Real Madrid farið að kaupa stjörnur í kvennaliðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 12:30 Mynd/Twitter/@KosovareAsllani Real Madrid hefur loksins ákveðið að láta af karlrembunni og vera með kvennalið hjá félaginu. Forráðamenn félagsins eru þekktir fyrir að kaupa stórstjörnur fyrir karlaliðið og þeir ætla greinilega að fara sömu leið hjá konunum. Real Madrid byrjar þó ekki alveg á núllpunkti. Real Madrid mun nefnilega taka yfir kvennaliðið CD Tacon og nafn liðsins mun ekki breytast í Real Madrid fyrr en næsta sumar. Sænska stórstjarnan Kosovare Asllani var því í raun að semja við CD Tacon en tilkynnti það stolt á samfélagsmiðlum að hún væri fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fær í sitt nýja kvennalið eins og sjá má hér fyrir neðan.Proud to announce that I’ll be the first official signing for Real Madrid/Cd Tacon. Excited to write history, to help build and be part of this teams journey from the very start. It’ll be a dream to wear the most beautiful jersey in the world starting next season. HALA MADRID pic.twitter.com/QnJDSE8wqH — Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) July 18, 2019„Ég er stolt að geta tilkynnti það að ég verð fyrsti leikmaðurinn sem semur við Real Madrid/Cd Tacon. Spennt að skrifa söguna og fá að taka þátt í ferðalaginu frá byrjun. Það er draumur að fá að klæðast fallegustu fótboltatreyju í heimi frá og með næsta tímabili. Áfram Madrid,“ skrifaði Kosovare Asllani. Sænska landsliðið vann brons á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar og markahæsti leikmaður liðsins var einmitt Kosovare Asllani. Hún skoraði sem dæmi fyrsta markið í 2-1 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Kosovare Asllani heldur upp á þrítugsafmælið sitt eftir tíu daga en spilaði undanfarin ár með Linköpings FC í Svíþjóð en hafði þar á undan leikið með liðum eins og Chicago Red Stars, Paris Saint-Germain og Manchester City. Kosovare Asllani hefur skorað 32 mörk í 126 landsleikjum með Svíum og er áttundi markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi.Real Madrid welcomes Sweden star Kosovare Asllani as the club's first signing for its new women's team https://t.co/pCRlBNdkKwpic.twitter.com/27jn3rL6NK — Planet Fútbol (@si_soccer) July 18, 2019 CD Tacon er nýliði í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili eftir að hafa unnið spænsku b-deildina á síðustu leiktíð. Bæði Barcelona og Atletico Madrid, helstu andstæðingar Real Madrid hjá körlunum er bæði komin með mjög öflug kvennalið og það fyrir mörgum árum. Barcelona komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og Atlético Madrid hefur unnið spænsku deildina undanfarin þrjú tímabil þar sem Barcelona hefur alltaf endaði í öðru sætiSweden's @KosovareAsllani becomes Real Madrid's first-ever signing for their women's team pic.twitter.com/0Uj50ZcCpg — B/R Football (@brfootball) July 18, 2019 Fótbolti Spánn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Real Madrid hefur loksins ákveðið að láta af karlrembunni og vera með kvennalið hjá félaginu. Forráðamenn félagsins eru þekktir fyrir að kaupa stórstjörnur fyrir karlaliðið og þeir ætla greinilega að fara sömu leið hjá konunum. Real Madrid byrjar þó ekki alveg á núllpunkti. Real Madrid mun nefnilega taka yfir kvennaliðið CD Tacon og nafn liðsins mun ekki breytast í Real Madrid fyrr en næsta sumar. Sænska stórstjarnan Kosovare Asllani var því í raun að semja við CD Tacon en tilkynnti það stolt á samfélagsmiðlum að hún væri fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fær í sitt nýja kvennalið eins og sjá má hér fyrir neðan.Proud to announce that I’ll be the first official signing for Real Madrid/Cd Tacon. Excited to write history, to help build and be part of this teams journey from the very start. It’ll be a dream to wear the most beautiful jersey in the world starting next season. HALA MADRID pic.twitter.com/QnJDSE8wqH — Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) July 18, 2019„Ég er stolt að geta tilkynnti það að ég verð fyrsti leikmaðurinn sem semur við Real Madrid/Cd Tacon. Spennt að skrifa söguna og fá að taka þátt í ferðalaginu frá byrjun. Það er draumur að fá að klæðast fallegustu fótboltatreyju í heimi frá og með næsta tímabili. Áfram Madrid,“ skrifaði Kosovare Asllani. Sænska landsliðið vann brons á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar og markahæsti leikmaður liðsins var einmitt Kosovare Asllani. Hún skoraði sem dæmi fyrsta markið í 2-1 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Kosovare Asllani heldur upp á þrítugsafmælið sitt eftir tíu daga en spilaði undanfarin ár með Linköpings FC í Svíþjóð en hafði þar á undan leikið með liðum eins og Chicago Red Stars, Paris Saint-Germain og Manchester City. Kosovare Asllani hefur skorað 32 mörk í 126 landsleikjum með Svíum og er áttundi markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi.Real Madrid welcomes Sweden star Kosovare Asllani as the club's first signing for its new women's team https://t.co/pCRlBNdkKwpic.twitter.com/27jn3rL6NK — Planet Fútbol (@si_soccer) July 18, 2019 CD Tacon er nýliði í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili eftir að hafa unnið spænsku b-deildina á síðustu leiktíð. Bæði Barcelona og Atletico Madrid, helstu andstæðingar Real Madrid hjá körlunum er bæði komin með mjög öflug kvennalið og það fyrir mörgum árum. Barcelona komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og Atlético Madrid hefur unnið spænsku deildina undanfarin þrjú tímabil þar sem Barcelona hefur alltaf endaði í öðru sætiSweden's @KosovareAsllani becomes Real Madrid's first-ever signing for their women's team pic.twitter.com/0Uj50ZcCpg — B/R Football (@brfootball) July 18, 2019
Fótbolti Spánn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti