Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Ari Brynjólfsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 Skip frá Vestmannaeyjum eru farin á makrílveiðar, skip á Austurlandi eru á leið út. Jón Jónsson „Makríllinn er kominn til landsins, það er verið að veiða hann víða,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, við Fréttablaðið. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú í fjölþjóðlegum leiðangri til að kanna ástand á vistkerfinu frá Svalbarða suður fyrir lögsögu Íslands. Meðal þess sem verið er að kanna er makrílstofninn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar féll aflamagn og verðmæti makríls í fyrra. Makríllinn tók fyrst stökk árið 2008 þegar hann fór í 112 þúsund tonn úr 36 þúsund tonnum árið áður. Hæst fór hann svo í 170 þúsund tonn árið 2014 með verðmæti upp á 15,2 milljarða króna. Veiðin í fyrra nam 135 þúsund tonnum og 7,5 milljörðum króna í verðmæti. Í ár er leyfilegur heildarafli á makríl 140 þúsund tonn. „Þetta er eins og við mátti búast, uppsjávarskipin fóru fyrr af stað í ár en í fyrra. Þau byrjuðu við Vestmannaeyjar, svo eru skip að byrja fyrir austan,“ segir Þorsteinn. „Makríllinn kom inn í Keflavíkina fyrir helgina, sem er árvisst. Síðan var veiði um helgina vestan við miðlínuna þar sem Grænlendingarnir eru að veiða. Þannig að þetta er allt eftir bókinni.“Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá HafrannsóknastofnunSkipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við í ágúst í fyrra sögðu veiðina þá hafa gengið erfiðlega. Var veiðin þá sú minnsta í mörg ár. Þorsteinn segir erfitt að bera sumarið í ár saman við það í fyrra. „Þeir fóru svo seint út í fyrra. Það var þó heldur minna í lögsögunni, en það er ekki hægt að bera það beint saman því veiðitímabilinu er ekki lokið.“ Árni Friðriksson er búinn að mæla magn makríls í hafinu út af Norður- og Austurlandi, en á eftir að mæla í hafinu fyrir sunnan og vestan land. „Það er líklegasta svæðið,“ segir Þorsteinn. „Það var lítið fyrir norðan, en þar er alltaf lítið. Þar er kaldari sjór og makríllinn gengur ekki inn í hann fyrr en í haust þegar hann gengur til baka.“ Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti á Neskaupstað, var að undirbúa skipið fyrir makrílveiðar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það er búin að vera ágætis veiði, hún hefur verið upp á við síðustu daga,“ segir Tómas. Veiðin sé þó ekki endilega meiri en í fyrra. „Þetta er alla vega komið af stað núna.“ Þorsteinn segir menn spennta að sjá hvernig staðan verði í ár í ljósi veiðinnar í fyrra. „Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
„Makríllinn er kominn til landsins, það er verið að veiða hann víða,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, við Fréttablaðið. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú í fjölþjóðlegum leiðangri til að kanna ástand á vistkerfinu frá Svalbarða suður fyrir lögsögu Íslands. Meðal þess sem verið er að kanna er makrílstofninn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar féll aflamagn og verðmæti makríls í fyrra. Makríllinn tók fyrst stökk árið 2008 þegar hann fór í 112 þúsund tonn úr 36 þúsund tonnum árið áður. Hæst fór hann svo í 170 þúsund tonn árið 2014 með verðmæti upp á 15,2 milljarða króna. Veiðin í fyrra nam 135 þúsund tonnum og 7,5 milljörðum króna í verðmæti. Í ár er leyfilegur heildarafli á makríl 140 þúsund tonn. „Þetta er eins og við mátti búast, uppsjávarskipin fóru fyrr af stað í ár en í fyrra. Þau byrjuðu við Vestmannaeyjar, svo eru skip að byrja fyrir austan,“ segir Þorsteinn. „Makríllinn kom inn í Keflavíkina fyrir helgina, sem er árvisst. Síðan var veiði um helgina vestan við miðlínuna þar sem Grænlendingarnir eru að veiða. Þannig að þetta er allt eftir bókinni.“Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá HafrannsóknastofnunSkipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við í ágúst í fyrra sögðu veiðina þá hafa gengið erfiðlega. Var veiðin þá sú minnsta í mörg ár. Þorsteinn segir erfitt að bera sumarið í ár saman við það í fyrra. „Þeir fóru svo seint út í fyrra. Það var þó heldur minna í lögsögunni, en það er ekki hægt að bera það beint saman því veiðitímabilinu er ekki lokið.“ Árni Friðriksson er búinn að mæla magn makríls í hafinu út af Norður- og Austurlandi, en á eftir að mæla í hafinu fyrir sunnan og vestan land. „Það er líklegasta svæðið,“ segir Þorsteinn. „Það var lítið fyrir norðan, en þar er alltaf lítið. Þar er kaldari sjór og makríllinn gengur ekki inn í hann fyrr en í haust þegar hann gengur til baka.“ Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti á Neskaupstað, var að undirbúa skipið fyrir makrílveiðar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það er búin að vera ágætis veiði, hún hefur verið upp á við síðustu daga,“ segir Tómas. Veiðin sé þó ekki endilega meiri en í fyrra. „Þetta er alla vega komið af stað núna.“ Þorsteinn segir menn spennta að sjá hvernig staðan verði í ár í ljósi veiðinnar í fyrra. „Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira