Rútan á eðlilegum hraða og bílstjórinn allsgáður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 11:08 Rútan lenti á hliðinni utan vegar. Tveir um borð festust undir henni en voru losaðir með aðstoð heimamanna á næstu bæjum. Vísir/Jóhann K. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum þann 16. maí s.l. er nú á lokametrunum og sérfræðigögn að skila sér inn eftir því sem vikurnar líða. Enn er þó beðið eftir einhverjum vottorðum um meiðsl einstakra farþega og má búast við að það taki einhvern tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 32 kínverskir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hún fór á hliðina og slösuðust nokkrir alvarlega í slysinu. Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. Lögregla segir ljóst að áverkar af slysinu hefðu verið mun minni í mörgum tilfellum hefðu farþegar verið í bílbeltum. „Rannsókn á rútunni sjálfri gefur ekki tilefni til athugasemda og liggur fyrir að skv. ökurita hennar var henni ekki ekið umfram leyfðan hámarkshraða á veginum. Þá liggur fyrir að ökumaður hennar var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna við aksturinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir jafnframt að slysið hafi reynt um margt á ýmsa þætti fjölmargra viðbragðsaðila vegna hópslysa. „Þannig voru sjúklingar fluttir með flugvél LHG frá Höfn til Akureyrar, með þyrlu LHG og annarri slíkri af dönsku varðskipi til Reykjavíkur og að auki fór flugvél frá Norlandair tvær ferðir með sjúklinga frá Fagurhólsmýri á Selfoss. Þannig tókst með skjótum hætti að koma öllum aðilum úr slysinu á sjúkrastofnun án þess að viðkomandi þyrftu að fara langar leiðir í bílum af vettvangi. Það reyndist mikilvægt því enda þótt flestir farþeganna hafi við bráðaflokkun fengið matið „Grænn“ sem með ákveðinni einföldun þýðir „með meðvitund og getur gengið sjálfur af vettvangi“ þá voru áverkar þeirra alvarlegir og dæmi um að þeir hafi þurft umtalsverða læknisaðstoð þegar á leið. Þá þurfti heilbrigðisstarfsfólk og hjálparliðar Rkí að finna leiðir til að tengja fjölskyldur sem á stundum lentu á sitt hvorum landshlutanum þar sem hlúð var að meiðslum þeirra.“ Rýnifundir viðbragðsaðila hafi verið haldnir og sé það mat manna að í heild hafi aðgerðin tekist vel. Vill lögreglan á Suðurlandi þakka öllum sem að málinu komu sérstaklega fyrir góð og vel unnin störf. „Ljóst er að öryggisbeltanotkun farþega rútunnar var lítil og jafnframt er ljóst að áverkar sem af slysinu hlutust hefðu orðið mun minni í mörgum tilfellum ef þau hefðu verið notuð. Að rannsókn lokinni verður málið sent ákæruvaldi til ákvörðunar um framhald. Þá verða gögnin afhent Rannsóknarnefnd samgönguslysa til þóknanlegrar meðferðar.“ Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum þann 16. maí s.l. er nú á lokametrunum og sérfræðigögn að skila sér inn eftir því sem vikurnar líða. Enn er þó beðið eftir einhverjum vottorðum um meiðsl einstakra farþega og má búast við að það taki einhvern tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 32 kínverskir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hún fór á hliðina og slösuðust nokkrir alvarlega í slysinu. Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. Lögregla segir ljóst að áverkar af slysinu hefðu verið mun minni í mörgum tilfellum hefðu farþegar verið í bílbeltum. „Rannsókn á rútunni sjálfri gefur ekki tilefni til athugasemda og liggur fyrir að skv. ökurita hennar var henni ekki ekið umfram leyfðan hámarkshraða á veginum. Þá liggur fyrir að ökumaður hennar var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna við aksturinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir jafnframt að slysið hafi reynt um margt á ýmsa þætti fjölmargra viðbragðsaðila vegna hópslysa. „Þannig voru sjúklingar fluttir með flugvél LHG frá Höfn til Akureyrar, með þyrlu LHG og annarri slíkri af dönsku varðskipi til Reykjavíkur og að auki fór flugvél frá Norlandair tvær ferðir með sjúklinga frá Fagurhólsmýri á Selfoss. Þannig tókst með skjótum hætti að koma öllum aðilum úr slysinu á sjúkrastofnun án þess að viðkomandi þyrftu að fara langar leiðir í bílum af vettvangi. Það reyndist mikilvægt því enda þótt flestir farþeganna hafi við bráðaflokkun fengið matið „Grænn“ sem með ákveðinni einföldun þýðir „með meðvitund og getur gengið sjálfur af vettvangi“ þá voru áverkar þeirra alvarlegir og dæmi um að þeir hafi þurft umtalsverða læknisaðstoð þegar á leið. Þá þurfti heilbrigðisstarfsfólk og hjálparliðar Rkí að finna leiðir til að tengja fjölskyldur sem á stundum lentu á sitt hvorum landshlutanum þar sem hlúð var að meiðslum þeirra.“ Rýnifundir viðbragðsaðila hafi verið haldnir og sé það mat manna að í heild hafi aðgerðin tekist vel. Vill lögreglan á Suðurlandi þakka öllum sem að málinu komu sérstaklega fyrir góð og vel unnin störf. „Ljóst er að öryggisbeltanotkun farþega rútunnar var lítil og jafnframt er ljóst að áverkar sem af slysinu hlutust hefðu orðið mun minni í mörgum tilfellum ef þau hefðu verið notuð. Að rannsókn lokinni verður málið sent ákæruvaldi til ákvörðunar um framhald. Þá verða gögnin afhent Rannsóknarnefnd samgönguslysa til þóknanlegrar meðferðar.“
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira