Reyndi að fá unga stúlku í nektarmyndatöku: „Hrein mey?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:06 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að fresta refsingu karlmanns sem braut barnaverndarlög með því að senda stúlku klúr skilaboð í júlí 2016. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt og meðal annars vegna þess hversu miklar tafir urðu á málinu var honum ekki gerð refsing. Hann er þó á skilorði til tveggja ára. Það var í samskiptum á Facebook sem maðurinn sendi stúlkunni eftirfarandi skilaboð: 1. „Hægæ, heyrðu, eg er með eitt hlutverk sem eg er að vinna að, en það er smá nekt í því, er það eitthvað sem þú hefðir mögulega áhuga á? Auðvitað vel greitt fyrir.“ 2. „Hefuru einhverntímann gert eitthvað svona? Tekið nude Pic eða eitthvað“ 3. „Haha þa hefuru séð á mér typpið“ 4. „Áttu mynd af þér á nærfötunum? Eða bikiní?“ 5. „Hrein mey? (Ef ég má spyrja)“ Með því að senda stúlkunni skilaboðin sýndu hann henni vanvirðandi háttsemi og ósðilegt athæfi að því er segir í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómnum, játaði brot sitt skýlaust en hann hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn barnaverndarlögum að því er segir í niðurstöðu dómsins. Háttsemi hans er litin alvarlegum augum en hún beindist gegn barnungri stúlku. Maðurinn greiddi stúlkunni ótilgreindar miskabætur og annan kostnað og gekkst greiðlega við broti sínu. Þá lá fyrir staðfesting að hann hefði leitað aðstoðar við áfengisvanda sínum sem hann væri enn að fylgja eftir. Dómurinn lét þess getið að málið væri ekki umfangsmikið. Kæra hafi verið lögð fram í desember 2016 og rannsókn lokið í apríl 2017. Engu að síður var ákæra ekki gefin út í málinu fyrr en rúmum tveimur árum síðan. Ekki væri ákærða um að kenna. Í ljósi þessa var ákveðið að fresta refsingu í málinu og fellur hún niður að liðnum tveimur árum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að fresta refsingu karlmanns sem braut barnaverndarlög með því að senda stúlku klúr skilaboð í júlí 2016. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt og meðal annars vegna þess hversu miklar tafir urðu á málinu var honum ekki gerð refsing. Hann er þó á skilorði til tveggja ára. Það var í samskiptum á Facebook sem maðurinn sendi stúlkunni eftirfarandi skilaboð: 1. „Hægæ, heyrðu, eg er með eitt hlutverk sem eg er að vinna að, en það er smá nekt í því, er það eitthvað sem þú hefðir mögulega áhuga á? Auðvitað vel greitt fyrir.“ 2. „Hefuru einhverntímann gert eitthvað svona? Tekið nude Pic eða eitthvað“ 3. „Haha þa hefuru séð á mér typpið“ 4. „Áttu mynd af þér á nærfötunum? Eða bikiní?“ 5. „Hrein mey? (Ef ég má spyrja)“ Með því að senda stúlkunni skilaboðin sýndu hann henni vanvirðandi háttsemi og ósðilegt athæfi að því er segir í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómnum, játaði brot sitt skýlaust en hann hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn barnaverndarlögum að því er segir í niðurstöðu dómsins. Háttsemi hans er litin alvarlegum augum en hún beindist gegn barnungri stúlku. Maðurinn greiddi stúlkunni ótilgreindar miskabætur og annan kostnað og gekkst greiðlega við broti sínu. Þá lá fyrir staðfesting að hann hefði leitað aðstoðar við áfengisvanda sínum sem hann væri enn að fylgja eftir. Dómurinn lét þess getið að málið væri ekki umfangsmikið. Kæra hafi verið lögð fram í desember 2016 og rannsókn lokið í apríl 2017. Engu að síður var ákæra ekki gefin út í málinu fyrr en rúmum tveimur árum síðan. Ekki væri ákærða um að kenna. Í ljósi þessa var ákveðið að fresta refsingu í málinu og fellur hún niður að liðnum tveimur árum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira