Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júní 2019 15:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Þannig séu sífellt fleiri íbúðir sem áður voru í heimagistingu nú settar í langtímaleigu eða á sölu. Þá hafi átakið haft jákvæð áhrif í íbúðahverfum þar sem heimagisting hafi verið áberandi en fari nú dalandi.Í fréttum okkar í gær kom fram að átak sem Sýslumanningum á höfuðborgarsvæðinu var falið í fyrra þar sem eftirlit með heimagistingu var aukið hafi borið gríðarlegan árangur. Frá því í september hafi borist 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu og á fimmta hundrað mál séu í meðferð. Þá hafi verið farið í um 400 vettfangsrannsóknir og 420 hafi verið send til skattrannsóknaryfirvalda. Loks hafi skráning á heimagistingu tvöfaldast. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að átakið hafi haft mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. „Þetta er að jafna þá samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skila sínum sköttum og skyldum eins og við gerum kröfu til. Þetta hefur líka áhrif á hverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnurekstri að þar á að sjálfsögðu ekki að vera atvinnurekstur. Þannig að þetta snýst líka um þessi samfélagslegu þolmörg ferðaþjónustunnar,“ segir Þórdís. Þetta hafi einnig haft afar jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn þannig að framboð á húsnæði í langtímaleigu og sölu sé nú meira en áður. „Við erum að sjá íbúðir annað hvort fara í langtímaleigu eða í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum. Þannig að ávinningurinn er margvíslegur þannig að nú skiptir máli að undirbyggja þann árangur og því erum við að viðhalda fjármunum í eftirlit með heimagistingu og erum líka búin að breyta lögum til að geta með enn betri hætti tekið á þessu,“ segir ráðherrann. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Þannig séu sífellt fleiri íbúðir sem áður voru í heimagistingu nú settar í langtímaleigu eða á sölu. Þá hafi átakið haft jákvæð áhrif í íbúðahverfum þar sem heimagisting hafi verið áberandi en fari nú dalandi.Í fréttum okkar í gær kom fram að átak sem Sýslumanningum á höfuðborgarsvæðinu var falið í fyrra þar sem eftirlit með heimagistingu var aukið hafi borið gríðarlegan árangur. Frá því í september hafi borist 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu og á fimmta hundrað mál séu í meðferð. Þá hafi verið farið í um 400 vettfangsrannsóknir og 420 hafi verið send til skattrannsóknaryfirvalda. Loks hafi skráning á heimagistingu tvöfaldast. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að átakið hafi haft mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. „Þetta er að jafna þá samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skila sínum sköttum og skyldum eins og við gerum kröfu til. Þetta hefur líka áhrif á hverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnurekstri að þar á að sjálfsögðu ekki að vera atvinnurekstur. Þannig að þetta snýst líka um þessi samfélagslegu þolmörg ferðaþjónustunnar,“ segir Þórdís. Þetta hafi einnig haft afar jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn þannig að framboð á húsnæði í langtímaleigu og sölu sé nú meira en áður. „Við erum að sjá íbúðir annað hvort fara í langtímaleigu eða í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum. Þannig að ávinningurinn er margvíslegur þannig að nú skiptir máli að undirbyggja þann árangur og því erum við að viðhalda fjármunum í eftirlit með heimagistingu og erum líka búin að breyta lögum til að geta með enn betri hætti tekið á þessu,“ segir ráðherrann.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent