Brauð og leikar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2019 07:00 Margir bændur hér í suðurhéruðum Spánar eru í viðskiptum við stórfyrirtækið Bayer. Tómatræktendur verða að kaupa frá þeim sérhannaðar plöntur og síðan fræ fyrir hverja uppskeru. Kornið kostar um 70 krónur. Yfir þessar plöntur verða þeir að hella skordýraeitri sem í flestum tilfellum nægir aðeins til að halda plágum í skefjum. Lítrinn kostar um tuttugu og átta þúsund krónur. Plönturnar vaxa hraðar en þær hefðbundnu og verða menn því að kaupa þær til að vera samkeppnishæfir og eru því dæmdir inn í þetta miskunnarlausa viðskiptamódel. Hefðbundna plantan mun líklegast hverfa. Bayer og þrjú önnur fyrirtæki eru nánast einráða um ræktun í heiminum. Nýlega tók Bayer yfir bandaríska fyrirtækið Monsanto með blessun Evrópusambandsins. Það er því varla að Þjóðverjum þessum sé annt um orðspor sitt. Monsanto hannaði nefnilega efnavopnin sem Bandaríkjaher stráði yfir frumskóga í Víetnam. Um fjögur þúsund létust og hálf milljón barna fæddust alvarlega sködduð. Fyrirtækið hefur staðið í fjölmörgum réttarhöldum, ekki síst vegna skordýraeiturs sem inniheldur glyphosate og hefur valdið alvarlegu heilsutjóni, spillt umhverfi, nánast útrýmt býflugum á sumum svæðum og eitur þess borist í grunnvatn. Monsanto hefur eytt háum fjárhæðum til þess eins að koma í veg fyrir að erfðabreytt matvæli séu sérstaklega merkt. Kannski fer eitthvað af þessum peningum í að þagga niður í spænskum fjölmiðlum en þeir minnast ekki á þennan samruna sem mun marka líf svo margra. Hins vegar var annar samruni fyrirferðarmikill í umræðunni um daginn þegar Sergio Ramos og Pilar Rubio giftu sig. Beckhamhjónin mættu og allt. Viktoría var verulega lekker. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun
Margir bændur hér í suðurhéruðum Spánar eru í viðskiptum við stórfyrirtækið Bayer. Tómatræktendur verða að kaupa frá þeim sérhannaðar plöntur og síðan fræ fyrir hverja uppskeru. Kornið kostar um 70 krónur. Yfir þessar plöntur verða þeir að hella skordýraeitri sem í flestum tilfellum nægir aðeins til að halda plágum í skefjum. Lítrinn kostar um tuttugu og átta þúsund krónur. Plönturnar vaxa hraðar en þær hefðbundnu og verða menn því að kaupa þær til að vera samkeppnishæfir og eru því dæmdir inn í þetta miskunnarlausa viðskiptamódel. Hefðbundna plantan mun líklegast hverfa. Bayer og þrjú önnur fyrirtæki eru nánast einráða um ræktun í heiminum. Nýlega tók Bayer yfir bandaríska fyrirtækið Monsanto með blessun Evrópusambandsins. Það er því varla að Þjóðverjum þessum sé annt um orðspor sitt. Monsanto hannaði nefnilega efnavopnin sem Bandaríkjaher stráði yfir frumskóga í Víetnam. Um fjögur þúsund létust og hálf milljón barna fæddust alvarlega sködduð. Fyrirtækið hefur staðið í fjölmörgum réttarhöldum, ekki síst vegna skordýraeiturs sem inniheldur glyphosate og hefur valdið alvarlegu heilsutjóni, spillt umhverfi, nánast útrýmt býflugum á sumum svæðum og eitur þess borist í grunnvatn. Monsanto hefur eytt háum fjárhæðum til þess eins að koma í veg fyrir að erfðabreytt matvæli séu sérstaklega merkt. Kannski fer eitthvað af þessum peningum í að þagga niður í spænskum fjölmiðlum en þeir minnast ekki á þennan samruna sem mun marka líf svo margra. Hins vegar var annar samruni fyrirferðarmikill í umræðunni um daginn þegar Sergio Ramos og Pilar Rubio giftu sig. Beckhamhjónin mættu og allt. Viktoría var verulega lekker.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun