Jökla fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2019 08:50 Þessi flotti lax veiddist í Jöklu í fyrradag. Mynd: Strengir Veiðiþjónusta FB Fréttir af laxveiðinni á norðausturlandi eru mun betri en af vesturlandi enda vantar ekkert vatn í árnar fyrir norðan. Ein af þeim ám sem veiðimenn þurfa líklega aldrei að hafa áhyggjur af vatnsleysi í er Jökla en veiðin í henni hefur farið vel af stað. Í fyrradag veiddust til að mynda átta laxar á svæðinu og flestir af þeim mjög vænir. Sá stærsti sem kom á land var 94 sm lax úr Klapparhyl en veiðimenn sáu fleiri laxa á þeim veiðistað. Hólaflúð er sem fyrr gjöfulasti veiðistaðurinn en veiðistaðirnir þar sem hliðarárnar renna í Jöklu eru þó að koma mjög sterkir inn. Einn af þeim stöðum er Fossárgrjót en þar veiðist oft vel þegar líður aðeins á tímabilið. Það hefur veriðvel bókað í Jöklu í sumar og fréttir af góðum aflabrögðum gera það líklega að verkum að fleiri sækja í Jöklu og hinar árnar á norður og norðausturlandi þar sem nægt vatn er í ánum lax að ganga ólíkt því ástandi sem ríkir í ánum á vesturlandi. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Fréttir af laxveiðinni á norðausturlandi eru mun betri en af vesturlandi enda vantar ekkert vatn í árnar fyrir norðan. Ein af þeim ám sem veiðimenn þurfa líklega aldrei að hafa áhyggjur af vatnsleysi í er Jökla en veiðin í henni hefur farið vel af stað. Í fyrradag veiddust til að mynda átta laxar á svæðinu og flestir af þeim mjög vænir. Sá stærsti sem kom á land var 94 sm lax úr Klapparhyl en veiðimenn sáu fleiri laxa á þeim veiðistað. Hólaflúð er sem fyrr gjöfulasti veiðistaðurinn en veiðistaðirnir þar sem hliðarárnar renna í Jöklu eru þó að koma mjög sterkir inn. Einn af þeim stöðum er Fossárgrjót en þar veiðist oft vel þegar líður aðeins á tímabilið. Það hefur veriðvel bókað í Jöklu í sumar og fréttir af góðum aflabrögðum gera það líklega að verkum að fleiri sækja í Jöklu og hinar árnar á norður og norðausturlandi þar sem nægt vatn er í ánum lax að ganga ólíkt því ástandi sem ríkir í ánum á vesturlandi.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði