega margar,“ segir Óskar Steinn. Hann segir umræðuna vera nátengdri þeirri þróun sem á sér stað út um allan heim, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem er verið að þrengja að réttindum transfólks. Þau hafi því ákveðið að nýta tækifærið og vekja fólk til umhugsunar.Skilaboðin voru skýr og kallaði Óskar Steinn eftir því að ástandið á landamærunum yrði bætt.Óskar SteinnEin og hálf mínúta þar til starfsmaður stöðvaði þau Óskar Steinn segir veislugesti hafa verið að mestu leyti áhrifafólk í stjórnmálum og í viðskiptalífinu. Þar hafi verið ráðherrar, sendiherrar og alþingismenn – fólk sem gæti haft áhrif á umræðuna hér heima. Aðspurður segir hann veislugesti almennt hafa verið áhugasama um skilaboð þeirra og flestir hafi tekið vel í þau. Það leið þó ekki langur tími þar til starfsmaður hafi nálgast þau og beðið þau um að annaðhvort hætta að bera út skilaboðin eða yfirgefa svæðið. „Það leið svona ein og hálf mínúta kannski, þá var einhver starfsmaður mættur og sagði mér að ég gæti annað hvort farið aftur í skyrtuna eða yfirgefið partýið,“ segir Óskar Steinn en hann hafði upphaflega mætt í skyrtu yfir bolinn svo skilaboðin sáust ekki við komuna. Í færslu sem Óskar Steinn birti á Facebook-síðu sinni kallar hann eftir því að íslensk stjórnvöld séu vakandi fyrir stöðu mannréttinda í Bandaríkjunum og láti í sér heyra. Hann segist ekki hafa orðið var við nein viðbrögð hingað til. „Ég hef ekki heyrt af neinum að beita sér. Ef að einhver er eitthvað að beita sér að þá er það allavega einhvers staðar fyrir luktum dyrum,“ segir Óskar Steinn sem gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við sitjum í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna og þar var forsætisráðherra að halda ræðu í dag. Hún var að tala um mikilvægt mál, réttindi kvenna, en það er hægt að nota svona glugga. Það að við sitjum í Mannréttindaráði SÞ hlýtur að gefa okkur ákveðið vægi en líka ákveðna ábyrgð að taka upp svona mál.“
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30 Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30
Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18