Stórhættulegur snákur skríður laus um götur Cambridge Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 23:06 Þetta er ekki snákurinn sem um ræðir. Þeir eru þó afar svipaðir, enda af sömu tegund. Anadolu Agency/Getty Kyrkislanga af tegundinni malayopython reticulatus gengur, eða öllu heldur skríður, nú laus um stræti Cambridge í Bretlandi. Lögreglan í Cambridge leitar nú snáksins sem hvarf í gær. Leitinni hefur orðið lítið ágengt en þó hefur tekist að hafa uppi á eiganda snáksins sem hefur staðfest hvarf hans.Malayopython reticulatus er lengsta snákategund heims en hún getur náð allt að sex og hálfs metra lengd að meðaltali. Þær eiga rætur að rekja til suðaustur Asíu, til að mynda Malasíu og Taílands. Snákurinn sem um ræðir er í kring um 2,7 metra, heldur styttri en sá lengsti sem fundist hefur, en sá var 9,6 metrar. Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa séð slönguna að hafa strax samband við neyðarlínuna. Kyrkislöngur eru ekki eitraðar en þær geta vafið sér utan um bráð sína og kyrkt til bana áður en þær gleypa hana í heilu lagi. Snákum eins og þeim sem hér á í hlut líður best í skógarumhverfi nálægt ám og stöðuvötnum. Þær eiga auðvelt með sund og því ekki ólíklegt að snákurinn leiti á svæði þar sem aðstæður til þess er að finna.Malayopython reticulatus er meðal fárra snákategunda sem geta valdið mönnum skaða. Þekkt tilfelli þar sem slíkir snákar hafa banað mannfólki eru nokkur en snákarnir geta gleypt meðalmanneskju í heilu lagi.#cambscops In the early hours of this morning Officers attended the area of Lovell Rd Cambridge, Reports of a three meter snake seen in the area. Police have located the owner but not the Reticulated Python confirmed to be 9ft long. Any sighting please notify Cambs Police on 101. — Cambs police (@CambsCops) June 30, 2019 Bretland Dýr England Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Kyrkislanga af tegundinni malayopython reticulatus gengur, eða öllu heldur skríður, nú laus um stræti Cambridge í Bretlandi. Lögreglan í Cambridge leitar nú snáksins sem hvarf í gær. Leitinni hefur orðið lítið ágengt en þó hefur tekist að hafa uppi á eiganda snáksins sem hefur staðfest hvarf hans.Malayopython reticulatus er lengsta snákategund heims en hún getur náð allt að sex og hálfs metra lengd að meðaltali. Þær eiga rætur að rekja til suðaustur Asíu, til að mynda Malasíu og Taílands. Snákurinn sem um ræðir er í kring um 2,7 metra, heldur styttri en sá lengsti sem fundist hefur, en sá var 9,6 metrar. Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa séð slönguna að hafa strax samband við neyðarlínuna. Kyrkislöngur eru ekki eitraðar en þær geta vafið sér utan um bráð sína og kyrkt til bana áður en þær gleypa hana í heilu lagi. Snákum eins og þeim sem hér á í hlut líður best í skógarumhverfi nálægt ám og stöðuvötnum. Þær eiga auðvelt með sund og því ekki ólíklegt að snákurinn leiti á svæði þar sem aðstæður til þess er að finna.Malayopython reticulatus er meðal fárra snákategunda sem geta valdið mönnum skaða. Þekkt tilfelli þar sem slíkir snákar hafa banað mannfólki eru nokkur en snákarnir geta gleypt meðalmanneskju í heilu lagi.#cambscops In the early hours of this morning Officers attended the area of Lovell Rd Cambridge, Reports of a three meter snake seen in the area. Police have located the owner but not the Reticulated Python confirmed to be 9ft long. Any sighting please notify Cambs Police on 101. — Cambs police (@CambsCops) June 30, 2019
Bretland Dýr England Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira