Vegagerðin mátti ekki víkja frá skilmálum útboðs Reykjavegar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 16:45 Í tvígang hafnaði Vegagerðin lægsta tilboðinu í Reykjaveg en samþykkti eftir að frekari gögn voru lögð fram. Kærunefndin taldi henni ekki hafa verið heimilt að víkja frá skilmálum útboðsins. Vísir/Hanna Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga að tilboði GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í Reykjaveg þrátt fyrir að það hafi verið það lægsta. Vegagerðinni var talið óheimilt að víkja frá skilmálum útboðsins eftir að því lauk. Útboðið á Reykjavegi í Bláskógabyggð var auglýst í desember en í því var meðal annars gerð krafa um að viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda fyrirtækjanna sem tækju þátt. Bjóðendum yrði vísað frá ef fyrirtæki þeirra hefðu orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðastliðin fimm ár. GT verktakar og Borgarvirki áttu lægsta tilboðið, rúmar 535 milljónir króna, tæpum fjörutíu milljónum króna minna en tilboð Þjótanda ehf. Þjótandi kærði útboðið í mars en kærunefndin stöðvaði samningsgerð við lægstbjóðendurna í apríl. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 20. júní kemur fram að Vegagerðin hafi tilkynnt GT verktökum og Borgarvirki að fyrirtækin uppfylltu ekki kröfur útboðsins um fjárhagsstöðu og að leita yrði samninga við Þjótanda í janúar. Við það gerðu fyrirtækin athugasemd og afturkallaði Vegagerðin þá ákvörðunina. Í kjölfarið skiluðu GT verktaka og Borgarvirki frekari gögnum en Vegagerðin hafnaði tilboðinu engu að síður aftur 31. janúar. Ástæðan var sú að gögnin voru talin ófullnægjandi. Aftur gerðu fyrirtækin athugasemd við þá niðurstöðu og lögðu fram frekari upplýsingar um fjárhag sinn. Í febrúar tilkynnti Vegagerðin bjóðendum að gengið yrði til samninga við GT verktaka og Borgarvirki.Skilmálar útboðsins skýrir Þjótandi hélt því fram í kæru sinni að fyrirtækin tvö sem áttu lægsta tilboðið hefðu ekki uppfyllt kröfur útboðsgagnanna. Þau byggðu á móti á því að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að gera kröfur um viðskiptasögu lengra aftur í tímann en þau þrjú ár sem kveðið er á um í lögum að lágmarki. Kærunefndin benti á að GT verktakar og Borgarvirki hafi ekki gert athugasemdir við skilmála útboðsgagnanna. Fyrirtækin hefðu átt að beina kæru til nefndarinnar teldu þau skilmálana ólögmæta. Þau gætu ekki borið því við eftir opnun tilboða að víkja bæri skilmálunum til hliðar. Þá taldi nefndin að skilmálarnir um að vísa bæri frá tilboði hefði fyrirtæki sem tengdist stjórnendum og helstu eigendum bjóðenda orðið gjaldþrota síðastliðin fimm ár. Því felldi nefndin úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka og Borgarvirkis. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu nefndarinnar en Vísir hefur hann undir höndum. Þar sem útboðinu væri ekki lokið eftir að ákvörðunin var felld úr gildi taldi kærunefndin ekki tilefni til að fjalla um mögulega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar í málinu. Úrskurðaði hún að Vegagerðin skildi greiða málskostnað Þjótanda, alls 600.000 krónur. Bláskógabyggð Samgöngur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga að tilboði GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í Reykjaveg þrátt fyrir að það hafi verið það lægsta. Vegagerðinni var talið óheimilt að víkja frá skilmálum útboðsins eftir að því lauk. Útboðið á Reykjavegi í Bláskógabyggð var auglýst í desember en í því var meðal annars gerð krafa um að viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda fyrirtækjanna sem tækju þátt. Bjóðendum yrði vísað frá ef fyrirtæki þeirra hefðu orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðastliðin fimm ár. GT verktakar og Borgarvirki áttu lægsta tilboðið, rúmar 535 milljónir króna, tæpum fjörutíu milljónum króna minna en tilboð Þjótanda ehf. Þjótandi kærði útboðið í mars en kærunefndin stöðvaði samningsgerð við lægstbjóðendurna í apríl. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 20. júní kemur fram að Vegagerðin hafi tilkynnt GT verktökum og Borgarvirki að fyrirtækin uppfylltu ekki kröfur útboðsins um fjárhagsstöðu og að leita yrði samninga við Þjótanda í janúar. Við það gerðu fyrirtækin athugasemd og afturkallaði Vegagerðin þá ákvörðunina. Í kjölfarið skiluðu GT verktaka og Borgarvirki frekari gögnum en Vegagerðin hafnaði tilboðinu engu að síður aftur 31. janúar. Ástæðan var sú að gögnin voru talin ófullnægjandi. Aftur gerðu fyrirtækin athugasemd við þá niðurstöðu og lögðu fram frekari upplýsingar um fjárhag sinn. Í febrúar tilkynnti Vegagerðin bjóðendum að gengið yrði til samninga við GT verktaka og Borgarvirki.Skilmálar útboðsins skýrir Þjótandi hélt því fram í kæru sinni að fyrirtækin tvö sem áttu lægsta tilboðið hefðu ekki uppfyllt kröfur útboðsgagnanna. Þau byggðu á móti á því að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að gera kröfur um viðskiptasögu lengra aftur í tímann en þau þrjú ár sem kveðið er á um í lögum að lágmarki. Kærunefndin benti á að GT verktakar og Borgarvirki hafi ekki gert athugasemdir við skilmála útboðsgagnanna. Fyrirtækin hefðu átt að beina kæru til nefndarinnar teldu þau skilmálana ólögmæta. Þau gætu ekki borið því við eftir opnun tilboða að víkja bæri skilmálunum til hliðar. Þá taldi nefndin að skilmálarnir um að vísa bæri frá tilboði hefði fyrirtæki sem tengdist stjórnendum og helstu eigendum bjóðenda orðið gjaldþrota síðastliðin fimm ár. Því felldi nefndin úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka og Borgarvirkis. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu nefndarinnar en Vísir hefur hann undir höndum. Þar sem útboðinu væri ekki lokið eftir að ákvörðunin var felld úr gildi taldi kærunefndin ekki tilefni til að fjalla um mögulega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar í málinu. Úrskurðaði hún að Vegagerðin skildi greiða málskostnað Þjótanda, alls 600.000 krónur.
Bláskógabyggð Samgöngur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira