Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 07:37 Markmið Mueller með óvæntum blaðamannafundi í síðasta mánuði virtist meðal annars að fyrirbyggja að hann yrði látinn bera vitni fyrir þingnefnd. Formenn tveggja nefnda hafa nú stefnt honum til þess. Vísir/EPA Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur fallist á að bera vitni fyrir tveimur þingnefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði. Þar mun hann svara spurningum um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og tilraunum Donalds Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Demókratar, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, tilkynntu í gær að Mueller myndi bera vitni fyrir leyniþjónustu- og dómsmálanefndunum 17. júlí. Formenn nefndanna höfðu stefnt Mueller til að bera vitni og segir New York Times að hann hafi orðið við þeim. Mueller hefur aðeins tjáð sig einu sinni um rannsókn sína sem stóð yfir í tæp tvö ár. Á blaðamannafundi sem hann boðaði óvænt til í maí gaf hann sterklega í skyn að hann vildi ekki vera dreginn fyrir þingnefnd til að bera vitni. Mögulegur framburður hans þar myndi ekki fela í sér meira en það sem kom fram í skýrslu hans. Jerrold Nadler og Adam Schiff, formenn þingnefndanna, sögðust í bréfi til Mueller hafa skilning á því að hann hefði efasemdir um að bera vitni en þeir kröfðust þess engu að síður að hann gerði það. „Bandarískur almenningur á það skilið að heyra beint frá þér um rannsókn þína og niðurstöður. Við munum vinna með þér að því að taka á gildum áhyggjum til að verja heilindi vinnu þinnar en við búumst við því að þú komir fyrir nefndir okkar samkvæmt áætlun,“ skrifuðu formennirnir til Mueller.Gat ekki hreinsað forsetann af sök í skýrslunni Skýrsla Mueller var gerð opinber að mestu á skírdag. Samkvæmt henni gat Mueller ekki sýnt fram á að forsetaframboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda jafnvel þó að í skýrslunni sé rakinn fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til lögfræðiálits dómsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Greindi Mueller aftur á móti frá ellefu atriðum sem túlka mætti sem tilraunir forsetans til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Tók Mueller sérstaklega fram í skýrslu sinni og síðar á blaðamannafundinum í síðasta mánuði að teldu saksóknarar hans að forsetinn væri saklaus af ásökunum um að hindra framgang réttvísinnar hefðu þeir lýst þeirri skoðun sinni. Þeir gætu ekki hreinsað forsetann af sök. Hvíta húsið hefur undanfarið sóst eftir að stöðva tilraunir demókrata í fulltrúadeildinni til að rannsaka Trump og ýmsar stjórnarathafnir. Þannig hefur það skipað núverandi og fyrrverandi embættismönnum að hunsa stefnur þingnefnda um gögn og vitnisburð. Ekki er ljóst hvort að Hvíta húsið muni reyna að koma í veg fyrir að Mueller beri vitni. Nær öruggt er að fjaðrafok verði í kringum vitnisburð Mueller í Bandaríkjaþingi. Líklegt er að framburður hans verði sendur út í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem demókratar munu reyna að fá upp úr Mueller upplýsingar um mögulega glæpi forsetans en repúblikanar gera sitt besta til að verja hann í bak og fyrir. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur fallist á að bera vitni fyrir tveimur þingnefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði. Þar mun hann svara spurningum um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og tilraunum Donalds Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Demókratar, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, tilkynntu í gær að Mueller myndi bera vitni fyrir leyniþjónustu- og dómsmálanefndunum 17. júlí. Formenn nefndanna höfðu stefnt Mueller til að bera vitni og segir New York Times að hann hafi orðið við þeim. Mueller hefur aðeins tjáð sig einu sinni um rannsókn sína sem stóð yfir í tæp tvö ár. Á blaðamannafundi sem hann boðaði óvænt til í maí gaf hann sterklega í skyn að hann vildi ekki vera dreginn fyrir þingnefnd til að bera vitni. Mögulegur framburður hans þar myndi ekki fela í sér meira en það sem kom fram í skýrslu hans. Jerrold Nadler og Adam Schiff, formenn þingnefndanna, sögðust í bréfi til Mueller hafa skilning á því að hann hefði efasemdir um að bera vitni en þeir kröfðust þess engu að síður að hann gerði það. „Bandarískur almenningur á það skilið að heyra beint frá þér um rannsókn þína og niðurstöður. Við munum vinna með þér að því að taka á gildum áhyggjum til að verja heilindi vinnu þinnar en við búumst við því að þú komir fyrir nefndir okkar samkvæmt áætlun,“ skrifuðu formennirnir til Mueller.Gat ekki hreinsað forsetann af sök í skýrslunni Skýrsla Mueller var gerð opinber að mestu á skírdag. Samkvæmt henni gat Mueller ekki sýnt fram á að forsetaframboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda jafnvel þó að í skýrslunni sé rakinn fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til lögfræðiálits dómsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Greindi Mueller aftur á móti frá ellefu atriðum sem túlka mætti sem tilraunir forsetans til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Tók Mueller sérstaklega fram í skýrslu sinni og síðar á blaðamannafundinum í síðasta mánuði að teldu saksóknarar hans að forsetinn væri saklaus af ásökunum um að hindra framgang réttvísinnar hefðu þeir lýst þeirri skoðun sinni. Þeir gætu ekki hreinsað forsetann af sök. Hvíta húsið hefur undanfarið sóst eftir að stöðva tilraunir demókrata í fulltrúadeildinni til að rannsaka Trump og ýmsar stjórnarathafnir. Þannig hefur það skipað núverandi og fyrrverandi embættismönnum að hunsa stefnur þingnefnda um gögn og vitnisburð. Ekki er ljóst hvort að Hvíta húsið muni reyna að koma í veg fyrir að Mueller beri vitni. Nær öruggt er að fjaðrafok verði í kringum vitnisburð Mueller í Bandaríkjaþingi. Líklegt er að framburður hans verði sendur út í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem demókratar munu reyna að fá upp úr Mueller upplýsingar um mögulega glæpi forsetans en repúblikanar gera sitt besta til að verja hann í bak og fyrir.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43