Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 13:20 Hermenn koma fyrir skriðdreka við Lincoln-minnisvarðann að beiðni Trump forseta. Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna óttast að skriðdrekarnir eigi eftir að valda skemmdum við minnisvarðann. Vísir/AP Skriðdrekar hafa verið staðsettir í Washington-borg og herþotur eiga að fljúga þar yfir til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag, 4. júlí. Donald Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hervæða hátíðarhöldin og setja sjálfan sig í öndvegi ólíkt fyrri forverum hans. Verulega breytingar voru gerðar á hátíðarhöldunum í höfuborginni í ár frá því sem hefð er fyrir að beiðni Trump forseta. Hann vildi meðal annars að herinn æki skriðdrekum og götur borgarinnar eins og hefur þekkst í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þá hefur árleg flugeldasýning í borginni verið færð til, að sögn The Guardian. Fyrri forsetar hafa haldið sig til hlés á þjóðhátíðardeginum og hafa hátíðarhöldin yfirleitt einkennst af tónleikum og flugeldasýningu þar sem pólitík er ekki blandað í þau. Síðast gerðist það fyrir sjö áratugum þegar Harry Truman ávarpaði þjóðina sem stóð þá í stríði í Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá voru liðin 175 frá undirritun sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Nú ber aftur á móti svo við að hápunktur hátíðarhaldanna á að vera ræða Trump forseta við Lincoln-minnisvarðann þar sem Martin Luther yngri flutti meðal annars fræga ræðu. Margir óttast að Trump eigi ekki af standast mátið að gera ræðuna og hátíðarhöldin að kosningafundi eins og þeim sem hann heldur reglulega með stuðningsmönnum sínum en nú á kostnað skattgreiðenda. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt fásinnu að forsetinn eigi eftir að nýta ræðuna til að deila á pólitíska andstæðinga sína. Ræðan verði í anda ættjarðarástar.Flóðljósin prófuð fyrir ræðu Trump við Lincoln-minnisvarðann.Vísir/APWashington Post sagði frá því í vikunni að fjármunir sem aflað hefur verið með aðgangseyri í þjóðgarða og var ætlað að bæta garðana hafi verið færðir til að greiða fyrir hátíðarhöld Trump á þjóðhátíðardaginn. Trump gefur svo stuðningsmönnum sínum og fjárhagslegum bakhjörlum miða á fremsta bekk á hátíðarhöldin. Hvíta húsið hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn við herlegheitin sem ganga undir yfirskriftinni „Hylling Bandaríkjanna“. Bandaríska blaðið segir að þau verði þó leikandi létt dýrustu hátíðarhöldin í Washington-borg í sögunni. Trump hefur fullyrt að kostnaðurinn skipti ekki máli í ljósi mikilvægis hátíðarhaldanna. Ríkið eigi öll hernaðartólin, aðeins þurfi að splæsa í eldsneyti til að koma þeim til Washington. Trump forseti eru sagður hafa verið heillaður af því að halda hersýningu í höfuðborginni frá því að hann fór í opinbera heimsókn til Frakklands í Bastilludaginn 14. júlí árið 2017. Fallið var frá áformum um slíka sýningu í Washington-borg vegna andstöðu innan varnarmálaráðuneytisins. Þá var talið að kostnaðurinn hlypi á tugum milljóna dollara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Skriðdrekar hafa verið staðsettir í Washington-borg og herþotur eiga að fljúga þar yfir til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag, 4. júlí. Donald Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hervæða hátíðarhöldin og setja sjálfan sig í öndvegi ólíkt fyrri forverum hans. Verulega breytingar voru gerðar á hátíðarhöldunum í höfuborginni í ár frá því sem hefð er fyrir að beiðni Trump forseta. Hann vildi meðal annars að herinn æki skriðdrekum og götur borgarinnar eins og hefur þekkst í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þá hefur árleg flugeldasýning í borginni verið færð til, að sögn The Guardian. Fyrri forsetar hafa haldið sig til hlés á þjóðhátíðardeginum og hafa hátíðarhöldin yfirleitt einkennst af tónleikum og flugeldasýningu þar sem pólitík er ekki blandað í þau. Síðast gerðist það fyrir sjö áratugum þegar Harry Truman ávarpaði þjóðina sem stóð þá í stríði í Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá voru liðin 175 frá undirritun sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Nú ber aftur á móti svo við að hápunktur hátíðarhaldanna á að vera ræða Trump forseta við Lincoln-minnisvarðann þar sem Martin Luther yngri flutti meðal annars fræga ræðu. Margir óttast að Trump eigi ekki af standast mátið að gera ræðuna og hátíðarhöldin að kosningafundi eins og þeim sem hann heldur reglulega með stuðningsmönnum sínum en nú á kostnað skattgreiðenda. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt fásinnu að forsetinn eigi eftir að nýta ræðuna til að deila á pólitíska andstæðinga sína. Ræðan verði í anda ættjarðarástar.Flóðljósin prófuð fyrir ræðu Trump við Lincoln-minnisvarðann.Vísir/APWashington Post sagði frá því í vikunni að fjármunir sem aflað hefur verið með aðgangseyri í þjóðgarða og var ætlað að bæta garðana hafi verið færðir til að greiða fyrir hátíðarhöld Trump á þjóðhátíðardaginn. Trump gefur svo stuðningsmönnum sínum og fjárhagslegum bakhjörlum miða á fremsta bekk á hátíðarhöldin. Hvíta húsið hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn við herlegheitin sem ganga undir yfirskriftinni „Hylling Bandaríkjanna“. Bandaríska blaðið segir að þau verði þó leikandi létt dýrustu hátíðarhöldin í Washington-borg í sögunni. Trump hefur fullyrt að kostnaðurinn skipti ekki máli í ljósi mikilvægis hátíðarhaldanna. Ríkið eigi öll hernaðartólin, aðeins þurfi að splæsa í eldsneyti til að koma þeim til Washington. Trump forseti eru sagður hafa verið heillaður af því að halda hersýningu í höfuðborginni frá því að hann fór í opinbera heimsókn til Frakklands í Bastilludaginn 14. júlí árið 2017. Fallið var frá áformum um slíka sýningu í Washington-borg vegna andstöðu innan varnarmálaráðuneytisins. Þá var talið að kostnaðurinn hlypi á tugum milljóna dollara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira