Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að starfsmenn hafi verið búnir að slökkva eldinn með snörum handtökum þegar slökkvilið bar að garði. Töluverður reykur var þó í kjallaranum og hafði náð að berast m.a. í sundlaugarsal vegna galla í loftræstikerfi.
Um klukkutíma tók að loftræsta húsnæðið en talið er að minniháttar tjón hafi hlotist af eldsvoðanum, fyrir utan loftpressuna sem eyðilagðist.