SI óttast óhagræði af sykurskatti Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2019 16:15 Sykur er ávanabindandi, bragðgóður og óhollur. Vísir/getty Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna.Skattheimtan er ein af 14 tillögum sem landlæknir leggur til í nýrri aðgerðaráætlun, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðherra og kynnt var í ríkisstjórn á föstudag. Landlæknir leggur til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent. Það megi gera strax með því að færa þessar vörur í efra virðisaukaskattsþrep. Í því samhengi er bent á að milli áranna 1994 og 2007 voru bæði gosdrykkir og sælgæti í hærra þrepi virðisaukaskatts meðan önnur matvæli voru í lægra þrepi. Tillögurnar að aðgerðunum 14 byggja á fordæmi annarra ríkja, t.a.m. tugir þjóða hafa á undanförnum árum tekið upp sykurskatt, auk þess að byggja á Lýðheilsustefnu og aðgerðum sem stuðla að heilsueflandi samfélagi til 2030, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði mataræðis og næringar 2015-2020, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna langvinnra sjúkdóma 2013-2020 og Aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu sem gerð var árið 2013. Samtök iðnaðarins gjalda þó varhug við þessum tillögum og segja þær byggja á könnun sem „gerð var á mataræði Íslendinga fyrir áratug.“ Aðgerðaráætlun landlæknis vísar þó til norrænnar vöktunar á mataræði frá árinu 2014 sem sýndi að sykurneysla fullorðinna væri mest á Íslandi. Þá sýndi könnunin jafnframt að á tímabilinu 2011 til 2014 hafi Íslendingar borðað minnst af grænmeti og ávöxtum miðað við hin Norðurlöndin. Ein af tillögum landlæknis miðar einmitt að því að nota peningana sem safnast með sykurskattinum til að lækka verð á hollustu.Mataræði hafi breyst Samtök iðnaðarins segja margt hafa breyst í mataræði landsmanna. Þannig hafi markaðshlutdeild sykraðra gosdrykkja stórlega dregist saman á síðustu árum um leið og markaðshlutdeild sykurlausra drykkja og vatns hafi aukist. „Þessi þróun er einungis hluti af miklum breytingum á lífsháttum og matarvenjum landsmanna. Neytendur hafa í miklum mæli snúið sér að hollari valkosti. Það er því löngu tímabært að kannað verði að nýju hvernig matarvenjum landsmanna er háttað,“ segir í ályktun SI. Ætla má að samtökin fagni tillögu landlæknis, sem er önnur á blaði í aðgerðaráætluninni, um að blása til reglulegra landskannanna á mataræði og vakta áhrifaþætti heilbrigðis hér á landi. Samtökin segja sérstaka skattlagningu einstakra vöruflokka fela í sér mismunun og skerða samkeppnisstöðu þeirrar greinar sem í hlut á. Íslensk stjórnvöld hafi þannig bæði látið reyna á sértæka skattheimtu af stökum vöruflokkum og almenna skattlagningu á sykri í matvælum til að stýra neyslu almennings, án mikils árangurs að mati Samtaka iðnaðarins.Samtök iðnaðarins setja sig upp á móti fyrstu tillögu landlæknis, að hækka álögur á óhollustu en um leið að lækka ólögur á hollustu.Fyrri sykurskattur illa útfærður Í aðgerðaráætlun landlæknis er drepið á reynslunni af fyrri sykurskatti, sem var settur á árið 2013 og afnuminn tveimur árum síðar. Þá voru sett vörugjöld á vörur sem innihéldu sykur eftir sykurinnihaldi. Landlæknir gagnrýnir þessa aðgerðir því þegar „upp var staðið var ekki tekið tillit til lýðheilsusjónarmiða við þá framkvæmd,“ eins og það er orðað í aðgerðaráætluninni. Er þar vísað til þess að sykraðir gosdrykkir hafi „einungis“ hækkað um 5 krónur á lítra og súkkulaði hafi lækkað í verði. Var það vegna þess að vörugjöld sem fyrir voru á súkkulaði voru hærri en þau vörugjöld sem lögð voru á eftir sykurinnihaldi. „Embætti landlæknis benti þá á að þessi aðgerð væri ekki líkleg til árangurs heldur væri áþreifanleg hækkun á verði gosdrykkja og sælgætis árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna og virka þannig sem forvarnaraðgerð til að draga úr óheilbrigðum neysluvenjum. Það hafa því í raun aldrei verið settar álögur á sykruð matvæli á Íslandi út frá lýðheilsusjónarmiðum,“ segir í aðgeráráætluninni. Þar að auki var virðisaukaskattur á matvælum hækkaður úr 7% í 11% árið 2015. Jafnframt voru vörugjöld, þar með talin þau sem lögðust á sykruð matvæli, afnumin. Afleiðing þessara aðgerða var að gosdrykkir lækkuðu í verði og ávextir og grænmeti hækkuðu. Úr þessu má lesa að þessar nýju tillögur séu taldar betur til þess fallnar að ná markmiðum fyrri sykurskatts.Óhagræði af hækkunum Samtök iðnaðarins telja verðhækkanir sem þessar þó hafa í för með sér „umtalsverðan kostnað og óhagræði sem hefur komið niður á bæði fyrirtækjum og almenningi,“ en SI hafa barist fyrir því að „almennar og einfaldar reglur“ gildi á markaði. „Samtök iðnaðarins telja það fráleitt að taka aftur upp vörugjöld á matvæli með tilheyrandi kostnaði. Ekki aðeins hækkar það verð þeirra vara sem fyrir því verða heldur eykur það kostnað við kerfið sem slíkt sem á endanum kemur niður á samkeppnishæfni fyrirtækja og eykur kostnað neytenda og hins opinbera.“ Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna.Skattheimtan er ein af 14 tillögum sem landlæknir leggur til í nýrri aðgerðaráætlun, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðherra og kynnt var í ríkisstjórn á föstudag. Landlæknir leggur til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent. Það megi gera strax með því að færa þessar vörur í efra virðisaukaskattsþrep. Í því samhengi er bent á að milli áranna 1994 og 2007 voru bæði gosdrykkir og sælgæti í hærra þrepi virðisaukaskatts meðan önnur matvæli voru í lægra þrepi. Tillögurnar að aðgerðunum 14 byggja á fordæmi annarra ríkja, t.a.m. tugir þjóða hafa á undanförnum árum tekið upp sykurskatt, auk þess að byggja á Lýðheilsustefnu og aðgerðum sem stuðla að heilsueflandi samfélagi til 2030, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði mataræðis og næringar 2015-2020, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna langvinnra sjúkdóma 2013-2020 og Aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu sem gerð var árið 2013. Samtök iðnaðarins gjalda þó varhug við þessum tillögum og segja þær byggja á könnun sem „gerð var á mataræði Íslendinga fyrir áratug.“ Aðgerðaráætlun landlæknis vísar þó til norrænnar vöktunar á mataræði frá árinu 2014 sem sýndi að sykurneysla fullorðinna væri mest á Íslandi. Þá sýndi könnunin jafnframt að á tímabilinu 2011 til 2014 hafi Íslendingar borðað minnst af grænmeti og ávöxtum miðað við hin Norðurlöndin. Ein af tillögum landlæknis miðar einmitt að því að nota peningana sem safnast með sykurskattinum til að lækka verð á hollustu.Mataræði hafi breyst Samtök iðnaðarins segja margt hafa breyst í mataræði landsmanna. Þannig hafi markaðshlutdeild sykraðra gosdrykkja stórlega dregist saman á síðustu árum um leið og markaðshlutdeild sykurlausra drykkja og vatns hafi aukist. „Þessi þróun er einungis hluti af miklum breytingum á lífsháttum og matarvenjum landsmanna. Neytendur hafa í miklum mæli snúið sér að hollari valkosti. Það er því löngu tímabært að kannað verði að nýju hvernig matarvenjum landsmanna er háttað,“ segir í ályktun SI. Ætla má að samtökin fagni tillögu landlæknis, sem er önnur á blaði í aðgerðaráætluninni, um að blása til reglulegra landskannanna á mataræði og vakta áhrifaþætti heilbrigðis hér á landi. Samtökin segja sérstaka skattlagningu einstakra vöruflokka fela í sér mismunun og skerða samkeppnisstöðu þeirrar greinar sem í hlut á. Íslensk stjórnvöld hafi þannig bæði látið reyna á sértæka skattheimtu af stökum vöruflokkum og almenna skattlagningu á sykri í matvælum til að stýra neyslu almennings, án mikils árangurs að mati Samtaka iðnaðarins.Samtök iðnaðarins setja sig upp á móti fyrstu tillögu landlæknis, að hækka álögur á óhollustu en um leið að lækka ólögur á hollustu.Fyrri sykurskattur illa útfærður Í aðgerðaráætlun landlæknis er drepið á reynslunni af fyrri sykurskatti, sem var settur á árið 2013 og afnuminn tveimur árum síðar. Þá voru sett vörugjöld á vörur sem innihéldu sykur eftir sykurinnihaldi. Landlæknir gagnrýnir þessa aðgerðir því þegar „upp var staðið var ekki tekið tillit til lýðheilsusjónarmiða við þá framkvæmd,“ eins og það er orðað í aðgerðaráætluninni. Er þar vísað til þess að sykraðir gosdrykkir hafi „einungis“ hækkað um 5 krónur á lítra og súkkulaði hafi lækkað í verði. Var það vegna þess að vörugjöld sem fyrir voru á súkkulaði voru hærri en þau vörugjöld sem lögð voru á eftir sykurinnihaldi. „Embætti landlæknis benti þá á að þessi aðgerð væri ekki líkleg til árangurs heldur væri áþreifanleg hækkun á verði gosdrykkja og sælgætis árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna og virka þannig sem forvarnaraðgerð til að draga úr óheilbrigðum neysluvenjum. Það hafa því í raun aldrei verið settar álögur á sykruð matvæli á Íslandi út frá lýðheilsusjónarmiðum,“ segir í aðgeráráætluninni. Þar að auki var virðisaukaskattur á matvælum hækkaður úr 7% í 11% árið 2015. Jafnframt voru vörugjöld, þar með talin þau sem lögðust á sykruð matvæli, afnumin. Afleiðing þessara aðgerða var að gosdrykkir lækkuðu í verði og ávextir og grænmeti hækkuðu. Úr þessu má lesa að þessar nýju tillögur séu taldar betur til þess fallnar að ná markmiðum fyrri sykurskatts.Óhagræði af hækkunum Samtök iðnaðarins telja verðhækkanir sem þessar þó hafa í för með sér „umtalsverðan kostnað og óhagræði sem hefur komið niður á bæði fyrirtækjum og almenningi,“ en SI hafa barist fyrir því að „almennar og einfaldar reglur“ gildi á markaði. „Samtök iðnaðarins telja það fráleitt að taka aftur upp vörugjöld á matvæli með tilheyrandi kostnaði. Ekki aðeins hækkar það verð þeirra vara sem fyrir því verða heldur eykur það kostnað við kerfið sem slíkt sem á endanum kemur niður á samkeppnishæfni fyrirtækja og eykur kostnað neytenda og hins opinbera.“
Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30
Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30