Spánn var að hitta vel í fyrsta leikhlutanum. Þær skoruðu 32 stig í fyrsta leikhlutanum og voru ellefu stigum yfir eftir hann, 32-21.
Þær juku enn frekar forskotið í öðrum leikhlutanum og voru þrettán stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 50-37. Ærið verkefni framundan fyrir þær frönsku.
Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhlutanum en Spánn náði alltaf að halda þeim frönsku í góðri fjarlægð. Sigurinn var svo aldrei í hættu og munurinn að endingu tuttugu stig.
.@baloncestoESP DEFEND THEIR CROWN . #EuroBasketWomen
https://t.co/Ts8XL0hkyopic.twitter.com/iuSc82cyKN
— #EuroBasketWomen (@EuroBasketWomen) July 7, 2019
Þetta er því annað Evrópumótið í röð sem Spánn stendur uppi sem sigurvegari og hefur Spánn unnið þrjá af síðustu fjórum Evrópumótum.