Sameinuðu þjóðirnar

Fréttamynd

Stórá­fangi í réttinda­baráttu fatlaðs fólks

Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Úlfurinn gerður að fjárhirði

Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Vertu með­byr mann­úðar

Skjótt skipast veður í lofti. Á undrastuttum tíma hafa heimsmálin gerbreyst og mannkynssagan virðist skrifa sig fyrir augunum á okkur. Daglega dynja á okkur fréttir sem eru svo sláandi að einu mögulegu viðbrögðin virðast hneykslan, vanmáttur eða meðvitað sinnuleysi. Þetta er svo skelfilegt – en hvað get ég gert?

Skoðun
Fréttamynd

Saka Ísraela um kerfis­bundin mann­réttinda­brot

Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni.

Erlent
Fréttamynd

Óður til Græn­lands

„Getur þú ímyndað þér að þurfa alltaf að tala annað tungumál á fundum sem skipta einhverju raunverulegu máli í þínu eigin heimalandi?“ spurði grænlensk samstarfskona mig fyrir nokkrum árum og vísaði hér til dönsku. „Þú upplifir að þú sért óæðri á einhvern hátt, þó að það sé kannski ekki ætlunin, þá seytlast sú tilfinning smátt og smátt inn.“

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nýja forystu mikil tíðindi fyrir flokkinn. Á sama tíma megi ekki gleyma því að Bjarni Benediktsson sé að skila af sér flokknum í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í.

Innlent
Fréttamynd

Hvað eru Innri þróunar­mark­mið?

Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­átta fyrir mann­réttindum aldrei verið mikil­vægari

Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra. 

Skoðun
Fréttamynd

Segir Selenskí á leið til Washington

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­stjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Vara við fordæmalausu kyn­ferðis­of­beldi gegn börnum

Hermenn Austur-Kongó og aðrar sveitir sem styðja herinn hafa hörfað frá flugvelli skammt frá borginni Bukavu í austurhluta Austur-Kongó. Uppreisnarmenn M23 hafa tekið flugvöllinn og útlit er fyrir að þeir stefni á árásir á Bukavo, sem yrði önnur stóra borgin á svæðinu til að falla í hendur þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Hóta Hútum sömu „aumu ör­lögum“ og Hamas og Hezbollah

Hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael er hætt við því að þeir hljóti „sömu aumu örlög“ og Hamas, Hezbollah eða Bashar al-Assad. Þetta sagði sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum í dag og kallaði hann það síðustu viðvörun Húta, sem stjórna stórum hluta Jemen og njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran.

Erlent
Fréttamynd

Krísan sem heimurinn hundsar: kyn­bundið of­beldi í á­tökum

Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hrif Ís­lands á al­þjóða­vett­vangi (í bar­áttunni gegn kynb. of­beldi)

Á Íslandi og víðsvegar um heiminn hefur baráttufólk fyrir jafnrétti kynjanna unnið fjölda sigra. Það er í raun alveg magnað að hugsa til þess hversu mikið hefur breyst. Það birtist manni kannski best þegar gömul skrif eða myndbönd eru grafin upp og komast í umræðuna. Þess vegna er svo sláandi að heyra staðreyndir á borð við þá að tíundu hverja mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir.

Skoðun
Fréttamynd

Íranir hóta því að koma sér upp kjarn­orku­vopnum

Seyed Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, segir hætt við því að stjórnvöld muni íhuga að einbeita sér að því að eignast kjarnorkuvopn ef Vesturlönd standi við þá hótun sína að taka aftur upp allsherjarþvinganir gegn landinu.

Erlent
Fréttamynd

Að kjósa með nú­tíma hugsunar­hætti

Kosningarnar sem standa nú yfir má líkja við sætisbeltaljós í miðri ókyrrð. Hvað á að kjósa þegar fjármál landsins, skólamál, geðheilbrigðismál og umhverfismál eru öll í hnút? Flokkarnir lofa öllu fögru en hvað ætla þau að standa við, hvernig getum við vitað betur?

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil fjölgun í af­tökum Rússa á stríðs­föngum

Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Sam­vinnu­félög - sóknar­færi á húsnæðis­markaði?

Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar.

Skoðun
Fréttamynd

Búinn að velja sendi­herra og „landamærakeisara“

Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans.

Erlent
Fréttamynd

Kim hafi stutt Rússa frá upp­hafi „heilags stríðs“ þeirra

Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst.

Erlent