Hollensk stjórnvöld ábyrg fyrir fjöldamorðinu í Srebrenica Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 08:05 Maður á bæn við minnisvarða um fórnarlömb fjöldamorðsins í Srebrenica. Vísir/EPA Hæstiréttur Hollands staðfesti dóm um að hollensk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fjöldamorði á um 350 bosnískra múslima í Srebrenica árið 1995. Dómurinn lækkaði þó bætur sem ættingum mannanna sem voru myrtir höfðu verið dæmdar á neðri dómstigum, að sögn AP-fréttastofunnar. Alls myrtu serbneskar hersveitir um 8.000 múslimakarla í bænum Srebrenica í versta einstaka voðaverki Bosníustríðsins fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hollenskir friðargæsluliðar gættu þar griðarsvæðis Sameinuðu þjóðanna en seldu flóttamenn í hendur Bosníuserba í skiptum fyrir hollenska gísla. Málið sem lá fyrir hæstarétti Hollands í dag varðaði rúmlega þrjú hundruð múslima sem höfðu leitað skjóls hjá hollensku friðargæsluliðunum en voru látnir í hendur Bosníuserba, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áfrýjunardómstóll taldi fyrir tveimur árum að hollensk stjórnvöld bæru ekki alla ábyrgðina þar sem mennirnir hefðu að líkindum verið drepnir sama hvað friðargæsluliðarnir hefðu gert. Ríkisstjórn Hollands sagði af sér árið 2002 þegar hollenskum stjórnvöldum og yfirmönnum hersins var kennt um að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorðið. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar voru taldar friðhelgar fyrir saksókn. Dómarinn í málinu í dag sagði að hollenskir friðagæsluliðar hafi vitað að um 5.000 múslimskir flóttamenn sem þeir vísuðu úr herstöð sinni hafi verið í verulegri hættu á að vera misnotaðir og myrtir.Fréttin hefur verið uppfærð. Bosnía og Hersegóvína Holland Sameinuðu þjóðirnar Serbía Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Hæstiréttur Hollands staðfesti dóm um að hollensk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fjöldamorði á um 350 bosnískra múslima í Srebrenica árið 1995. Dómurinn lækkaði þó bætur sem ættingum mannanna sem voru myrtir höfðu verið dæmdar á neðri dómstigum, að sögn AP-fréttastofunnar. Alls myrtu serbneskar hersveitir um 8.000 múslimakarla í bænum Srebrenica í versta einstaka voðaverki Bosníustríðsins fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hollenskir friðargæsluliðar gættu þar griðarsvæðis Sameinuðu þjóðanna en seldu flóttamenn í hendur Bosníuserba í skiptum fyrir hollenska gísla. Málið sem lá fyrir hæstarétti Hollands í dag varðaði rúmlega þrjú hundruð múslima sem höfðu leitað skjóls hjá hollensku friðargæsluliðunum en voru látnir í hendur Bosníuserba, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áfrýjunardómstóll taldi fyrir tveimur árum að hollensk stjórnvöld bæru ekki alla ábyrgðina þar sem mennirnir hefðu að líkindum verið drepnir sama hvað friðargæsluliðarnir hefðu gert. Ríkisstjórn Hollands sagði af sér árið 2002 þegar hollenskum stjórnvöldum og yfirmönnum hersins var kennt um að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorðið. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar voru taldar friðhelgar fyrir saksókn. Dómarinn í málinu í dag sagði að hollenskir friðagæsluliðar hafi vitað að um 5.000 múslimskir flóttamenn sem þeir vísuðu úr herstöð sinni hafi verið í verulegri hættu á að vera misnotaðir og myrtir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bosnía og Hersegóvína Holland Sameinuðu þjóðirnar Serbía Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira