Ævintýri fimmtán ára stelpunnar heldur áfram á Wimbledon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 12:30 Coco Gauff. Vísir/Getty Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. Coco Gauff er aðeins fimmtán ára gömul og varð sú yngsta til að vinna leik á risamóti í 23 ár þegar hún sló út Venus Williams á mánudaginn. Hún var líka sú yngsta til að vinna leik á hinu virta Wimbledon móti síðan 1991 eða í 28 ár. Ævintýri Coco Gauff er hins vegar enn í fullum gangi og hún vann hrinurnar 6-3 og 6-3 í sigri sinni á slóvakísku tenniskonunni Magdalénu Rybáriková í annarri umferðinni. Gauff þurfti bara klukkutíma og níu mínútur til að klára dæmið.SHE'S DONE IT AGAIN! Coco Gauff is into the next round after beating Magdalena Rybarikova! 6-3 6-3 LIVE @BBCTwohttps://t.co/D80wao6QZj#bbctennis#Wimbledonpic.twitter.com/7U0GU7eeVJ — BBC Tennis (@bbctennis) July 3, 2019 Venus Williams er fimmfaldur Wimbledon-meistari en reyndar orðin 39 ára og því 24 árum eldri en Coco Gauff. Magdalena Rybáriková er „bara“ fimmtán árum eldri en sú bandaríska. „Ég er ennþá í sjokki að ég skuli vera yfir höfuð að keppa hér,“ sagði Coco Gauff við BBC TV. Það eru liðin 28 ár síðan að fimmtán ára tenniskona komst síðast í 32 manna úrslitin á Wimbledon. Jennifer Capriati var líka fimmtán ára þegar hún komst alla leið í undanúrslitin árið 1991. Líf Coco Gauff hefur gjörbreyst á smá tíma og frægðin hefur bankað upp á dyrnar. Það hefur því ekki verið auðvelt fyrir hana að fá einhverja hvíld.The journey continues… 15-year-old @CocoGauff beats former #Wimbledon semi-finalist Magdalena Rybarikova in straight sets to book her place in the third round pic.twitter.com/60juztgXej — Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2019„Ég bjóst ekki við þessu. Fullt af frægu fólki er að senda mér skilaboð og ég er eiginlega stjörnustjörf. Það ótrúlega er að samfélagmiðlar hjálpa mér að slaka á fyrir leikina. Ég er því mikið á þeim. Ég ætla líka að halda því áfram því það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Gauff. Næst á dagskránni er leikur á móti Polona Hercog frá Slóveníu í þriðji umferðinni og þar er sæti í sextán manna úrslitum í boði.What a day @Wimbledonpic.twitter.com/8O3vjMT9oi — Coco Gauff (@CocoGauff) July 1, 2019 Bandaríkin Bretland England Tennis Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sjá meira
Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. Coco Gauff er aðeins fimmtán ára gömul og varð sú yngsta til að vinna leik á risamóti í 23 ár þegar hún sló út Venus Williams á mánudaginn. Hún var líka sú yngsta til að vinna leik á hinu virta Wimbledon móti síðan 1991 eða í 28 ár. Ævintýri Coco Gauff er hins vegar enn í fullum gangi og hún vann hrinurnar 6-3 og 6-3 í sigri sinni á slóvakísku tenniskonunni Magdalénu Rybáriková í annarri umferðinni. Gauff þurfti bara klukkutíma og níu mínútur til að klára dæmið.SHE'S DONE IT AGAIN! Coco Gauff is into the next round after beating Magdalena Rybarikova! 6-3 6-3 LIVE @BBCTwohttps://t.co/D80wao6QZj#bbctennis#Wimbledonpic.twitter.com/7U0GU7eeVJ — BBC Tennis (@bbctennis) July 3, 2019 Venus Williams er fimmfaldur Wimbledon-meistari en reyndar orðin 39 ára og því 24 árum eldri en Coco Gauff. Magdalena Rybáriková er „bara“ fimmtán árum eldri en sú bandaríska. „Ég er ennþá í sjokki að ég skuli vera yfir höfuð að keppa hér,“ sagði Coco Gauff við BBC TV. Það eru liðin 28 ár síðan að fimmtán ára tenniskona komst síðast í 32 manna úrslitin á Wimbledon. Jennifer Capriati var líka fimmtán ára þegar hún komst alla leið í undanúrslitin árið 1991. Líf Coco Gauff hefur gjörbreyst á smá tíma og frægðin hefur bankað upp á dyrnar. Það hefur því ekki verið auðvelt fyrir hana að fá einhverja hvíld.The journey continues… 15-year-old @CocoGauff beats former #Wimbledon semi-finalist Magdalena Rybarikova in straight sets to book her place in the third round pic.twitter.com/60juztgXej — Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2019„Ég bjóst ekki við þessu. Fullt af frægu fólki er að senda mér skilaboð og ég er eiginlega stjörnustjörf. Það ótrúlega er að samfélagmiðlar hjálpa mér að slaka á fyrir leikina. Ég er því mikið á þeim. Ég ætla líka að halda því áfram því það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Gauff. Næst á dagskránni er leikur á móti Polona Hercog frá Slóveníu í þriðji umferðinni og þar er sæti í sextán manna úrslitum í boði.What a day @Wimbledonpic.twitter.com/8O3vjMT9oi — Coco Gauff (@CocoGauff) July 1, 2019
Bandaríkin Bretland England Tennis Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sjá meira