Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. júlí 2019 13:47 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir tjón Icelandair gríðarlegt vegna kyrrsetningar Boeign vélanna. FBL/Stefán Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. Upphæð bóta sem Icelandair fær liggur ekki fyrir en viðræður standa yfir milli félagsins og flugframeiðandans. Forstjóri Icelandair Group segir tjónið nokkuð mikið. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu 350 manns að bana. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningar vélanna nemur alls 6,6 milljörðum dala sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna. „Bótaupphæðin liggur ekki fyrir enda liggur ekki fyrir hvert tjónið okkar er. Vélarnar eru enn kyrrsettar og við vitum ekki enn hver kyrrsetningarkostnaðurinn verður og hversu miklar heildartekjurnar verða sem við töpum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þá segir hann tjónið nokkuð mikið. „Já eins og hefur komið fram hjá okkur þá átti MAX vélin að ver ansi mikilvæg í okkar rekstri í sumar og á þessu ári. Að geta ekki notað þær og þurfa að leigja vélar í staðin hefur talsverð áhrif á neikvæðan hátt. Bæði hvað varðar kostnað og svo hefur maður þurft að draga saman framboðið miðað við það sem maður ætlaði að gera þannig við erum að tapa tekjum líka og erum að færa til farþega sem hafa raunar staðið ótrúlega vel með okkur en allt þetta kostar. Við höfum sest niður með Boeing til að fara yfir þessu mál og reiknum með að það klárist farsællega þegar líður á árið og þegar við vitum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Bogi. Þá segir hann útilokað að segja til um hvenær vélarnar fari aftur á flug. „Það ferli sem er í gangi núna snýst um að tryggja öryggi vélanna. Boeing, eftirlitsaðilar og flugfélög eru öll með það sem lykilmarkmið og það er ekki komin nein tímasetning á það hvenær þær fari á flug,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. Upphæð bóta sem Icelandair fær liggur ekki fyrir en viðræður standa yfir milli félagsins og flugframeiðandans. Forstjóri Icelandair Group segir tjónið nokkuð mikið. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu 350 manns að bana. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningar vélanna nemur alls 6,6 milljörðum dala sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna. „Bótaupphæðin liggur ekki fyrir enda liggur ekki fyrir hvert tjónið okkar er. Vélarnar eru enn kyrrsettar og við vitum ekki enn hver kyrrsetningarkostnaðurinn verður og hversu miklar heildartekjurnar verða sem við töpum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þá segir hann tjónið nokkuð mikið. „Já eins og hefur komið fram hjá okkur þá átti MAX vélin að ver ansi mikilvæg í okkar rekstri í sumar og á þessu ári. Að geta ekki notað þær og þurfa að leigja vélar í staðin hefur talsverð áhrif á neikvæðan hátt. Bæði hvað varðar kostnað og svo hefur maður þurft að draga saman framboðið miðað við það sem maður ætlaði að gera þannig við erum að tapa tekjum líka og erum að færa til farþega sem hafa raunar staðið ótrúlega vel með okkur en allt þetta kostar. Við höfum sest niður með Boeing til að fara yfir þessu mál og reiknum með að það klárist farsællega þegar líður á árið og þegar við vitum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Bogi. Þá segir hann útilokað að segja til um hvenær vélarnar fari aftur á flug. „Það ferli sem er í gangi núna snýst um að tryggja öryggi vélanna. Boeing, eftirlitsaðilar og flugfélög eru öll með það sem lykilmarkmið og það er ekki komin nein tímasetning á það hvenær þær fari á flug,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira