Sóttu slasaða göngukonu nálægt Hrafntinnuskeri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 13:06 Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að nokkuð hafi verið um annir hjá þeim björgunarsveitarhópum sem manna hálendisvakt björgunarsveita það sem af er sumri. vísir/vilhelm Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru í morgun kallaðir út vegna slasaðrar göngukonu við Hrafntinnusker, fyrsta skálann á Laugavegi ef gengið er milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sendi á fréttastofu nú rétt í þessu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem björgunarsveitum barst í fyrstu var konan illa handarbrotin. Um einni og hálfri klukkustund eftir að útkallið barst voru björgunarmenn komnir í Hrafntinnusker og hófu þá við að búa viðkomandi til flutnings. Áverkar konunnar reyndust minni en í fyrstu var talið. Þó var um minniháttar beinbrot að ræða. Unnið er að því að flytja konuna í Landmannalaugar en þaðan verður henni komið undir læknishendur.Annríki vegna göngufólks Samkvæmt tilkynningunni hefur verið nokkuð mikið um útköll vegna göngumanna hjá hálendisvakt björgunarsveita það sem af er sumri. Í gær fóru þeir björgunarmenn sem manna hálendisvaktina á Sprengisandi til aðstoðar manni sem var að ganga frá Nýjadal að Drekagili við Öskju. Þar voru tveir ferðalangar saman en annar þeirra var ógöngufær sökum áverka á fæti. Var honum ekið í Nýjadal hvaðan honum var komið til byggða þar sem hann fékk viðeigandi læknisaðstoð. Félagi hans hélt göngunni í Drekagil áfram. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru í morgun kallaðir út vegna slasaðrar göngukonu við Hrafntinnusker, fyrsta skálann á Laugavegi ef gengið er milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sendi á fréttastofu nú rétt í þessu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem björgunarsveitum barst í fyrstu var konan illa handarbrotin. Um einni og hálfri klukkustund eftir að útkallið barst voru björgunarmenn komnir í Hrafntinnusker og hófu þá við að búa viðkomandi til flutnings. Áverkar konunnar reyndust minni en í fyrstu var talið. Þó var um minniháttar beinbrot að ræða. Unnið er að því að flytja konuna í Landmannalaugar en þaðan verður henni komið undir læknishendur.Annríki vegna göngufólks Samkvæmt tilkynningunni hefur verið nokkuð mikið um útköll vegna göngumanna hjá hálendisvakt björgunarsveita það sem af er sumri. Í gær fóru þeir björgunarmenn sem manna hálendisvaktina á Sprengisandi til aðstoðar manni sem var að ganga frá Nýjadal að Drekagili við Öskju. Þar voru tveir ferðalangar saman en annar þeirra var ógöngufær sökum áverka á fæti. Var honum ekið í Nýjadal hvaðan honum var komið til byggða þar sem hann fékk viðeigandi læknisaðstoð. Félagi hans hélt göngunni í Drekagil áfram.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira