Snýr aftur með uppistand 18 mánuðum eftir ásökun um ósæmilega hegðun Sylvía Hall skrifar 2. júlí 2019 10:58 Uppistandið verður aðgengilegt á Netflix þann 9. júlí. Vísir/Getty Uppistand frá grínistanum Aziz Ansari fer í sýningar á streymisveitunni Netflix þann 9. júlí næstkomandi. Leikarinn hefur verið í hvíld frá sviðsljósinu í um það bil tvö ár eftir að ásakanir um ósæmilega hegðun hans komu fram í ársbyrjun 2018. Grínistinn tilkynnti um uppistandið á Twitter-síðu sinni í gær en það ber titilinn Aziz Ansari: Right Now. Áður hafði Ansari verið í samstarfi með Netflix í þáttunum Master of None þar sem hann fór með aðalhlutverkið.New standup special Aziz Ansari: Right Now. Directed by Spike Jonze. Out July 9th on @netflix. (cc: @netflixisajoke) pic.twitter.com/oJBXdbiA1b — Aziz Ansari (@azizansari) July 1, 2019 Uppistandið er það fyrsta sem kemur frá leikaranum eftir að 23 ára gömul kona skrifaði grein á vefmiðilinn Babe þar sem hún lýsti stefnumóti þeirra sem versta kvöldi lífs síns. Hún sagði hann hafa hundsað augljós merki hennar um að hún hefði ekki áhuga á kynlífi.Sjá einnig: Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Hún sendi honum smáskilaboð eftir stefnumótið og gerði honum ljóst að hegðun hans hafi komið henni í óþægilega stöðu. Hann sagðist hafa lesið aðstæðurnar vitlaust og honum þætti það leitt. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd kom fram að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkenndi að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir en upplifun hennar hafi komið henni verulega á óvart. Hollywood Kynferðisleg áreitni valdamanna MeToo Netflix Uppistand Tengdar fréttir Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Ansari hefur stutt MeToo-byltinguna en hefur nú sjálfur verið sakaður um að hafa gengið of langt á stefnumóti með konu í fyrra. 15. janúar 2018 08:05 Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Uppistand frá grínistanum Aziz Ansari fer í sýningar á streymisveitunni Netflix þann 9. júlí næstkomandi. Leikarinn hefur verið í hvíld frá sviðsljósinu í um það bil tvö ár eftir að ásakanir um ósæmilega hegðun hans komu fram í ársbyrjun 2018. Grínistinn tilkynnti um uppistandið á Twitter-síðu sinni í gær en það ber titilinn Aziz Ansari: Right Now. Áður hafði Ansari verið í samstarfi með Netflix í þáttunum Master of None þar sem hann fór með aðalhlutverkið.New standup special Aziz Ansari: Right Now. Directed by Spike Jonze. Out July 9th on @netflix. (cc: @netflixisajoke) pic.twitter.com/oJBXdbiA1b — Aziz Ansari (@azizansari) July 1, 2019 Uppistandið er það fyrsta sem kemur frá leikaranum eftir að 23 ára gömul kona skrifaði grein á vefmiðilinn Babe þar sem hún lýsti stefnumóti þeirra sem versta kvöldi lífs síns. Hún sagði hann hafa hundsað augljós merki hennar um að hún hefði ekki áhuga á kynlífi.Sjá einnig: Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Hún sendi honum smáskilaboð eftir stefnumótið og gerði honum ljóst að hegðun hans hafi komið henni í óþægilega stöðu. Hann sagðist hafa lesið aðstæðurnar vitlaust og honum þætti það leitt. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd kom fram að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkenndi að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir en upplifun hennar hafi komið henni verulega á óvart.
Hollywood Kynferðisleg áreitni valdamanna MeToo Netflix Uppistand Tengdar fréttir Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Ansari hefur stutt MeToo-byltinguna en hefur nú sjálfur verið sakaður um að hafa gengið of langt á stefnumóti með konu í fyrra. 15. janúar 2018 08:05 Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Ansari hefur stutt MeToo-byltinguna en hefur nú sjálfur verið sakaður um að hafa gengið of langt á stefnumóti með konu í fyrra. 15. janúar 2018 08:05
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein