Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 08:03 Kellyanne Conway, ráðgjafi forsetans, á umræddum blaðamannafundi. Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, spurði fréttamann um um uppruna hans á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í gær. Spurning hennar kom í kjölfar spurningar blaðamannsins sem sneri að ummælum forsetans, þar sem hann lagði til að fjórar bandarískar þingkonu „sneru aftur til síns heima.“ Á sunnudag birti Trump röð tísta þar sem hann bölsótaðist yfir „framsæknum þingkonum Demókrata sem koma upprunalega frá öðrum löndum.“ Spurði hann síðan hvers vegna konurnar færu ekki aftur til upprunalanda sinna og löguðu það sem betur mætti fara þar, í stað þess að segja Bandaríkjamönnum hvernig þeir ættu að haga stjórnarháttum sínum. Rétt er að benda á að þingkonurnar eru allar fjórar bandarískir ríkisborgarar. Raunar eru þrjár þeirra fæddar í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í gær eyddi Conway dágóðum tíma í að svara fyrir og verja tíst forsetans, sem mætt hafa mikilli gagnrýni bæði vestan hafs og utan Bandaríkjanna, þar sem forsetinn hefur verið sakaður um kynþáttafordóma. Andrew Feinberg, Hvítahússfréttaritari Breakfast Media, bar þar upp spurningu sem sneri að tístum Trump síðan á sunnudag. „Fyrst að forsetinn var ekki að segja þessum fjórum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda þeirra, til hvaða landa var hann þá að vísa?“ spurði Feinberg. Conway svaraði þá spurningu hans um hæl með annarri spurningu. „Af hvaða uppruna ert þú?“ Þegar Feiberg reyndi að útskýra fyrir hinum umdeilda ráðgjafa forsetans að uppruni hans væri spurningu hans óviðkomandi greip Conway fram í fyrir honum til þess að útskýra mál sitt. „Ég er að spyrja þig spurningar. Forfeður mínir eru frá Írlandi og Ítalíu,“ sagði Conway. Aftur reyndi Feinberg að árétta að uppruni hans kæmi því sem spurt væri um einfaldlega ekki við, en Conway stóð föst á sínu. „Nei nei, þetta er vegna þess sem þú ert að spyrja um, hann sagði „upphaflega,“ hann sagði „upphaflega frá [þessum löndum]. Og þú veist að allt sem hann hefur sagt síðan þá er til þess að eiga heildrænt samtal. Hann hefur talað mikið um þetta frá því þetta eina tíst birtist, sagði Conway.Here’s video, courtesy of @cspanpic.twitter.com/PNqIznSDcO — Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) July 16, 2019 Forsetinn þreyttur á gagnrýni á herinn og landamæravörslu Conway beindi umræðunni síðan í aðra átt og gerði landamærastöðvar við suðurlandamæri Bandaríkjanna að umfjöllunarefni sínu, en forsetinn og ríkisstjórn hans hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir þær aðstæður sem fólki á slíkum stöðvum er gert að búa við. Hefur því verið haldið fram að aðstæður þar séu skelfilegar, þar sem fólk hafi hvorki aðgang að heitum mat né sturtum, og sé oft látið dúsa margt saman í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færra fólk. Á móti hefur stjórn forsetans haldið því fram að straumur flóttamanna inn í landið frá suðri sé „krísa“ og að kerfið sé ofurliði borið vegna hans. Því verði þingið að bregðast við með harðari löggjöf og aukinni fjárveitingu til þessa málaflokks, en það voru meðal lykilkosningaloforða Trump í síðustu kosningum. „Forsetinn er þreyttur. Við erum mörg hver þreytt á því að þetta land, Bandaríkin, sé í síðasta sæti hjá eiðsvörnum embættismönnum. Þreytt á því að mannorð hersins okkar sé svert. Þreytt á því að starfsfólk toll- og landamærastofnunar Bandaríkjanna sem ég hef hitt, sem eru meðan ég man í miklum meirihluta af rómansk-amerískum uppruna, sé gagnrýnt.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, spurði fréttamann um um uppruna hans á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í gær. Spurning hennar kom í kjölfar spurningar blaðamannsins sem sneri að ummælum forsetans, þar sem hann lagði til að fjórar bandarískar þingkonu „sneru aftur til síns heima.“ Á sunnudag birti Trump röð tísta þar sem hann bölsótaðist yfir „framsæknum þingkonum Demókrata sem koma upprunalega frá öðrum löndum.“ Spurði hann síðan hvers vegna konurnar færu ekki aftur til upprunalanda sinna og löguðu það sem betur mætti fara þar, í stað þess að segja Bandaríkjamönnum hvernig þeir ættu að haga stjórnarháttum sínum. Rétt er að benda á að þingkonurnar eru allar fjórar bandarískir ríkisborgarar. Raunar eru þrjár þeirra fæddar í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í gær eyddi Conway dágóðum tíma í að svara fyrir og verja tíst forsetans, sem mætt hafa mikilli gagnrýni bæði vestan hafs og utan Bandaríkjanna, þar sem forsetinn hefur verið sakaður um kynþáttafordóma. Andrew Feinberg, Hvítahússfréttaritari Breakfast Media, bar þar upp spurningu sem sneri að tístum Trump síðan á sunnudag. „Fyrst að forsetinn var ekki að segja þessum fjórum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda þeirra, til hvaða landa var hann þá að vísa?“ spurði Feinberg. Conway svaraði þá spurningu hans um hæl með annarri spurningu. „Af hvaða uppruna ert þú?“ Þegar Feiberg reyndi að útskýra fyrir hinum umdeilda ráðgjafa forsetans að uppruni hans væri spurningu hans óviðkomandi greip Conway fram í fyrir honum til þess að útskýra mál sitt. „Ég er að spyrja þig spurningar. Forfeður mínir eru frá Írlandi og Ítalíu,“ sagði Conway. Aftur reyndi Feinberg að árétta að uppruni hans kæmi því sem spurt væri um einfaldlega ekki við, en Conway stóð föst á sínu. „Nei nei, þetta er vegna þess sem þú ert að spyrja um, hann sagði „upphaflega,“ hann sagði „upphaflega frá [þessum löndum]. Og þú veist að allt sem hann hefur sagt síðan þá er til þess að eiga heildrænt samtal. Hann hefur talað mikið um þetta frá því þetta eina tíst birtist, sagði Conway.Here’s video, courtesy of @cspanpic.twitter.com/PNqIznSDcO — Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) July 16, 2019 Forsetinn þreyttur á gagnrýni á herinn og landamæravörslu Conway beindi umræðunni síðan í aðra átt og gerði landamærastöðvar við suðurlandamæri Bandaríkjanna að umfjöllunarefni sínu, en forsetinn og ríkisstjórn hans hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir þær aðstæður sem fólki á slíkum stöðvum er gert að búa við. Hefur því verið haldið fram að aðstæður þar séu skelfilegar, þar sem fólk hafi hvorki aðgang að heitum mat né sturtum, og sé oft látið dúsa margt saman í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færra fólk. Á móti hefur stjórn forsetans haldið því fram að straumur flóttamanna inn í landið frá suðri sé „krísa“ og að kerfið sé ofurliði borið vegna hans. Því verði þingið að bregðast við með harðari löggjöf og aukinni fjárveitingu til þessa málaflokks, en það voru meðal lykilkosningaloforða Trump í síðustu kosningum. „Forsetinn er þreyttur. Við erum mörg hver þreytt á því að þetta land, Bandaríkin, sé í síðasta sæti hjá eiðsvörnum embættismönnum. Þreytt á því að mannorð hersins okkar sé svert. Þreytt á því að starfsfólk toll- og landamærastofnunar Bandaríkjanna sem ég hef hitt, sem eru meðan ég man í miklum meirihluta af rómansk-amerískum uppruna, sé gagnrýnt.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent