Rolluhópur stríddi ljósmyndara Bieber sem er langfyrstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2019 11:45 Rolluhópurinn góði. Instagram/Chris Burkard Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur. Burkard er nú staddur við Skaftafell og ef fram heldur sem horfir mun hann bæta öll fyrri met einstaklinga svo um munar, að því er segir í tilkynningu frá WOW cyclothon í morgun. Fylgjast má með Burkard á Instagram-síðu hans þar sem fylgifiskar hans skrásetja ævintýrið samviskusamlega. Þar má meðal annars sjá hvernig myndarlegur rolluhópur hljóp á undan Burkard í dágóða stund. „Það lítur út fyrir að við séum lentir í umferðarteppu,“ sagði Ryan Robinsson sem fylgir Burkard eftir á bíl þegar rollurnar létu sjá sig. „Íslenskri umferðarteppu,“ bætti íslenskur aðstoðarmaður hans við. Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Burkard mikill Íslandsvinur en hann er nú á landinu í 34. skipti. Ferðaðist hann meðal annars með hjartaknúsaranum Justin Bieber hingað til lands árið 2015, eftir að Bieber hafði spurt Burkard hvaða staði væri vert að heimsækja á Íslandi. Íslandsheimsókn Bieber árið 2015 vakti gríðarlega athygli en afrakstur ferðarinnar við tónlistarmyndband við lag Bieber, I'll Show You og er Burkard sagður hafa skotið meginhluta myndbandsins. Í myndbandinu má sjá Bieber í íslenskri náttúru og er óhætt að segja að myndbandið hafi reynst gríðarleg landkynning fyrir Ísland, enda hefur verið horft á það í um 450 milljón skipti á Íslandi.Fylgjast má með staðsetningu keppenda í WOW Cyclothon hér. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Justin Bieber á Íslandi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45 Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur. Burkard er nú staddur við Skaftafell og ef fram heldur sem horfir mun hann bæta öll fyrri met einstaklinga svo um munar, að því er segir í tilkynningu frá WOW cyclothon í morgun. Fylgjast má með Burkard á Instagram-síðu hans þar sem fylgifiskar hans skrásetja ævintýrið samviskusamlega. Þar má meðal annars sjá hvernig myndarlegur rolluhópur hljóp á undan Burkard í dágóða stund. „Það lítur út fyrir að við séum lentir í umferðarteppu,“ sagði Ryan Robinsson sem fylgir Burkard eftir á bíl þegar rollurnar létu sjá sig. „Íslenskri umferðarteppu,“ bætti íslenskur aðstoðarmaður hans við. Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Burkard mikill Íslandsvinur en hann er nú á landinu í 34. skipti. Ferðaðist hann meðal annars með hjartaknúsaranum Justin Bieber hingað til lands árið 2015, eftir að Bieber hafði spurt Burkard hvaða staði væri vert að heimsækja á Íslandi. Íslandsheimsókn Bieber árið 2015 vakti gríðarlega athygli en afrakstur ferðarinnar við tónlistarmyndband við lag Bieber, I'll Show You og er Burkard sagður hafa skotið meginhluta myndbandsins. Í myndbandinu má sjá Bieber í íslenskri náttúru og er óhætt að segja að myndbandið hafi reynst gríðarleg landkynning fyrir Ísland, enda hefur verið horft á það í um 450 milljón skipti á Íslandi.Fylgjast má með staðsetningu keppenda í WOW Cyclothon hér.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Justin Bieber á Íslandi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45 Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45
Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15
Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04
Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10