Phil Neville ekkert á því að hætta með enska kvennalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 18:00 Phil Neville hefur staðið sig vel í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari. Hér hughreystir hann Ellen White eftir tapið í undanúrslitaleiknum. Getty/Marc Atkins Phil Neville er ákveðinn að halda áfram sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta en liðið rétt missti af sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn eftir naumt tap á móti ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Phil Neville hefur sett stefnuna á tvö næstu stórmót samkvæmt því sem breska ríkisútvarpið hefur eftir barónessunni Jane Campbell sem er yfir kvennastarfi breska knattspyrnusambandsins. Enska landsliðið hefur nú tapað í undanúrslitum á þremur stórmótum í röð en fær tvö önnur tækifæri á næstu tveimur árum.Women's World Cup: Phil Neville 'committed' to England job https://t.co/cdqGuHj4zj — BBC News England (@BBCEngland) July 4, 2019Phil Neville mun stýra breska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 og svo verður enska landsliðið á heimavelli á Evrópumótinu 2021. „Phil var að tala um Tókýó í morgun og um EM á heimavelli og það sem hann ætlaði að gera í sambandi við þessi tvö mót,“ sagði Jane Campbell. „Hann gerði samning um þriggja ára ferðalag og hann ætlar að standa við það. Við myndum líka elska það að hafa hann áfram,“ sagði Campbell. Phil Neville er fyrrum leikmaður Manchester United og enska karlalandsliðsins. Hann tók við enska kvennalandsliðinu árið 2018 og er þetta fyrsta starf hans sem aðalþjálfari. Enska landsliðið á eftir einn leik á HM en liðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á laugardaginn kemur. England HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Phil Neville er ákveðinn að halda áfram sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta en liðið rétt missti af sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn eftir naumt tap á móti ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Phil Neville hefur sett stefnuna á tvö næstu stórmót samkvæmt því sem breska ríkisútvarpið hefur eftir barónessunni Jane Campbell sem er yfir kvennastarfi breska knattspyrnusambandsins. Enska landsliðið hefur nú tapað í undanúrslitum á þremur stórmótum í röð en fær tvö önnur tækifæri á næstu tveimur árum.Women's World Cup: Phil Neville 'committed' to England job https://t.co/cdqGuHj4zj — BBC News England (@BBCEngland) July 4, 2019Phil Neville mun stýra breska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 og svo verður enska landsliðið á heimavelli á Evrópumótinu 2021. „Phil var að tala um Tókýó í morgun og um EM á heimavelli og það sem hann ætlaði að gera í sambandi við þessi tvö mót,“ sagði Jane Campbell. „Hann gerði samning um þriggja ára ferðalag og hann ætlar að standa við það. Við myndum líka elska það að hafa hann áfram,“ sagði Campbell. Phil Neville er fyrrum leikmaður Manchester United og enska karlalandsliðsins. Hann tók við enska kvennalandsliðinu árið 2018 og er þetta fyrsta starf hans sem aðalþjálfari. Enska landsliðið á eftir einn leik á HM en liðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á laugardaginn kemur.
England HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira