Serena Williams enn forsíðustúlka þrátt fyrir skellinn um síðustu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 13:30 Serena Williams vekur mikla athygli innan sem utan vallar. Getty/Frazer Harrison Tenniskonan Serena Williams er á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins en þar fer blaðið yfir fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Sports Illustrated fékk sex sérfræðinga í tísku til að velja þennan fimmtíu manna lista sem átti að vera skipaður þeim íþróttamönnum sem skara ekki aðeins fram úr inn á íþróttavellinum heldur einnig í framkomu og klæðnaði utan hans. Þetta er fjórða árið í röð sem Sports Illustrated tekur saman lista eins og þennan. Serena Williams fékk þar fyrsta sætið á lista Sports Illustrated en hún er lifandi goðsögn í íþróttaheiminum og hefur þegar unnið 23 risatitla á ferlinum. Serena Williams fær mikið hrós fyrir stíl sinn innan sem utan vallar þar sem hún er óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hefur líka tekist vel upp að auka hróður sinn í tískuheiminum með sínum sérstaka stíl. Williams er enn að reyna að vinna fyrsta risatitilinn eftir að hún eignaðist dóttur sína en hún hefur tapað nokkrum úrslitaleikjum síðan þá þar á meðal fékk hún skell í úrslitaleik Wimbledon mótsins á dögunum. Aðrir nýtískulegir íþróttamenn sem komast ofarlega á listann eru NFL-leikmennirnir Odell Beckham Jr., og Tom Brady, körfuboltamennirnir Russell Westbrook, James Harden, Dwyane Wade og LeBron James, tenniskonan Maria Sharapova, formúluökumaðurinn Lewis Hamilton og knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Allir þessir íþróttamenn teljast vera tískuíkon og voru nefndir fyrstir af sérfræðingateymi blaðsins í umfjölluninni um fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Blaðið heldur síðan áfram að nefna til íþróttafólk sem tollir í tískunni. Það má sjá allan listann með því að smella hér. Tennis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Sjá meira
Tenniskonan Serena Williams er á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins en þar fer blaðið yfir fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Sports Illustrated fékk sex sérfræðinga í tísku til að velja þennan fimmtíu manna lista sem átti að vera skipaður þeim íþróttamönnum sem skara ekki aðeins fram úr inn á íþróttavellinum heldur einnig í framkomu og klæðnaði utan hans. Þetta er fjórða árið í röð sem Sports Illustrated tekur saman lista eins og þennan. Serena Williams fékk þar fyrsta sætið á lista Sports Illustrated en hún er lifandi goðsögn í íþróttaheiminum og hefur þegar unnið 23 risatitla á ferlinum. Serena Williams fær mikið hrós fyrir stíl sinn innan sem utan vallar þar sem hún er óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hefur líka tekist vel upp að auka hróður sinn í tískuheiminum með sínum sérstaka stíl. Williams er enn að reyna að vinna fyrsta risatitilinn eftir að hún eignaðist dóttur sína en hún hefur tapað nokkrum úrslitaleikjum síðan þá þar á meðal fékk hún skell í úrslitaleik Wimbledon mótsins á dögunum. Aðrir nýtískulegir íþróttamenn sem komast ofarlega á listann eru NFL-leikmennirnir Odell Beckham Jr., og Tom Brady, körfuboltamennirnir Russell Westbrook, James Harden, Dwyane Wade og LeBron James, tenniskonan Maria Sharapova, formúluökumaðurinn Lewis Hamilton og knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Allir þessir íþróttamenn teljast vera tískuíkon og voru nefndir fyrstir af sérfræðingateymi blaðsins í umfjölluninni um fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Blaðið heldur síðan áfram að nefna til íþróttafólk sem tollir í tískunni. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Tennis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Sjá meira