Grundvöllur lífskjara Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. júní 2019 08:00 Aldarfjórðungur er liðinn síðan EES-samningurinn tók gildi á Íslandi. Samningurinn hefur reynst vera einn mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Hann hefur opnað atvinnulífi aðgang að mikilvægu markaðssvæði, tryggt frjálsara flæði vara, fjármagns og þjónustu auk þess að tryggja okkur rétt til búsetu, atvinnu og náms í öðrum ríkjum. Samningurinn færði okkur úr gjaldeyrishöftum sem höfðu þá varað í rúm 60 ár hér á landi. Íslendingar hafa notið ríkulega af kostum EES. Á tíma samningsins hafa landsframleiðsla og ráðstöfunartekjur einstaklinga aukist umtalsvert samhliða stórauknum útflutningi. Landsframleiðsla á mann, sem er mælikvarði á efnahagslega velmegun, hefur aukist um 71% á tíma samningsins. Lífsgæði Íslendinga byggja á frjálsum viðskiptum við önnur lönd. Með minni viðskiptahindrunum aukast viðskipti. EES-samningnum hafa fylgt aukin viðskipti milli Íslands og EES-svæðisins. Hlutur aðildarlanda samningsins í vöruútflutningi Íslendinga hefur vaxið umtalsvert og er nú um 80%. Útflutningur vöru og þjónustu frá Íslandi hefur meira en þrefaldast á tíma samningsins. Aukin utanríkisviðskipti hafa síðan aukið hagvöxt og velmegun til heilla fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. Frjálst flæði vinnuafls innan EES-svæðisins hefur opnað aðgang að margfalt stærri vinnumarkaði. Mikill meirihluti þeirra 37.000 erlendra launamanna sem starfa hér kemur frá EES. Án þeirra væru lífsgæði okkar allra lakari og mannlíf okkar fábreyttara. EES hefur gert innlendum fyrirtækjum kleift að takast betur á við sveiflur í sinni starfsemi. Samningurinn hefur hjálpað til við sveiflujöfnun hagkerfisins – dregið úr verðbólgu á tíma uppsveiflu og aukningu atvinnuleysis í niðursveiflu. Með EES hefur fjöldi Íslendinga fengið tækifæri til að læra og starfa í EES-ríkjum og aflað sér þannig mikilvægrar þekkingar og reynslu. EES hefur þjónað hagsmunum Íslands mjög vel. Það ætti að vera óumdeilt að samningurinn hefur verið afar mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf og er hornsteinn okkar alþjóðlegu tengsla. Ég vona að samningurinn verði áfram það afl verðmætasköpunar sem hann hefur verið á síðustu 25 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Aldarfjórðungur er liðinn síðan EES-samningurinn tók gildi á Íslandi. Samningurinn hefur reynst vera einn mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Hann hefur opnað atvinnulífi aðgang að mikilvægu markaðssvæði, tryggt frjálsara flæði vara, fjármagns og þjónustu auk þess að tryggja okkur rétt til búsetu, atvinnu og náms í öðrum ríkjum. Samningurinn færði okkur úr gjaldeyrishöftum sem höfðu þá varað í rúm 60 ár hér á landi. Íslendingar hafa notið ríkulega af kostum EES. Á tíma samningsins hafa landsframleiðsla og ráðstöfunartekjur einstaklinga aukist umtalsvert samhliða stórauknum útflutningi. Landsframleiðsla á mann, sem er mælikvarði á efnahagslega velmegun, hefur aukist um 71% á tíma samningsins. Lífsgæði Íslendinga byggja á frjálsum viðskiptum við önnur lönd. Með minni viðskiptahindrunum aukast viðskipti. EES-samningnum hafa fylgt aukin viðskipti milli Íslands og EES-svæðisins. Hlutur aðildarlanda samningsins í vöruútflutningi Íslendinga hefur vaxið umtalsvert og er nú um 80%. Útflutningur vöru og þjónustu frá Íslandi hefur meira en þrefaldast á tíma samningsins. Aukin utanríkisviðskipti hafa síðan aukið hagvöxt og velmegun til heilla fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. Frjálst flæði vinnuafls innan EES-svæðisins hefur opnað aðgang að margfalt stærri vinnumarkaði. Mikill meirihluti þeirra 37.000 erlendra launamanna sem starfa hér kemur frá EES. Án þeirra væru lífsgæði okkar allra lakari og mannlíf okkar fábreyttara. EES hefur gert innlendum fyrirtækjum kleift að takast betur á við sveiflur í sinni starfsemi. Samningurinn hefur hjálpað til við sveiflujöfnun hagkerfisins – dregið úr verðbólgu á tíma uppsveiflu og aukningu atvinnuleysis í niðursveiflu. Með EES hefur fjöldi Íslendinga fengið tækifæri til að læra og starfa í EES-ríkjum og aflað sér þannig mikilvægrar þekkingar og reynslu. EES hefur þjónað hagsmunum Íslands mjög vel. Það ætti að vera óumdeilt að samningurinn hefur verið afar mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf og er hornsteinn okkar alþjóðlegu tengsla. Ég vona að samningurinn verði áfram það afl verðmætasköpunar sem hann hefur verið á síðustu 25 árum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun