Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Andri Eysteinsson skrifar 22. júní 2019 19:17 Forsetinn ásamt eiginkonu sinni Melaniu, varaforsetanum og eiginkonu hans. Getty/Bloomberg Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar.E. Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í gær. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Í stuttri yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gær kom fram að forsetinn neitaði ásökunum og sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. Forsetinn svaraði í dag spurningum blaðamanna um atvikið áður en hann hélt til forsetabústaðar í Camp David. Blaðamenn spurðu forsetann út í myndina sem birtist með grein Carroll sem sýnir forsetann ásamt Carroll, fyrrverandi eiginkonu sinni Ivönu Trump og fréttaþulnum John Johnson, sem var eiginmaður Carroll árið 1987 þegar myndin er tekin. „Mynd af mér í biðröð klæddur í frakka og með bakið í myndavélina, koma svo,“ sagði forsetinn sem bætti því einna við að hann hefði enga hugmynd hver konan væri sem ásakaði hann og sagði ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Áður hafði verslunin Bergdorf Goodman staðfest að myndefni frá árunum 1995 og 1996, þegar atvikið er sagt hafa átt sér stað, séu ekki til og því ekki hægt að staðfesta frásögn Carroll. Trump þakkaði versluninni fyrir það í gær. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ sagði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump MeToo Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar.E. Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í gær. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Í stuttri yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gær kom fram að forsetinn neitaði ásökunum og sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. Forsetinn svaraði í dag spurningum blaðamanna um atvikið áður en hann hélt til forsetabústaðar í Camp David. Blaðamenn spurðu forsetann út í myndina sem birtist með grein Carroll sem sýnir forsetann ásamt Carroll, fyrrverandi eiginkonu sinni Ivönu Trump og fréttaþulnum John Johnson, sem var eiginmaður Carroll árið 1987 þegar myndin er tekin. „Mynd af mér í biðröð klæddur í frakka og með bakið í myndavélina, koma svo,“ sagði forsetinn sem bætti því einna við að hann hefði enga hugmynd hver konan væri sem ásakaði hann og sagði ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Áður hafði verslunin Bergdorf Goodman staðfest að myndefni frá árunum 1995 og 1996, þegar atvikið er sagt hafa átt sér stað, séu ekki til og því ekki hægt að staðfesta frásögn Carroll. Trump þakkaði versluninni fyrir það í gær. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira