Fyrirtæki farin að hjálpa bandarísku fótboltastelpunum að brúa launamuninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 09:00 Megan Rapinoe sló ekki aðeins í gegn inn á vellinum heldur einnig utan hans. AP/Seth Wenig Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu varð heimsmeistari á dögunum eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. Baráttan fyrir að fá jafnmikið borgað og karlarnir hefur líka kallað á sterk viðbrögð hjá bandarísku þjóðinni. Bandaríska sambandið þrjóskast enn við en fyrirtæki eru að vakna og í fararbroddi fer fyrirtæki sem framleiðir svitalyktareyði. Kannski á það vel við enda vond lykt af þessu óskiljanlega launamun knattspyrnukvenna og knattspyrnukarla. Bandarísku knattspyrnukonurnar eru miklu betri en bandarísku knattspyrnukarlarnir á heimsvísu en þrátt fyrir það og að þær skili bandaríska knattspyrnusambandinu meiri tekjum þá fá þær miklu minni pening. Bandarísku knattspyrnukonurnar eru að vinna heimsmeistaratitla á meðan knattspyrnukarlarnir eru í vandræðum með að komast á heimsmeistaramótin. Bandaríska kvennalandsliðið vann heimsmeistaramótið með glæsibrag og fyrirliði liðsins og besti leikmaður mótsins, Megan Rapinoe, lét líka vel í sér heyra utan vallar. Rapinoe fékk meira að segja Donald Trump Bandaríkjaforseta til að senda sér tóninn sem vakti síðan enn meiri athygli á henni og hennar afrekum. Bandarísku konurnar komu heim sem hetjur og voru hylltar hvert sem þær fóru. Við þessar frábær móttökur kom líka enn meiri athygli á launadeilur þeirra og bandaríska sambandsins. Knattspyrnukonurnar fengu meðal annars stuðning frá bandarískum þingkonum sem ætla að leggja fram frumvarp sem bannar svona mismun á peningagreiðslum til íþróttafólks eftir kyni..@SecretDeodorant has committed $529,000 ($23k for each of the 23 players) to @USWNTPlayers to help close the @USWNT pay gap. Secret is the first official @ussoccer sponsor to publicly make a monetary commitment to the team's fight.pic.twitter.com/QSjT9MyFxA — Front Office Sports (@frntofficesport) July 14, 2019Það er vissulega ástæða til að mótmæla og leikmenn kvennalandsliðsins hafa líka höfðað mál gegn þessari mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins. Knattspyrnukonurnar fá aðeins 38 prósent af því sem karlarnir fá. Knattspyrnukonurnar fengu í gær óvæntan stuðning frá fyrirtæki og þegar styrktaraðilar eru farnir að ókyrrast þá geta hlutirnir oft breyst fljótt. Secret Deodorant er einn af styrktaraðilum bandaríska knattspyrnusambandsins og en fyrirtækir framleiðir svitalyktareyði fyrir konur. Secret Deodorant keypti í gær heilsíðuauglýsingu í blaðinu New York Times þar sem fyrirtækið lét vita af því að það ætlar að láta alla 23 leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins fá 23 þúsund dollara hverja og hjálpa með því að brúa launabilið. Secret Deodorant skorar líka á bandaríska knattspyrnusambandið að vakna upp af værum blundi og koma sér inn í nútímann. Alls mun Secret Deodorant gefa 529 þúsund dollara eða 67 milljónir íslenskra króna. Hver leikmaður fær tæpar þrjár milljónir talið í íslenskum krónum. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Bandarísku konurnar vilja réttlát laun Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem varð heimsmeistari um síðustu helgi hefur í þó nokkurn tíma staðið í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið. Leikmenn liðsins vilja fá jafn mikið greitt fyrir að leika með liðinu og karlarnir fá í sinn hlut. 12. júlí 2019 14:00 Þjálfarinn nánast orðlaus og besti leikmaður mótsins sagði augnablikið súrrealískt Jill Ellis var himinlifandi í leikslok og Megan Repinoe, besti leikmaður mótsins, sagði augnablikið súrrealískt. 7. júlí 2019 21:30 Megan Rapinoe horfði beint í myndavélina og talaði til Trump Megan Rapinoe mætti í sjónvarpsviðtal hjá CNN og fékk tækifæri til að tala beint til Donald Trump Bandaríkjaforseta og hún greip það tækifæri með báðum höndum. 10. júlí 2019 11:30 Bandarísku þingkonurnar leggja fótboltakonunum lið í launabaráttunni Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta fór fylktu liði um Manhattan í gær og fagnaði heimsmeistaratitli sínum með löndum sínum og öðrum í New York borg. Þær fengu allar afhentan lykil af New York en fengu auk þess góðar fréttir úr bandaríska þinginu. 11. júlí 2019 10:00 Sjáðu bandaríska kvennalandsliðið fagna HM-gullinu í skrúðgöngu á götum New York Árangur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramótinu í Frakklandi vakti mikla athygli á fótbolta og kvennaíþróttum í Bandaríkjunum. 10. júlí 2019 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu varð heimsmeistari á dögunum eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. Baráttan fyrir að fá jafnmikið borgað og karlarnir hefur líka kallað á sterk viðbrögð hjá bandarísku þjóðinni. Bandaríska sambandið þrjóskast enn við en fyrirtæki eru að vakna og í fararbroddi fer fyrirtæki sem framleiðir svitalyktareyði. Kannski á það vel við enda vond lykt af þessu óskiljanlega launamun knattspyrnukvenna og knattspyrnukarla. Bandarísku knattspyrnukonurnar eru miklu betri en bandarísku knattspyrnukarlarnir á heimsvísu en þrátt fyrir það og að þær skili bandaríska knattspyrnusambandinu meiri tekjum þá fá þær miklu minni pening. Bandarísku knattspyrnukonurnar eru að vinna heimsmeistaratitla á meðan knattspyrnukarlarnir eru í vandræðum með að komast á heimsmeistaramótin. Bandaríska kvennalandsliðið vann heimsmeistaramótið með glæsibrag og fyrirliði liðsins og besti leikmaður mótsins, Megan Rapinoe, lét líka vel í sér heyra utan vallar. Rapinoe fékk meira að segja Donald Trump Bandaríkjaforseta til að senda sér tóninn sem vakti síðan enn meiri athygli á henni og hennar afrekum. Bandarísku konurnar komu heim sem hetjur og voru hylltar hvert sem þær fóru. Við þessar frábær móttökur kom líka enn meiri athygli á launadeilur þeirra og bandaríska sambandsins. Knattspyrnukonurnar fengu meðal annars stuðning frá bandarískum þingkonum sem ætla að leggja fram frumvarp sem bannar svona mismun á peningagreiðslum til íþróttafólks eftir kyni..@SecretDeodorant has committed $529,000 ($23k for each of the 23 players) to @USWNTPlayers to help close the @USWNT pay gap. Secret is the first official @ussoccer sponsor to publicly make a monetary commitment to the team's fight.pic.twitter.com/QSjT9MyFxA — Front Office Sports (@frntofficesport) July 14, 2019Það er vissulega ástæða til að mótmæla og leikmenn kvennalandsliðsins hafa líka höfðað mál gegn þessari mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins. Knattspyrnukonurnar fá aðeins 38 prósent af því sem karlarnir fá. Knattspyrnukonurnar fengu í gær óvæntan stuðning frá fyrirtæki og þegar styrktaraðilar eru farnir að ókyrrast þá geta hlutirnir oft breyst fljótt. Secret Deodorant er einn af styrktaraðilum bandaríska knattspyrnusambandsins og en fyrirtækir framleiðir svitalyktareyði fyrir konur. Secret Deodorant keypti í gær heilsíðuauglýsingu í blaðinu New York Times þar sem fyrirtækið lét vita af því að það ætlar að láta alla 23 leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins fá 23 þúsund dollara hverja og hjálpa með því að brúa launabilið. Secret Deodorant skorar líka á bandaríska knattspyrnusambandið að vakna upp af værum blundi og koma sér inn í nútímann. Alls mun Secret Deodorant gefa 529 þúsund dollara eða 67 milljónir íslenskra króna. Hver leikmaður fær tæpar þrjár milljónir talið í íslenskum krónum.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Bandarísku konurnar vilja réttlát laun Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem varð heimsmeistari um síðustu helgi hefur í þó nokkurn tíma staðið í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið. Leikmenn liðsins vilja fá jafn mikið greitt fyrir að leika með liðinu og karlarnir fá í sinn hlut. 12. júlí 2019 14:00 Þjálfarinn nánast orðlaus og besti leikmaður mótsins sagði augnablikið súrrealískt Jill Ellis var himinlifandi í leikslok og Megan Repinoe, besti leikmaður mótsins, sagði augnablikið súrrealískt. 7. júlí 2019 21:30 Megan Rapinoe horfði beint í myndavélina og talaði til Trump Megan Rapinoe mætti í sjónvarpsviðtal hjá CNN og fékk tækifæri til að tala beint til Donald Trump Bandaríkjaforseta og hún greip það tækifæri með báðum höndum. 10. júlí 2019 11:30 Bandarísku þingkonurnar leggja fótboltakonunum lið í launabaráttunni Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta fór fylktu liði um Manhattan í gær og fagnaði heimsmeistaratitli sínum með löndum sínum og öðrum í New York borg. Þær fengu allar afhentan lykil af New York en fengu auk þess góðar fréttir úr bandaríska þinginu. 11. júlí 2019 10:00 Sjáðu bandaríska kvennalandsliðið fagna HM-gullinu í skrúðgöngu á götum New York Árangur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramótinu í Frakklandi vakti mikla athygli á fótbolta og kvennaíþróttum í Bandaríkjunum. 10. júlí 2019 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Bandarísku konurnar vilja réttlát laun Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem varð heimsmeistari um síðustu helgi hefur í þó nokkurn tíma staðið í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið. Leikmenn liðsins vilja fá jafn mikið greitt fyrir að leika með liðinu og karlarnir fá í sinn hlut. 12. júlí 2019 14:00
Þjálfarinn nánast orðlaus og besti leikmaður mótsins sagði augnablikið súrrealískt Jill Ellis var himinlifandi í leikslok og Megan Repinoe, besti leikmaður mótsins, sagði augnablikið súrrealískt. 7. júlí 2019 21:30
Megan Rapinoe horfði beint í myndavélina og talaði til Trump Megan Rapinoe mætti í sjónvarpsviðtal hjá CNN og fékk tækifæri til að tala beint til Donald Trump Bandaríkjaforseta og hún greip það tækifæri með báðum höndum. 10. júlí 2019 11:30
Bandarísku þingkonurnar leggja fótboltakonunum lið í launabaráttunni Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta fór fylktu liði um Manhattan í gær og fagnaði heimsmeistaratitli sínum með löndum sínum og öðrum í New York borg. Þær fengu allar afhentan lykil af New York en fengu auk þess góðar fréttir úr bandaríska þinginu. 11. júlí 2019 10:00
Sjáðu bandaríska kvennalandsliðið fagna HM-gullinu í skrúðgöngu á götum New York Árangur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramótinu í Frakklandi vakti mikla athygli á fótbolta og kvennaíþróttum í Bandaríkjunum. 10. júlí 2019 16:45