Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 21:22 Olíuskipið Stena Impero. Mynd/Stena bulk Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. Um er að ræða skipið Stena Impero, sem siglir undir breskum fána, og skipið Mesdar, sem siglir undir líberískum fána en er í eigu Breta. Fyrst var greint frá því að hermenn á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, hefðu lagt hald á Stena Impero, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Stena Bulk, um klukkan fjögur að breskum tíma í dag. Haft var eftir eigendum skipsins að ekki hefði náðst samband við skipið síðan það var hertekið. Um borð eru 23 skipverjar. Seinna skipið, Masdar, sem er í eigu skosku útgerðarinnar Norbulk, er sagt hafa siglt skyndilega af leið og tekið stefnuna í átt að Íran. Skipinu var síðar sleppt úr haldi og heldur nú för sinni áfram.Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands.Vísir/GettyJeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í kvöld að Íranir hefðu hertekið bæði skipin. Þá sagðist hann „gríðarlega áhyggjufullur“ vegna málsins. Skipverjar skipanna tveggja eru af mörgum þjóðernum en engir Bretar eru þó um borð. COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, fundaði í dag vegna fyrra skipsins en mun koma saman aftur vegna þess seinna. Á fundinum verður rætt hvernig losa megi skipin úr haldi Írana eins fljótt og auðið er. Þá hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti setja sig í samband við bresk stjórnvöld vegna skipanna, að því er fram kemur í frétt Reuters.Haft hefur verið eftir talsmönnum Byltingarvarðarins að hermenn hafi hertekið Stena Impero fyrir að hafa ekki farið að alþjóðlegum siglingalögum. Andað hefur köldu milli Írans og Bretlands eftir að breskir sjóliðar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Í dag tilkynntu yfirvöld í Gíbraltar að kyrrsetning skipsins yrði framlengd, aðeins nokkrum klukkustundum áður en Íranir hertóku bresku skipin í dag. Íranir hafa síðustu vikur hótað því að kyrrsetja breskt olíuskip.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. Um er að ræða skipið Stena Impero, sem siglir undir breskum fána, og skipið Mesdar, sem siglir undir líberískum fána en er í eigu Breta. Fyrst var greint frá því að hermenn á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, hefðu lagt hald á Stena Impero, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Stena Bulk, um klukkan fjögur að breskum tíma í dag. Haft var eftir eigendum skipsins að ekki hefði náðst samband við skipið síðan það var hertekið. Um borð eru 23 skipverjar. Seinna skipið, Masdar, sem er í eigu skosku útgerðarinnar Norbulk, er sagt hafa siglt skyndilega af leið og tekið stefnuna í átt að Íran. Skipinu var síðar sleppt úr haldi og heldur nú för sinni áfram.Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands.Vísir/GettyJeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í kvöld að Íranir hefðu hertekið bæði skipin. Þá sagðist hann „gríðarlega áhyggjufullur“ vegna málsins. Skipverjar skipanna tveggja eru af mörgum þjóðernum en engir Bretar eru þó um borð. COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, fundaði í dag vegna fyrra skipsins en mun koma saman aftur vegna þess seinna. Á fundinum verður rætt hvernig losa megi skipin úr haldi Írana eins fljótt og auðið er. Þá hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti setja sig í samband við bresk stjórnvöld vegna skipanna, að því er fram kemur í frétt Reuters.Haft hefur verið eftir talsmönnum Byltingarvarðarins að hermenn hafi hertekið Stena Impero fyrir að hafa ekki farið að alþjóðlegum siglingalögum. Andað hefur köldu milli Írans og Bretlands eftir að breskir sjóliðar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Í dag tilkynntu yfirvöld í Gíbraltar að kyrrsetning skipsins yrði framlengd, aðeins nokkrum klukkustundum áður en Íranir hertóku bresku skipin í dag. Íranir hafa síðustu vikur hótað því að kyrrsetja breskt olíuskip.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12