Nadia Comaneci fékk fullt hús frá öllum sjö dómurum á tvíslánni á Ólympíuleikunum í Montréal 1976. 23 sekúndur af fullkomnum og heimsfrægðin bankaði á dyrnar. Stigataflan sýndi ekki 10.00 heldur 1.00 þar sem hún gat hæst sýnt 9.99.
Nadia Comaneci keppti þarna fyrir Rúmeníu á Ólympíuleikunum 1976 þar sem hún vann þrenn gullverðlaun og var stjarna leikanna aðeins fjórtán ára gömul. Comaneci fékk alls sex tíur á leikunum.
Comaneci bætti síðan við tvennum gullverðlaunum og tvennum silfurverðlaunum á leikunum í Moskvu fjórum árum síðar.
Nadia Comaneci flúði Rúmeníu árið 1989 og settist að í Bandaríkjunum. Hún giftist bandaríska fimleikamanninum Bart Conner sem vann einnig gull á Ólympíuleikunum. Conner vann sín gull á leikunum í Los Angeles 1984.
Nadia Comaneci ætlaði að halda upp á tíuna sína frá því í Montréal með því að taka handahlaup á ströndinni eins og sjá má hér fyrir neðan.
Here we go... 43 years later..July 18 th 1976 Montreal ...First Perfect 10.....and my son photobomb handstand... pic.twitter.com/CjEercqHmR
— Nadia Comaneci (@nadiacomaneci10) July 17, 2019
Dylan, sonur hennar, vildi greinilega vera með og laumaði sér inn í myndbandið. Það má sjá hann vera í handstöðu í bakgrunninum. Hann ætti líka að vera með fimleikagenin enda báðir foreldrar hans Ólympíumeistarar í fimleikum.
Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um fullkomna æfingu Nadiu Comaneci frá Ólympíuleikunum í Montréal 1976.