Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 10:01 Evelyn Hernández (t.h.) í dómsal í Delgado-borg utan við höfuðborgina San Salvador. Vísir/AP Kona frá El Salvador lýsti sig saklausa af manndrápi þegar réttarhöld hófust yfir henni í annað sinn í gær. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir þungunarrof eftir að hún fæddi barn sem hún sagði að hefði komið andvana í heiminn. Þungunarrofslög í El Salvador er á meðal þeirra ströngustu í heimi. Evelyn Hernández, sem er 21 árs gömul, hafði afplánað þrjú ár af þrjátíu ára fangelsisdóminum þegar henni var sleppt úr haldi í febrúar. Þá hafði hæstiréttur landsins úrskurðað að réttað skyldi aftur í máli hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar fullyrða að Hernández hafi vísvitandi eytt fóstri sínu og vísa til þess að hún hafi aldrei farið í mæðraskoðun. Fóstrið var 32 vikna gamalt en réttarmeinafræðingar gátu ekki úrskurðað hvort það hafi gefið upp öndina í móðurkviði eða utan hans. Sjálf segist hún ekki hafa vitað að hún væri með barni og að það hafi verið andvana fætt á kamri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við upphaflegu réttarhöldin sagði Hernández að henni hafi ítrekað verið nauðgað en að hún hafi verið of óttaslegin til að kæra. Þungunarrof er bannað undir öllum kringumstæðum í El Salvador. Tugir kvenna sem segjast hafa misst fóstur eða fætt andvana börn hafa verið dæmdar í fangelsi. Oft er um að ræða fátækar og ungar konur sem hafa í mörgum tilfellum verið fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Það sem Evelyn gengur í gegnum er martröð margra kvenna í El Salvador,“ segir Elizabeth Deras, lögmaður Hernández. El Salvador Þungunarrof Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Kona frá El Salvador lýsti sig saklausa af manndrápi þegar réttarhöld hófust yfir henni í annað sinn í gær. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir þungunarrof eftir að hún fæddi barn sem hún sagði að hefði komið andvana í heiminn. Þungunarrofslög í El Salvador er á meðal þeirra ströngustu í heimi. Evelyn Hernández, sem er 21 árs gömul, hafði afplánað þrjú ár af þrjátíu ára fangelsisdóminum þegar henni var sleppt úr haldi í febrúar. Þá hafði hæstiréttur landsins úrskurðað að réttað skyldi aftur í máli hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar fullyrða að Hernández hafi vísvitandi eytt fóstri sínu og vísa til þess að hún hafi aldrei farið í mæðraskoðun. Fóstrið var 32 vikna gamalt en réttarmeinafræðingar gátu ekki úrskurðað hvort það hafi gefið upp öndina í móðurkviði eða utan hans. Sjálf segist hún ekki hafa vitað að hún væri með barni og að það hafi verið andvana fætt á kamri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við upphaflegu réttarhöldin sagði Hernández að henni hafi ítrekað verið nauðgað en að hún hafi verið of óttaslegin til að kæra. Þungunarrof er bannað undir öllum kringumstæðum í El Salvador. Tugir kvenna sem segjast hafa misst fóstur eða fætt andvana börn hafa verið dæmdar í fangelsi. Oft er um að ræða fátækar og ungar konur sem hafa í mörgum tilfellum verið fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Það sem Evelyn gengur í gegnum er martröð margra kvenna í El Salvador,“ segir Elizabeth Deras, lögmaður Hernández.
El Salvador Þungunarrof Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira